Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 35 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á náttúrulegum demanti og iðnaðardemanti?

Enginn. Iðnaðardemantur getur verið náttúrulegur demantur með miklum byggingarveilum eða óhreinindum. Mikill minnihluti náttúrulegra demanta er svo gallalaus að hægt sé að slípa þá og nota í skartgripi. Slíkir skartgripademantar hafa einkum fundist í námagreftri í gömlum eldstöðvum í Suður-Afríku, Ástralíu, ...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér eitthvað um iðnbyltinguna?

Á 16.-18. öld voru ýmis samfélög á stigi foriðnvæðingar (e. proto-industrialization) sem einkenndist af fólksfjölgun og aukinni handverksgerð í sveitum. Þar sem markaðsviðskipti bænda fóru vaxandi án þess að tekjur þeirra ykjust á sama tíma er einnig stundum rætt um iðjusemisbyltingu (e. industrious revolution). Þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er díoxín og hvaðan kemur það?

Díoxín, fúran og díoxínlík PCB-efni (Polychlorinated Biphenyls) eru þrjú af tólf þrávirkum lífrænum mengunarefnum sem eru sérstakt áhyggjuefni vegna áhrifa þeirra á umhverfið og heilsu almennings. Efnin geta borist í matvæli úr umhverfinu. Þau hafa ekki áhrif á heilsu okkar samstundis, en geta valdið vandamálum ef...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða ár kom fyrsta bókin út?

Erfitt er að svara spurningunni afdráttarlaust af því að óljóst er hvað telst til útgáfu bókar. Yfirleitt er fyrsta prentaða bókin talin vera Biblía Gutenbergs, sem Þjóðverjinn Jóhannes Gutenberg prentaði árið 1455 með prentvél sem hann hafði sjálfur smíðað. Prentvél Gutenbergs olli straumhvörfum og í kjölfarið...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig var fyrsta tyggjóið og hver fann það upp?

Taka verður fram að til eru tvær gerðir af tyggigúmmí. Önnur er hið eiginlega tyggigúmmí eða tyggjó, á ensku nefnt ‘chewing gum’. Hin er svokallað ‘bubble gum’, á íslensku blöðrutyggjó eða kúlutyggjó. Menn hafa nota tuggu úr trjákvoðu, vaxi eða einhverju öðru í mörg þúsund ár. Hins vegar er talið að tyggjó haf...

category-iconEfnafræði

Hvað er brennisteinstvíildi og hvaða áhrif getur það haft?

Brennisteinstvíildi, sem einnig er nefnt brennisteinsdíoxíð, er litlaus lofttegund sem flestir finna lykt af, ef styrkurinn nær um það bil 1000 µg/m3. Allt jarðefnaeldsneyti inniheldur brennistein og er það háð uppruna og tegund eldsneytisins hve mikill hann er. Meginhluti þess brennisteinstvíildis sem lendir a...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að búa til geislasverð?

Það eru að minnsta kosti tveir alvarlegir gallar á hugmyndinni um „geislasverð“ eins og hún birtist okkur í vísindaskáldskap og kvikmyndum, sem lýsandi massalaust skurðarblað með takmarkaðri lengd. Í fyrsta lagi þarf óhreinindi í loftinu til að gera ljósgeisla sýnilegan. Við skynjum geislann vegna ljóseinda sem dr...

category-iconVísindi almennt

Hver eru tíu dýpstu vötn í heimi?

Tíu dýpstu vötn í heimi eru: Baykalvatn í Síberíu sem er 1741 metra djúpt Tanganyikavatn í Afríku sem er 1435 metra djúpt Kaspíhaf í Asíu og Evrópu sem er 946 metra djúpt Malawi (eða Nyasa) í Afríku sem er 706 metra djúpt Issyk – Kul í Kirgizstan sem er 700 metra djúpt Great Slave lake í Kanada sem er 614 ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að framleiða rafmagn með hljóðbylgjum? Ef svo er, hvers vegna nýtum við okkur það ekki?

Svarið við spurningunni er einfalt: Það er mögulegt að framleiða rafmagn með hljóðbylgjum, og við nýtum okkur það meira en ef til vill er augljóst við fyrstu sýn. Við þekkjum vel að nota má rafmagn til að framleiða hljóð og þeir sem hafa verið nægilega framtakssamir til að skrúfa í sundur hátalara vita að það er t...

category-iconLandafræði

Getur þú sagt mér hver höfuðborg Fídjíeyja er?

Fídjieyjar í Suður-Kyrrahafi samanstanda af rúmlega 320 eyjum auk fjölda smáeyja (e. inlet). Eyjaklasinn nær yfir svæði sem er um 3 milljónir km2 að flatarmáli en heildarflatarmál eyjanna sjálfra er aðeins um rúmlega 18.000 km2. Um 100 eyjanna eru byggðar og er áætlað að íbúar Fídjieyja hafi verið rúmlega 890.000 ...

category-iconLandafræði

Hvað er Tadsjikistan stórt og hvað búa margir þar?

Tadsjikistan er ríki í Mið-Asíu og á landamæri að Afganistan í suðri, Úsbekistan í vestri, Kirgisistan í norðri og Kína í austri, en liggur hvergi að sjó. Landið er 143.100 km2 að flatarmáli og minnsta ríki Mið-Asíu. Það er mjög fjalllent þar sem meira en 50% af flatarmáli þess er ofar en 3000 m yfir sjávarmáli....

category-iconLífvísindi: almennt

Fellur súrt regn á Íslandi? Hvert er viðnám íslenskra vatna við því?

Súrt regn fellur þar sem regnið er blandað brennisteinssýru (H2SO4), saltpéturssýru (HNO3) og lífrænum sýrum. Þessar sýrur myndast við bruna á kolum og olíu og eru því mjög algengar þar sem iðnaður er mikill. Áhrifa súrs regns gætir aðallega á austurströnd Bandaríkjanna, á Bretlandseyjum, í Norður-Evrópu og í Suðu...

category-iconLífvísindi: almennt

Verða apar nútímans að mönnum framtíðar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er þróunin ennþá í gangi? Verða apar nútímans að mönnum framtíðar? Þróunin er ennþá í fullum gangi en hún felur ekki í sér að apar nútímans verði að mönnum framtíðar. Þróun hefur ekki fyrirframgefna stefnu, þannig að þótt að menn hafi þróast af öpum eða átt sameig...

category-iconUmhverfismál

Hvað merkja orðin sjálfbær þróun?

Orðið sjálfbær er nýyrði í íslensku. Elsta dæmið sem Orðabók Háskólans á er úr Alfræðisafni AB sem út kom á árunum 1965 til 1968. Orðið er sett saman úr tveimur hlutum, sjálf- og -bær og minnir á hversdagslega orðið haldbær. Orðið sjálfbær er einkum notað í orðasambandinu sjálfbær þróun. Ýmsum hefur fundist þetta ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Við hvað störfuðu Íslendingar 1918?

Árið 1918 var meirihluti Íslendinga enn bændur og sjómenn sem sóttu af kappi í gögn lands og sjávar, en einnig var talsvert af fólki sem vann við heimilisþjónustu hjá öðrum. Værir þú uppi á þessum tíma er því líklegt að þú ynnir við landbúnaðarstörf, fiskveiðar og fiskvinnslu eða vinnumennsku sem innanhúshjú. Í þe...

Fleiri niðurstöður