- Baykalvatn í Síberíu sem er 1741 metra djúpt
- Tanganyikavatn í Afríku sem er 1435 metra djúpt
- Kaspíhaf í Asíu og Evrópu sem er 946 metra djúpt
- Malawi (eða Nyasa) í Afríku sem er 706 metra djúpt
- Issyk – Kul í Kirgizstan sem er 700 metra djúpt
- Great Slave lake í Kanada sem er 614 metra djúpt
- Crater lake í Bandaríkjunum sem er 592 metra djúpt
- Lake Tahoe í Bandaríkjunum sem er 505 metra djúpt
- Lake Chelan í Bandaríkjunum sem er 433 metra djúpt
- Great Bear lake í Kanada sem er 413 metra djúpt
Á myndinni hér að ofan má sjá hluta af Baykalvatni sem er 31 500 ferkílómetra stórt og liggur í suður Síberíu. Það er 636 kílómetra langt og 14-80 kílómetra breitt. Í því má finna um 20 prósent af öllu ferskvatni á yfirborði jarðar. Vatnið er talið vera um 25 miljóna ára gamalt sem þýðir að það er eitt elsta vatn í heimi. Þrjár stórar ár og um 300 lækir renna í vatnið sem er óvenju tært. Ströndin er talin mjög fögur en umhverfis vatnið eru fjöll og skógar. Vatnið er krökkt af fiski og fiskveiðar eru mjög mikilvægar fólkinu sem býr þar í kring. Mikill iðnaður er í kringum vatnið og það hefur leitt til þess að mikil mengun er í vatninu. Á síðastliðnum árum hefur verið reynt að stöðva þessi náttúruspjöll og hreinsa vatnið. Þess má svo geta í lokinn að Öskjuvatn er dýpsta vatn Íslands 220 metra djúpt. Heimildir The world´s deepest lakes
Science question
World lake database
Myndin er fengin af vefsetrinu International Lake Environment Committee Foundation