Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 32 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar letur er höfðaletur? Hvað má segja um uppruna þess og notkun gegnum tíðina?

Höfðaletur er séríslensk skrautleturgerð sem fyrst og fremst var notuð í tréskurði. Um leið má eiginlega segja að það sé eina séríslenska leturgerðin. Höfðaletur þróaðist út frá gotnesku smástafaletri/lágstafaletri á 16. öld. Það afbrigði gotnesks skrautstíls sem höfðaletur virðist hafa þróast út frá er svokallað ...

category-iconÞjóðfræði

Er satt að það fylgi því hamingja að hengja skeifu fyrir ofan hurð? Getið þið útskýrt þessa goðsögn?

Elstu heimildir um að notaðar séu járnskeifur á hesta eru frá 5. öld. Á Norðurlöndum fóru menn þó ekki að járna hesta fyrr en snemma á 9. öld. Skeifur hafa lengi verið taldar lukkutákn og það þykir happafengur að finna skeifu á förnum vegi. Margir hafa fyrir sið að taka slíka skeifu með sér heim og hengja hana up...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju tengist hjartað ástinni og hvers vegna er hjartað teiknað eins og það er?

Fleiri spyrjendur um svipað efni eru: Sigríður Ólafsdóttir, f. 1989, Ingi Haraldsson, f. 1988, Guðjóna Þorbjarnardóttir, Jón Daði, f. 1992, Björn Áki Jóhannsson, f. 1989, Katrín Stefanía Pálsdóttir, f. 1988, og Egill Sigurður, f. 1994. Það er gömul trú að í hjartanu búi hugsun og tilfinningar. Forn-Egyptar lýstu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er merking og uppruni orðsins "hósanna"?

Orðið hósanna, einnig skrifað hósíanna er lofgerðarhróp guði til dýrðar. Það má til dæmis sjá í 11. kafla Markúsarguðspjalls í versi 9 og 10:Þeir sem á undan fóru og eftir fylgdu hrópuðu: „Hósanna. Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins! Blessað sé hið komandi ríki föður vors Davíðs! Hósanna í hæstum hæðum!S...

category-iconMálvísindi: almennt

Fyrir hvað stendur gríski bókstafurinn ómega og hvaða almenna merkingu hefur hann?

Gríski bókstafurinn ómega (W eða w) stóð í forngrísku fyrir langt o-hljóð. Það var einungis lengdin sem aðgreindi hann frá stafnum ómikron (O eða o), sem var skrifaður alveg eins og O í okkar stafrófi og stóð fyrir stutt o-hljóð. Þessi aðgreining sést raunar á nöfnum stafanna því að omega þýðir bókstaflega "stóra ...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju er talað um boðorðin tíu þegar þau eru í raun fjórtán?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Í meginkafla Biblíunnar um „Boðorðin tíu“ eru þau fjórtán (svona ef þið vissuð það ekki), svo þá vaknar spurningin: Hver ákvað að kennd skyldu „bara“ þessi 10 og þá ekki síður hver ákvað hvaða 10 það skyldu vera? Það er sannarlega rétt hjá spyrjanda að það er hægt að lesa fleir...

category-iconMálvísindi: almennt

Hverjir eru kostir og gallar þess að gera ensku að tungumáli mannkynsins?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Hvaða kostir og ókostir eru við fleiri en eitt tungumál? Hvað heldur okkur frá því að hafa bara eitt mál fyrir alla jörðina? Endur fyrir löngu trúðu menn því að eitt mál hefði verið talað um alla jörðina. Í 11. kafla Fyrstu Mósebókar segir: Öll jörðin hafði eitt tungu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins kerling eða kelling í íslenskri tungu?

Orðið kerling er til í öllum Norðurlandamálum, færeysku kerling, nýnorsku kjerring, sænskum mállýskum käring, källing, dönsku kælling. Kerling er leitt af nafnorðinu karl með viðskeytinu -ing. Kerling er leitt af nafnorðinu karl með viðskeytinu -ing sem veldur hljóðvarpi þar sem skilyrði eru til. Hér er um ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni þess að lýsa undrun með upphrópun á borð við "jeeee" eða "jiiii"?

Upphafleg spurning var: Hver er uppruni málfyrirbærisins "je" eða "ji". Þ.e.a.s. þegar manneskja lýsir undrun sinni á einhverju með því að segja ýmist "jeeee" eða "jiiii". Upphrópanirnar je, ji og jeminn voru algengar fyrir nokkrum áratugum og heyrast að einhverju leyti enn. Je og ji eru styttingar á orðinu ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er hægt að blóta á íslensku án þess að sækja blótsyrðin í kristindóminn?

Ef litið er í Íslenska orðabók (2002:142) og flett upp orðinu blót stendur sem fjórða merking ‘bölv, ragn’. Fyrsta merking er ‘guðsdýrkun (annarra guða en kristinna manna)’. Sögnin að blóta merkir annars vegar ‘dýrka (heiðin goð)’ en hins vegar ‘bölva, ragna’. Síðari tíma merkingarnar ‘bölv, ragn; bölva, ragna’ ur...

category-iconHugvísindi

Hvar í Biblíunni er jólaguðspjallið?

Í Handbók Íslensku kirkjunnar (Reykjavík 1981) sem prestar þjóðkirkjunnar notast við eru fyrir aðfangadagskvöld gefnir upp tveir valmöguleikar, annars vegar Lúkasarguðspjall 2:1-14 og hins vegar Jóhannesarguðspjall 1:1-5 auk þess sem 14. vers er haft þar með. Það fyrrnefnda (Lúk 2:1-14) er svofellt í nýjustu þ...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna heita páskar Gyðinga og páskar kristinna manna það sama þó að verið sé að fagna svo ólíkum atburðum?

Eins og alþjóð veit heldur kirkjan páska til að fagna upprisu Jesú Krists frá dauðum. Þess vegna eru páskarnir gleði- og sigurhátíð í hugum kristinna manna og eru þeir raunar elsta hátíð kristninnar. Af þeim sökum kölluðu kirkjufeðurnir páskana Festum festorum eða hátíð hátíðanna. Sérhver sunnudagur er, frá sjónar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðasambandið í háa herrans tíð?

Lýsingarorðið hár hefur fleiri en eina merkingu en í sambandinu há tíð hefur það í sér fólgna lengdarmerkingu, það er ‘mjög lengi, langalengi’. Orðið herra hefur merkinguna ‘húsbóndi, yfirmaður, en er einnig notað sem stöðutitill. Þannig má líta á merkinguna þegar talað er um herrann Jesús í sálminum alkunna eftir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir "í herrans nafni og 40" eins og Össur komst að orði þegar ný ríksstjórn tók við?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað þýðir "í herrans nafni og 40" eins og Össur Skarphéðinsson komst að orði í sjónvarpsviðtali eftir að ný ríksstjórn tók við völdum?Orðtakið í herrans nafni og fjörutíu er notað í merkingunni 'í guðanna bænum, fyrir alla muni'. Upphafleg notkun hefur verið trúarlegs eðlis...

category-iconTrúarbrögð

Hvað þýðir orðið "halelúja"?

Í Íslensku orðsifjabókinni kemur fram að hal(l)elúja er hvorugkynsorð. Halelúja er sagt vera upphrópun og fagnaðarsöngur eða fagnaðarákall í kirkjumáli. Halelúja er tökuorð í íslensku sem er ættað úr hebresku. Orðið þýðir lofaður sé Drottinn og hebreski rithátturinn er hallelu Jah (Jah er stytting fyrir Jahve)...

Fleiri niðurstöður