Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir orðið "halelúja"?

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019) og Helga Sverrisdóttir



Í Íslensku orðsifjabókinni kemur fram að hal(l)elúja er hvorugkynsorð. Halelúja er sagt vera upphrópun og fagnaðarsöngur eða fagnaðarákall í kirkjumáli. Halelúja er tökuorð í íslensku sem er ættað úr hebresku. Orðið þýðir lofaður sé Drottinn og hebreski rithátturinn er hallelu Jah (Jah er stytting fyrir Jahve).

Orðið halelúja kemur fyrir í nokkrum af Davíðssálmum Gamla testamentisins, oft bæði í byrjun og lok sálmanna. Í fornum gyðingdómi tónaði kór levíta sennilega halelúja í sálma eða víxlsöng við bænagjörð. Levítar voru þeir Ísraelsmenn kallaðir sem voru af ætt Leví og úr þeirra röðum voru valdir þjónar presta. Halelúja kemur eingöngu fyrir fjórum sinnum í Nýja testamentinu og í öll skiptin í Opinberunarbókinni.

Halelúja stendur yfirleitt óþýtt í þýðingum Bíblíunnar. Elst þeirra er gríska þýðingin á Gamla testamentinu sem sagt er að hafi verið unnin af 70 (eða 72) fræðimönnum á 72 dögum að fyrirmælum gríska embættismannsins Ptólemaíosar Fíladelfosar sem var uppi 285 til 246 fyrir Krist. Þýðingin sem heitir Sjötíumannaþýðingin (á latínu Septuaginta sem þýðir 70) var sennilega ætluð grískumælandi gyðingum í Egyptalandi. Í latnesku bíblíuþýðingunni sem heitir Vulgata og er frá því um 400 eftir Krist var orðið ritað alleluia. Vulgata er bíblía rómversk-kaþólsku kirkjunnar.

Fagnaðarákallið halelúja var notað í frumkristni. Halelúja kemur nú einnig fyrir í helgisiðum, messum og sálmum allra kristinna kirkjudeilda og er skemmst að minnast jólasálmsins kunna Í Betlehem er barn oss fætt.

Heimildir:

Britannica Online

Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk Orðsifjabók. Orðabók Háskólans, 1989. Bls. 301.

Ensk-íslensk orðabók. Örn og Örlygur. 1984.



Mynd: HB

Höfundar

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019)

prófessor í guðfræði við HÍ

stjórnmálafræðingur, um tíma starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.12.2001

Spyrjandi

Jón Björnsson

Efnisorð

Tilvísun

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019) og Helga Sverrisdóttir. „Hvað þýðir orðið "halelúja"?“ Vísindavefurinn, 7. desember 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1997.

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019) og Helga Sverrisdóttir. (2001, 7. desember). Hvað þýðir orðið "halelúja"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1997

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019) og Helga Sverrisdóttir. „Hvað þýðir orðið "halelúja"?“ Vísindavefurinn. 7. des. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1997>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir orðið "halelúja"?


Í Íslensku orðsifjabókinni kemur fram að hal(l)elúja er hvorugkynsorð. Halelúja er sagt vera upphrópun og fagnaðarsöngur eða fagnaðarákall í kirkjumáli. Halelúja er tökuorð í íslensku sem er ættað úr hebresku. Orðið þýðir lofaður sé Drottinn og hebreski rithátturinn er hallelu Jah (Jah er stytting fyrir Jahve).

Orðið halelúja kemur fyrir í nokkrum af Davíðssálmum Gamla testamentisins, oft bæði í byrjun og lok sálmanna. Í fornum gyðingdómi tónaði kór levíta sennilega halelúja í sálma eða víxlsöng við bænagjörð. Levítar voru þeir Ísraelsmenn kallaðir sem voru af ætt Leví og úr þeirra röðum voru valdir þjónar presta. Halelúja kemur eingöngu fyrir fjórum sinnum í Nýja testamentinu og í öll skiptin í Opinberunarbókinni.

Halelúja stendur yfirleitt óþýtt í þýðingum Bíblíunnar. Elst þeirra er gríska þýðingin á Gamla testamentinu sem sagt er að hafi verið unnin af 70 (eða 72) fræðimönnum á 72 dögum að fyrirmælum gríska embættismannsins Ptólemaíosar Fíladelfosar sem var uppi 285 til 246 fyrir Krist. Þýðingin sem heitir Sjötíumannaþýðingin (á latínu Septuaginta sem þýðir 70) var sennilega ætluð grískumælandi gyðingum í Egyptalandi. Í latnesku bíblíuþýðingunni sem heitir Vulgata og er frá því um 400 eftir Krist var orðið ritað alleluia. Vulgata er bíblía rómversk-kaþólsku kirkjunnar.

Fagnaðarákallið halelúja var notað í frumkristni. Halelúja kemur nú einnig fyrir í helgisiðum, messum og sálmum allra kristinna kirkjudeilda og er skemmst að minnast jólasálmsins kunna Í Betlehem er barn oss fætt.

Heimildir:

Britannica Online

Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk Orðsifjabók. Orðabók Háskólans, 1989. Bls. 301.

Ensk-íslensk orðabók. Örn og Örlygur. 1984.



Mynd: HB...