Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 23 svör fundust

category-iconMannfræði

Hvaða rannsóknir hefur Unnur Dís Skaptadóttir stundað?

Unnur Dís Skaptadóttir er prófessor í mannfræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa síðustu áratugi einkum beinst að fólksflutningum og að reynslu ólíkra hópa innflytjenda á Íslandi, einkum frá Póllandi og Filippseyjum. Rannsóknirnar hafa fjallað um vinnutengda fl...

category-iconVísindavefurinn

Hvaða þrautir leystu Vopnfirðingar á vísindaveislu Háskólalestarinnar?

Háskólalestin nam staðar í Vopnafirði 15.-16. maí 2015. Í vísindaveislu í félagsheimilinu Miklagarði laugardaginn 16. maí fengu gestir að kynna sér ýmis undur eðlisfræðinnar, klæðast japönskum búningum, læra um sameindir og atóm og taka þátt í tilraunum næringarfræðinga, svo nokkur dæmi séu nefnd. Vísindavefur...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Unnur Birna Karlsdóttir stundað?

Unnur Birna Karlsdóttir er forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi. Hún lauk BA-gráðu í sagnfræði við Háskóla Íslands árið 1992, kennslu- og uppeldisfræði árið 1993, MA-gráðu í sagnfræði árið 1996 og doktorsgráðu í sömu grein við sama skóla árið 2010. BA-rannsókn hennar fjallaði um lög um fó...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Unnur Anna Valdimarsdóttir rannsakað?

Unnur Anna Valdimarsdóttir er prófessor í faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Unnar snúa fyrst og fremst að áföllum og þungbærri lífsreynslu og áhrifum þessara þátta á uppkomu og þróun langvinnra sjúkdóma eins og geðraskana, krabbameina, hjarta- og æðasjúkdóma og sjálfsónæmissjúkdóma. Um er að ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju er fólk á móti fötluðum?

Ég held það sé of mikið sagt að fólk sé á móti fötluðum. Hins vegar búa fatlaðir við neikvæð viðhorf og fordóma sem gera þeim lífið erfitt. Margir líta á fatlaða sem „bagga” á samfélaginu. Fræðimenn vilja rekja slík viðhorf til breyttra þjóðfélagshátta í kjölfar iðnbyltingarinnar (Barnes, Mercer og Shakespeare,...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Arna Hauksdóttir rannsakað?

Arna Hauksdóttir er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beinast að áhrifum áfalla á heilsu og hefur hún unnið faraldsfræðilegar rannsóknir, til dæmis á áhrifum ástvinamissis, efnahagshruns og náttúruhamfara á líðan. Rannsóknir hennar á líðan fyrir og eftir efnahagshrunið 2008 gáfu meðal...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Var eiginmaður Auðar djúpúðgu konungur í Dyflinni?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég hef lesið, að Ólafur, eiginmaður Auðar djúpúðgu, hafi verið konungur eða víkingakonungur í Dublin á Írlandi. Lét hann eitthvað eftir sig þar? Markaði hann einhver spor á Írlandi? Þau Auður áttu væntanlega afkvæmi, syni og dætur, hvað varð um þau? Laxdæla og Landnámabók segja...

category-iconÞjóðfræði

Er einhver munur á trú karla og kvenna á yfirnáttúruleg fyrirbæri?

Samkvæmt könnunum Félagsvísindastofnunar á þjóðtrú Íslendinga og reynslu þeirra af yfirnáttúrulegum fyrirbærum sem framkvæmdar voru á árunum 1974[1], 2006-2007[2] og 2023[3] er (og hefur lengi verið) stór munur milli trúar karla og kvenna á yfirnáttúruleg fyrirbæri. Það sama gildir um reynslu, þar sem konur virðas...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er nýrómantík?

Þegar talað er um nýrómantík í bókmenntum er átt við stefnu sem spratt upp í evrópsku borgarsamfélagi undir lok 19. aldar. Nýrómantíkin er framhald af táknsæisstefnunni (e. symbolism) og var í andstöðu við raunsæi og natúralisma (e. naturalism) sem mikið bar á fyrr á öldinni. Nýrómantíkin var því að mörgu leyti af...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Við hvað starfa þroskasálfræðingar? Hvar er hægt að mennta sig og hvernig fær maður starfsréttindi?

Þroskasálfræði er fjölbreytt grein og þroskasálfræðingar starfa því á margvíslegum sviðum. Sumir vinna alfarið að grunnrannsóknum á þeim breytingum sem verða á huga, heila og hátterni gegnum ævina. Aðrir vinna klínísk störf í þágu barna og ungmenna. Þannig starfa þroskasálfræðingar á barnageðdeildum, eins og B...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna klæjar mann?

Kláði er tilfinning sem kemur fram á ákveðnu svæði á húðinni og vekur hjá fólki löngun til að klóra sér á þessu svæði. Kláði getur stafað af ýmsum orsökum, allt frá þurri húð til krabbameins. Helsta efnasambandið sem kemur við sögu þegar mann klæjar er histamín. Það myndast í svokölluðum mastfrumum undir húðin...

category-iconVísindafréttir

Vísindaveisla í Búðardal

Háskólalestin er lögð af stað og fyrsti áfangastaður hennar í ár var Búðardalur. Í Dalabúð var haldin vísindaveisla laugardaginn 7. maí 2016. Þar fengu Dalamenn að kynnast ýmsum undrum vísindanna, gátu skoðað sig í hitamyndavél, heyrt í syngjandi skál, kynnst efnafræðibrellum, sett saman vindmyllur og skoðað stjör...

category-iconLæknisfræði

Hvað er þvagsýrugigt?

Spurningin í heild hljóðar svona: Hvað er þvagsýrugigt? Af hverju stafar hún? Er hún hættuleg? Hver er meðferðin við henni? Þvagsýrugigt byrjar oftast skyndilega með miklum verkjum og bólgu í einum lið. Sá liður sem oftast verður fyrir barðinu á þessu er fremsti liður stóru táar en aðrir liðir geta átt í hlut, ...

category-iconJarðvísindi

Af hverju falla snjóflóð?

Aðrir spyrjendur eru: Pálmi Þorgeir Jóhannsson, Hjalti Snær, Hákon Gunnarsson, Ingibjörg Egilsdóttir, Eva Sandra og Unnur Rún Sveinsdóttir. Snjóflóðum er gjarnan skipt í tvo flokka: Lausasnjóflóð og flekaflóð. Bæði lausa- og flekaflóð orsakast af því að skerspenna (tog undan halla samsíða hlíðinni vegna þyngdaraf...

category-iconÞjóðfræði

Hefur trú Íslendinga á yfirnáttúrleg fyrirbæri breyst undanfarin ár?

Samkvæmt könnunum Félagsvísindastofnunar á þjóðtrú Íslendinga og reynslu þeirra af yfirnáttúrulegum fyrirbærum sem framkvæmdar voru á árunum 1974[1], 2006-2007[2] og 2023[3] virðist ljóst að trú Íslendinga á flest yfirnáttúruleg fyrirbæri (þar á meðal guð) sé stöðugt að minnka. Í nýjustu könnuninni frá 2023 var...

Fleiri niðurstöður