Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 16 svör fundust
Hver var Claude Lévi-Strauss og hvaða áhrif hafði hann á mannfræðina?
Mannfræðingurinn Claude Lévi-Strauss (1908-2009) var einn af áhrifamestu kenningasmiðum síðustu aldar. Hann lagði í upphafi stund á lögfræði og heimspeki við Sorbonneháskóla, en í kjölfar vettvangsferðar á slóðir Brasilíuindjána hneigðist hugur hans æ meir að mannfræði. Skömmu eftir að hann sneri aftur til Frakkla...
Hvenær voru gallabuxur fyrst búnar til?
Upprunalega spurningin var: Hver er uppruni og saga gallabuxnanna? Gallabuxur eru síðbuxur úr þykku, þéttofnu bómullarefni, oftast bláu. Rekja má sögu gallabuxanna aftur til seinni hluta 19. aldar. Í lok árs 1870 fékk klæðskerinn Jacob Davis í Nevada-fylki í Bandaríkjunum það verkefni að útbúa sterkbyggðar ...
Hver fann upp tannþráðinn?
Ekki er vitað með vissu hvenær menn tóku upp á því að hreinsa á milli tanna sinna, en fornleifafræðingar hafa fundið ummerki um notkun einhvers konar þráðar á tönnum frá forsögulegum tímum. Mögulegt er að dýrahár, til dæmis hrossahár, hafi verið notuð til þess. Bandarískur tannlæknir að nafni Levi Spear Parmly ...
Hvað er strúktúralismi?
Strúktúralismi er rannsóknaraðferð sem á rætur að rekja til kenninga svissneska málvísindamannsins Ferdinands de Saussure (1857-1913). Hann er stundum talinn vera faðir nútíma málvísinda og leitaðist við að útskýra kerfi tungumálsins í stað þess að rekja sögu einstakra mála. Þrjár ályktanir Saussure um tungumál...
Gáta: Hvernig komast mannfræðingarnir rétta leið?
Mannfræðingar tveir héldu til frumskóga Bakteríu þar sem þeir ætluðu að rannsaka ættbálk sem hafði fram að þessu verið einangraður frá umheiminum. Fólkið í ættbálki þessum var sagt búa yfir einstakri góðmennsku og réttsýni og lifði í sátt og samlyndi við umhverfi sitt. Það var einnig þeim eiginleikum búið að geta ...
Er eitthvert sannleikskorn í grísku goðsögunum?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Getur verið að eitthvert sannleikskorn sé í grísku goðsögunum? Ef já, hverjum og hvers vegna? (Kristinn Hróbjartsson) Af hverju voru Grikkir svo uppteknir af hetjusögum? Var stuðst við einhverjar heimildir um það að hetjurnar hafi verið til? (Kristinn Hróbjartsson) Voru Her...
Hvað er menningarmannfræði og félagsmannfræði?
Mannfræði fæst við mannskepnuna sem lífveru, menningarveru og félagsveru. Þetta blandast þó ætíð og eru menningarmannfræði og félagsmannfræði reyndar svo nátengdar greinar að erfitt er að greina á milli. Menningarmannfræði fæst einkum við hvernig maðurinn hefur í sig og á, þau verkfæri sem hann notar, hvernig han...
Margir segja að ekkert sé ókeypis í heiminum, en er súrefni ekki örugglega ókeypis?
Frasinn „Það er ekki til neitt sem heitir ókeypis hádegisverður“ (e. There ain't no such thing as a free lunch) varð alþekktur í hinum vestræna heimi og víðar þegar samnefnd bók kom út eftir hagfræðinginn Milton Friedman árið 1975. Áður hafði frasinn verið vel kunnur í Bandaríkjunum. Merking frasans er sú að öl...
Hver fann upp fyrstu vekjaraklukkuna og hvenær var það?
Vekjaraklukkur eru þarfaþing og ljóst að margir gætu ekki lifað án þeirra, eða allavega ekki með góðu móti vaknað á réttum tíma án þeirra. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni About.com fundu Forngrikkir upp nokkurs konar vekjaraklukku í kringum árið 250 f.Kr. Til þess nýttu þeir sér þekkingu sína á sjávarföllum....
Af hverju keppa karlar og konur ekki við hvert annað í skák?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Af hverju keppa karlar og konur ekki saman í skák? Skák er hugaríþrótt og þar ættu líkamsburðir ekki að gefa forskot, er annað kynið þá heimskara en hitt að mati skáksambanda? Á mótum eins og Ólympíuskákmótum, sem er liðakeppni, heimsmeistaramótum og landsmótum, ti...
Hver var Clifford Geertz og hvert var framlag hans til vísindanna?
Frá upphafi hefur mannfræði lagt áherslu á hugtakið menningu (e. culture) sem huglægt greiningartæki og rannsakað merkingu þess og hinar ýmsu birtingarmyndir. Bandaríski mannfræðingurinn Clifford Geertz er hvað þekktastur fyrir hugmyndir sínar, umfjallanir og útskýringar á þessu hugtaki, en hann leit svo á að menn...
Hver var Simone de Beauvoir og hvert var framlag hennar til heimspekinnar?
Simone de Beauvoir (1908-1986) var franskur heimspekingur, rithöfundur og femínisti. Rit hennar Hitt kynið sem kom út árið 1949 er í hópi áhrifamestu bóka 20. aldar og er talið hafa átt stóran þátt í að hrinda af stað því sem kallað er „önnur bylgja“ femínismans. Beauvoir gaf út skáldverk, heimspekirit og rit um s...
Hver var A.R. Radcliffe-Brown?
Alfred Reginald Radcliffe-Brown (1881-1955) er einn áhrifamesti mannfræðingur sem uppi hefur verið. Hann var helsti forvígismaður virknishyggju (structural-functionalism) innan mannfræðinnar og einn helsti kenningasmiður greinarinnar. Ef segja má að Bronislaw Malinowski hafi lagt grunninn að breskri mannfræði með ...
Hvenær hrygna tegundirnar þorskur, ýsa, ufsi, loðna og síld?
Af þorskfiskum sem hér er spurt um er ufsinn (Pollachius virens) fyrstur til að hrygna. Hrygningin hefst seinni hluta janúarmánaðar, nær hámarki í febrúar og er að langmestu lokið um miðjan mars. Hrygningarsvæði ufsans hér við land nær frá Lónsvík á Suðausturlandi og vestur til Látrarbjargs, en meginhrygningarsvæð...
Hvað getið þið sagt mér um eldstöðvakerfið sem kennt er við Fagradalsfjall?
Fagradalsfjallskerfið er fyrst nefnt hjá Mary Gee.[1] Hún dregur fram öll helstu einkenni þess, en það er um flest ólíkt öðrum eldstöðvakerfum á Reykjanesskaga. Kerfið er um fimm kílómetra breitt á milli Svartsengis- og Krýsuvíkurkerfanna. Lengdin er um 15 kílómetrar milli Keilis í norðaustri og Húsafjalls í suðve...