Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er strúktúralismi?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Strúktúralismi er rannsóknaraðferð sem á rætur að rekja til kenninga svissneska málvísindamannsins Ferdinands de Saussure (1857-1913). Hann er stundum talinn vera faðir nútíma málvísinda og leitaðist við að útskýra kerfi tungumálsins í stað þess að rekja sögu einstakra mála.

Þrjár ályktanir Saussure um tungumálið mynda kjarna strúktúralismans:
  • Kerfiseðli tungumálsins.
  • Hugmyndin um venslahlutverk tungumálsins, þar sem einingar málsins öðlast merkingu vegna vensla við aðrar einingar.
  • Táknið er tilfallandi eining, það er ekki eðlislægt að tiltekin orðmynd vísi til ákveðins hlutar eða hugtaks.

Strúktúralismi í bókmenntafræðum rannsakar bókmenntir og texta sem kerfi og reynir að komast að því hvaða lögmál liggja kerfinu til grundvallar. Rússneski málvísindamaðurinn Roman Jakobson notaði orðið strúktúralismi í þessum skilningi fyrstur manna árið 1929.

Önnur ályktun Saussure kveður á um það að einingar innan kerfisins öðlist aðeins merkingu vegna vensla við aðrar einingar. Einingin er merkingarlaus ein og sér en tengslin gefa henni merkingu. Þetta má útskýra með stuttri frásögn og afar einfaldri strúktúralískri greiningu á henni:
Faðir og sonur deila um rauðan borðdúk og sonurinn rýkur út í fússi. Á förnum vegi hittir hann farandleikara og flökkulýð. slæst í för með þeim og gerist trúður. Leikflokkurinn setur upp sýningar og rekur spilavíti í undirheimum borgarinnar. Nokkrum árum síðar ranglar örvæntingarfullur faðirinn inn á eina sýninguna og þekkir þar son sinn á bakvið trúðsfarðann. Þeir fallast í faðma og sættast. Síðan fylgir sonurinn föður sínum heim, lærir klæðskeraiðn og tekur við fjölskyldufyrirtækinu.
Strúktúralísk greining á þessari sögu gæti verið á þessa leið: Deila föður og sonar táknar uppreisn hins lága gegn hinu háa. Hið lága hrapar enn neðar þegar það leikur trúð í undirheimum. Hið háa mætir um síðir hinu lága og sættir nást sem tákngerast í því að hið lága og háa fylgjast saman heim. Þar verða síðan hlutverkaskipti sem voru boðuð með uppreisninni í upphafi sögunnar og hið lága tekur við af hinu háa og verður yfirskipað föðurnum.

Strúktúralísk greining skiptir sér ekkert af einingum sögunnar heldur aðeins innbyrðis tengslum þeirra. Engu hefði skipt þó sagan fjallaði um deilur móður og dóttur, þá hefði móðirin táknað hið háa og dóttirin hið lága. Og sagan hefði allt eins getað verið í dæmisagnastíl eins og sögur Esóps og fjallað um lítinn snigil sem félli ofan í fúlan pytt og væri veiddur upp af ljóni. Í strúktúralískri greiningu skiptir innihald sögunnar ekki máli heldur aðeins formgerðin. Svo lengi sem venslin milli eininganna haldast er í raun alltaf um sömu söguna að ræða.

Þessu er ólíkt farið þegar öðrum greiningaraðferðum er beitt. Sálfræðileg rýni myndi leggja mikla merkingu í það að í sögunni takast á faðir og sonur. Deilur á milli móður og dóttur, hvað þá milli ljóns og snigils, hefðu allt aðra merkingu. Í sálfræðilegri rýni skipta einingarnar þess vegna máli og þær fela í sér ákveðin gildi sem standa fyrir utan söguna.

Einnig er vert að benda á að sem greiningaraðferð skiptir það strúktúralismann litlu máli hvort textarnir sem eru til umfjöllunar séu 'góðar' eða 'slæmar' bókmenntir. Það eru engir gildisdómar innifaldir í strúktúralískri greiningu. Strúktúralisma var mikið beitt á stutta, einfalda texta sem eru líkir innbyrðis, eins og til dæmis þjóðsögur.

Þriðja athugun Saussure segir að táknið sé tilfallandi eining. Með því er átt við að það er ekki eðlislægt samband á milli hljóðmyndar eða orðs og þess fyrirbæris sem vísað er til. Það er ekki sjálfgefið að hljóðmyndin selur vísi til dýrsins sels, allt önnur hljóðmynd gæti verið notuð yfir dýrið.

Forsendurnar tvær um venslahlutverk tungumálsins og það að táknið sé tilfallandi eining kalla á forsenduna um kerfiseðli tungumálsins um leið og þær grafa undan henni. Af því að merkingareigindir verða til vegna vensla og þær eru tilfallandi þá þarf strúktúralískt kerfi til þess að greina þær: Við þurfum að búa til kerfið til þess að gefa einingunum merkingu. En vegna þess að táknið er tilfallandi eining og merkingin verður til vegna vensla er alltaf hægt að endurmynda ótal mörg annars konar kerfi úr sömu einingum. Þannig felur myndun kerfisins sem gefur einingunum merkingu í sér sífellda afbyggingu á sama kerfi og þar með tilurð annars konar merkingar.

Það hefði allt eins verið hægt að mynda annars konar kerfi úr sögunni hér að ofan ef við hefðum raðað öðrum einingum sögunnar saman, til að mynda syninum og rauða dúknum, föðurnum og spilavítinu, leikflokknum og klæðskeraiðn og spilavíti og rauðum dúk.

Margir benda á að vegna þessarar innbyggðu afbyggingar feli strúktúralisminn í sér þá gagnrýni sem að honum hefur beinst í formi póststrúktúralismans. Í þeirri gagnrýni felst fyrst og fremst andóf gegn andstæðuhugsun og tvenndakerfum sem eru höfuðeinkenni strúktúralismans.

Þeir sem vilja kynna sér strúktúralisma frekar er bent á eftirfarandi rit og greinar:
  • Roland Barthes, “The Structuralist Activity”, í Critical Essays, Northwestern University Press, Evanston, 1972.
  • Roman Jakobson og Claude Lévi-Strauss, “Charles Baudelaire’s ‘Les Chats’”, í Introduction to Structuralism (ed. Michael Lane), Basic Books, New York, 1970.
  • Vladimir Propp, Theory and History of Folklore, Manchester Press, Manchester, 1984.
  • Claude Lévi-Strauss, Structural Anthropology, Penguin, Harmondsworth, 1977.
  • Tzvetan Todorov, The Fantastic: A Structural Approach to a Literary Genre, Cornell University Press, Ithaca, 1987.

Heimildir:
  • Terry Eagleton, Literary Theory: An Introduction, Blackwell Publishers, Oxford, 1983.
  • Michael Groden og Martin Kreiswirth (ritstj.), The John Hopkins Guide to Literary Theory & Criticism, John Hopkins University Press, Baltimore og London, 1994.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.4.2004

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er strúktúralismi?“ Vísindavefurinn, 20. apríl 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4158.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2004, 20. apríl). Hvað er strúktúralismi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4158

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er strúktúralismi?“ Vísindavefurinn. 20. apr. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4158>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er strúktúralismi?
Strúktúralismi er rannsóknaraðferð sem á rætur að rekja til kenninga svissneska málvísindamannsins Ferdinands de Saussure (1857-1913). Hann er stundum talinn vera faðir nútíma málvísinda og leitaðist við að útskýra kerfi tungumálsins í stað þess að rekja sögu einstakra mála.

Þrjár ályktanir Saussure um tungumálið mynda kjarna strúktúralismans:
  • Kerfiseðli tungumálsins.
  • Hugmyndin um venslahlutverk tungumálsins, þar sem einingar málsins öðlast merkingu vegna vensla við aðrar einingar.
  • Táknið er tilfallandi eining, það er ekki eðlislægt að tiltekin orðmynd vísi til ákveðins hlutar eða hugtaks.

Strúktúralismi í bókmenntafræðum rannsakar bókmenntir og texta sem kerfi og reynir að komast að því hvaða lögmál liggja kerfinu til grundvallar. Rússneski málvísindamaðurinn Roman Jakobson notaði orðið strúktúralismi í þessum skilningi fyrstur manna árið 1929.

Önnur ályktun Saussure kveður á um það að einingar innan kerfisins öðlist aðeins merkingu vegna vensla við aðrar einingar. Einingin er merkingarlaus ein og sér en tengslin gefa henni merkingu. Þetta má útskýra með stuttri frásögn og afar einfaldri strúktúralískri greiningu á henni:
Faðir og sonur deila um rauðan borðdúk og sonurinn rýkur út í fússi. Á förnum vegi hittir hann farandleikara og flökkulýð. slæst í för með þeim og gerist trúður. Leikflokkurinn setur upp sýningar og rekur spilavíti í undirheimum borgarinnar. Nokkrum árum síðar ranglar örvæntingarfullur faðirinn inn á eina sýninguna og þekkir þar son sinn á bakvið trúðsfarðann. Þeir fallast í faðma og sættast. Síðan fylgir sonurinn föður sínum heim, lærir klæðskeraiðn og tekur við fjölskyldufyrirtækinu.
Strúktúralísk greining á þessari sögu gæti verið á þessa leið: Deila föður og sonar táknar uppreisn hins lága gegn hinu háa. Hið lága hrapar enn neðar þegar það leikur trúð í undirheimum. Hið háa mætir um síðir hinu lága og sættir nást sem tákngerast í því að hið lága og háa fylgjast saman heim. Þar verða síðan hlutverkaskipti sem voru boðuð með uppreisninni í upphafi sögunnar og hið lága tekur við af hinu háa og verður yfirskipað föðurnum.

Strúktúralísk greining skiptir sér ekkert af einingum sögunnar heldur aðeins innbyrðis tengslum þeirra. Engu hefði skipt þó sagan fjallaði um deilur móður og dóttur, þá hefði móðirin táknað hið háa og dóttirin hið lága. Og sagan hefði allt eins getað verið í dæmisagnastíl eins og sögur Esóps og fjallað um lítinn snigil sem félli ofan í fúlan pytt og væri veiddur upp af ljóni. Í strúktúralískri greiningu skiptir innihald sögunnar ekki máli heldur aðeins formgerðin. Svo lengi sem venslin milli eininganna haldast er í raun alltaf um sömu söguna að ræða.

Þessu er ólíkt farið þegar öðrum greiningaraðferðum er beitt. Sálfræðileg rýni myndi leggja mikla merkingu í það að í sögunni takast á faðir og sonur. Deilur á milli móður og dóttur, hvað þá milli ljóns og snigils, hefðu allt aðra merkingu. Í sálfræðilegri rýni skipta einingarnar þess vegna máli og þær fela í sér ákveðin gildi sem standa fyrir utan söguna.

Einnig er vert að benda á að sem greiningaraðferð skiptir það strúktúralismann litlu máli hvort textarnir sem eru til umfjöllunar séu 'góðar' eða 'slæmar' bókmenntir. Það eru engir gildisdómar innifaldir í strúktúralískri greiningu. Strúktúralisma var mikið beitt á stutta, einfalda texta sem eru líkir innbyrðis, eins og til dæmis þjóðsögur.

Þriðja athugun Saussure segir að táknið sé tilfallandi eining. Með því er átt við að það er ekki eðlislægt samband á milli hljóðmyndar eða orðs og þess fyrirbæris sem vísað er til. Það er ekki sjálfgefið að hljóðmyndin selur vísi til dýrsins sels, allt önnur hljóðmynd gæti verið notuð yfir dýrið.

Forsendurnar tvær um venslahlutverk tungumálsins og það að táknið sé tilfallandi eining kalla á forsenduna um kerfiseðli tungumálsins um leið og þær grafa undan henni. Af því að merkingareigindir verða til vegna vensla og þær eru tilfallandi þá þarf strúktúralískt kerfi til þess að greina þær: Við þurfum að búa til kerfið til þess að gefa einingunum merkingu. En vegna þess að táknið er tilfallandi eining og merkingin verður til vegna vensla er alltaf hægt að endurmynda ótal mörg annars konar kerfi úr sömu einingum. Þannig felur myndun kerfisins sem gefur einingunum merkingu í sér sífellda afbyggingu á sama kerfi og þar með tilurð annars konar merkingar.

Það hefði allt eins verið hægt að mynda annars konar kerfi úr sögunni hér að ofan ef við hefðum raðað öðrum einingum sögunnar saman, til að mynda syninum og rauða dúknum, föðurnum og spilavítinu, leikflokknum og klæðskeraiðn og spilavíti og rauðum dúk.

Margir benda á að vegna þessarar innbyggðu afbyggingar feli strúktúralisminn í sér þá gagnrýni sem að honum hefur beinst í formi póststrúktúralismans. Í þeirri gagnrýni felst fyrst og fremst andóf gegn andstæðuhugsun og tvenndakerfum sem eru höfuðeinkenni strúktúralismans.

Þeir sem vilja kynna sér strúktúralisma frekar er bent á eftirfarandi rit og greinar:
  • Roland Barthes, “The Structuralist Activity”, í Critical Essays, Northwestern University Press, Evanston, 1972.
  • Roman Jakobson og Claude Lévi-Strauss, “Charles Baudelaire’s ‘Les Chats’”, í Introduction to Structuralism (ed. Michael Lane), Basic Books, New York, 1970.
  • Vladimir Propp, Theory and History of Folklore, Manchester Press, Manchester, 1984.
  • Claude Lévi-Strauss, Structural Anthropology, Penguin, Harmondsworth, 1977.
  • Tzvetan Todorov, The Fantastic: A Structural Approach to a Literary Genre, Cornell University Press, Ithaca, 1987.

Heimildir:
  • Terry Eagleton, Literary Theory: An Introduction, Blackwell Publishers, Oxford, 1983.
  • Michael Groden og Martin Kreiswirth (ritstj.), The John Hopkins Guide to Literary Theory & Criticism, John Hopkins University Press, Baltimore og London, 1994.

...