Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 38 svör fundust
Hver er Eric Hobsbawm og hvert er hans framlag til sagnfræðinnar?
Eric Hobsbawm er af gyðingaættum, fæddur árið 1917 í Alexandríu í Egyptalandi þar sem faðir hans var í þjónustu breska heimsveldisins. Hann missti foreldra sína á unga aldri en ólst upp í Vín og Berlín hjá ættingjum sem tóku hann í fóstur. Í kjölfar valdatöku nasista í Þýskalandi 1933 fluttist hann ásamt ættingjun...
Hver er uppruni íslenska spaðafaldsins eða skauts í íslenska faldbúningnum?
Spaðafaldurinn er frá seinni hluta 18. aldar. Á vef Þjóðbúningaráðs er honum lýst svona: Hann var úr hvítu lérefti sem var nælt með títuprjónum yfir pappa eða vír. Spaðinn var breiðastur fremst og mjókkaði aftur og niður í faldfótinn sem var festur við litla lérefts- eða prjónahúfu. Utan um faldfótinn og húfuna va...
Hvað merkir menningararfleifð?
Spyrjandi bætir við: Hvað þarf að líða langur tími áður en eitthvað fyrirbrigði verður menningararfleifð? Menning á sér tvenna merkingu: Annars vegar er orðið notað á gildishlaðinn hátt um það besta sem hugsað og sagt hefur verið, og hins vegar nær það yfir það sem tiltekinn hópur fólks gerir. Í fyrri merkingunn...
Getið þið sagt mér eitthvað um iðnbyltinguna?
Á 16.-18. öld voru ýmis samfélög á stigi foriðnvæðingar (e. proto-industrialization) sem einkenndist af fólksfjölgun og aukinni handverksgerð í sveitum. Þar sem markaðsviðskipti bænda fóru vaxandi án þess að tekjur þeirra ykjust á sama tíma er einnig stundum rætt um iðjusemisbyltingu (e. industrious revolution). Þ...
Hvers konar glæpi fremja konur? Er það rétt að konur beiti maka sína stundum ofbeldi?
Konur fremja að jafnaði ekki nema um 10-20 prósent af öllum afbrotum þegar skoðaðar eru opinberar afbrotaskýrslur. Hlutfallið er þó breytilegt eftir brotaflokkum. Afbrot kvenna tengjast yfirleitt minniháttar auðgunarbrotum einsog hnupli, þjófnaði, skjalafalsi eða svokölluðum afbrotum án þolenda (e. victimless ...
Hvað eru lofkvæði?
Lofkvæði eru einfaldlega kvæði með lofi eða hrósi um einhvern. Í hugtakasafninu Hugtök og heiti í bókmenntafræði er ekki sérstök færsla um lofkvæði heldur vísað á hugtakið dróttkvæði. Dróttkvæði eru iðulega flokkuð eftir efni og einn flokkur þeirra er hirðkvæði sem eru lofkvæði um höfðingja, en orðið drótt merk...
Hver er uppruni orðanna hjónaband og hjón? Eru til skyld orð í öðrum tungumálum?
Orðið hjón er til í einhverri mynd í flestum Norðurlandamálum. Í færeysku er til hjún, í eldri nýnorsku hjon, hjun, eldri sænsku hjon 'maki; þjónn', forndönsku hjøn. Orðin eru samgermönsk. Í fornháþýsku voru til orðmyndirnar hiuuin, hiwen, hiun í merkingunni 'hjúskaparaðili' og í fornensku hiwa (í eignarfalli hina...
Mig bráðvantar herslumun, hvar finn ég hann?
Herslumunur er samsett orð úr hersla ‘herðing, það að herða; áreynsla’ og munur ‘mismunur, breyting’. Hér vantar aðeins herslumuninn. Herslumunur er notað um smávegis átak til viðbótar svo að unnt sé að ljúka einhverju. Það er mjög oft notað í sambandinu það vantar aðeins/ekki nema herslumuninn og er þá átt...
Hvað er Mach 1,0 mikill hraði í kílómetrum á klukkustund?
Mach-talan heitir eftir austurríska heimspekingnum og eðlisfræðingnum Ernst Mach (1838-1916). Hún er jöfn hlutfallinu milli hraða hlutar miðað við straumefni og hraða hljóðs í sama efni, en straumefni er sameiginlegt heiti um það sem í daglegu tali kallast annars vegar vökvi og gas eða lofttegund. Hraði hlutarins ...
Eru kynferðisbrotamenn síbrotamenn?
Samkvæmt rannsókn sem gerð var hér á landi árið 2001 (sjá heimild) á ítrekunartíðni var tíðnin almennt lægst hjá þeim sem sátu í fangelsi fyrir kynferðisbrot. Ítrekunartíðni var mæld eftir aðalbroti sem refsað var fyrir. Fimm tegundir brota voru bornar saman:fjármunabrotmanndráp og líkamsmeiðingarkynferðisbrotfíkn...
Skiptir máli varðandi endurhæfingu fanga hvar þeir afplána dóm sinn hér á landi?
Spurningin var svona í heild: Eru til tölur um það hvort menn komi út sem betri einstaklingar þegar þeir koma út af t.d. Kvíabryggju en t.d. Hrauninu? Ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um það hvort að brotamenn hér á landi komi frekar út sem betri einstaklingar eftir að hafa setið í tilteknum fangelsum. Málið ...
Geta tilskipanir ESB tekið gildi á Íslandi án þess að vera samþykktar af hérlendum yfirvöldum?
Í 7. grein EES-samningsins er kveðið á um skyldu Íslands og annarra EFTA/EES-ríkja til að taka afleidda löggjöf Evrópusambandsins, reglugerðir og tilskipanir, upp í landsrétt sinn á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær til. Engar gerðir Evrópusambandsins verða þó skuldbindandi að íslenskum rétti nema með samþykki ...
Hvað er rúmfræði?
Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er rúmfræði sú fræðigrein sem fæst við lögun hlutanna og stærð, einkum rúmmálsfræði og flatarmálsfræði. Ef við leitum út fyrir landsteinana þá segir orðabók Websters að rúmfræði sé (í lauslegri þýðingu minni) grein stærðfræði sem fæst við mælingar, eiginleika og tengsl lína, punkta,...
Kúka hvalir?
Já, vissulega „kúka“ hvalir líkt og önnur spendýr. Reyndar er það sameiginlegt öllum lífverum að losa sig við úrgang. Saurlát hvala er í reynd afskaplega mikilvægt fyrir vistkerfi sjávar, meðal annars með dreifingu næringarefna upp í efri lög sjávar. Næringarefnin eru mikilvæg ljóstillífandi lífverum líkt og g...
Hverjir fengu Nóbelsverðlaunin í efnafræði 2014 og fyrir hvað voru verðlaunin veitt?
Nóbelsverðlaunin í efnafræði (eðlisefnafræði) árið 2014 féllu í skaut þriggja vísindamanna. Þeir eru Eric Betzig vísindamaður við Janelia-rannsóknastöð Howard Hughes-stofnunarinnar fyrir læknisfræði í Virginíufylki í Bandaríkjunum, Stefan W. Hell vísindamaður og forstöðumaður Max Planck-stofnunarinnar fyrir lífeðl...