Nú vil eg það ráð gefa, að þú vakir í nótt og yrkir lofkvæði um Eirík konung; þætti mér þá vel, ef það yrði drápa tvítug og mættir þú kveða á morgun, er við komum fyrir konung. Svo gerði Bragi, frændi minn, þá er hann varð fyrir reiði Bjarnar Svíakonungs, að hann orti drápu tvítuga um hann eina nótt og þá þar fyrir höfuð sitt; nú mætti vera, að vér bærum gæfu til við konung, svo að þér kæmi það í frið við konung.

Egill Skallagrímsson orti Höfuðlausn um Eirík blóðöx (d. 954). Á myndinni sést peningur Eiríks blóðaxar, á honum stendur Eric Rex eða Eiríkur konungur.
- Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík, 1983.
- Egils saga. (Skoðað 5.12.2014).
- Eric Bloodaxe - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 5.12.2014).