Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 20 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvað hefur Bandaríkjaforseti í árslaun?

Bandaríkjaforseti hefur 400.000 dali í árslaun eða sem samsvarar um 29 milljónum íslenskra króna, þegar þetta er skrifað í mars 2004. Auk þess fylgja starfinu nokkur fríðindi, svo sem Hvíta húsið sem embættisbústaður, sumarbústaður í Camp David, einkaþota af stærstu gerð og brynvarinn Cadillac. Hvíta húsið er ...

category-iconHugvísindi

Hverjir aðrir en Bandaríkjaforseti höfðu vald yfir kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna á fyrri hluta kalda stríðsins?

Bandaríkjaforseti var sá eini, sem hafði úrslitavald um beitingu kjarnorkuvopna, en það var í verkahring framkvæmdastjórnar Kjarnorkustofnunar Bandaríkjanna, Atomic Energy Comission, að hafa vald yfir slíkum vopnum og eftirlit með framleiðslu þeirra. Eftir seinni heimsstyrjöld sá Harry S. Truman (1884-1972), Ba...

category-iconStjórnmálafræði

Hvaða rannsóknir hefur Valur Ingimundarson stundað?

Valur Ingimundarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans eru á sviði samtímasögu og tengjast einkum alþjóðastjórnmálum, utanríkismálum, öryggismálum, kalda stríðinu, samspili stjórnmála og laga, sögu og minni og fasisma og popúlisma. Hann hefur meðal annars fjallað um stjórnmálasamskipti B...

category-iconLæknisfræði

Hvers konar lyf á að hafa læknað Bandaríkjaforseta af COVID-19?

Bandaríkjaforseti mun hafa verið meðhöndlaður með tilraunalyfinu REGN-COV2 en hann fékk líka annars konar meðferð. Samkvæmt bestu heimildum var hann líka meðhöndlaður með remdesivír sem farið er að nota við COVID-19 með nokkuð góðum árangri. Hann mun einnig hafa fengið barkstera sem er einnig farið að gefa illa ve...

category-iconFélagsvísindi

Hver er merkasti leiðtogi breska Íhaldsflokksins?

Flestir munu verða sammála um það að merkustu leiðtogar breska Íhaldsflokksins á 20. öld hafi verið þau Winston Churchill (1874-1965) og Margrét Thatcher (f. 1925). Churchill sýndi hugrekki og staðfestu þegar hann tók við forystu Íhaldsflokksins og forsætisráðherraembættinu, þegar flest var Bretum mótdrægt vorið 1...

category-iconHugvísindi

Hverjir hafa fengið friðarverðlaun Nóbels og þá fyrir hvað?

Þegar þetta er skrifað (árið 2002) eru 101 ár síðan friðarverðlaun Nóbels voru veitt í fyrsta sinn. Að vísu hefur það gerst 19 sinnum að verðlaunin væru ekki veitt, en á móti kemur að 25 sinnum hefur þeim verið skipt á milli tveggja og einu sinni milli þriggja. Alls eru því 109 aðilar sem hafa fengið þau í tímans ...

category-iconHugvísindi

Hver voru helstu atriði Versalasamninganna og hvers vegna stuðluðu þeir ekki að varanlegum friði eins og stefnt var að?

Í svarinu verður fyrst og fremst fjallað um Versalasamningana eins og þeir snertu Þýskaland. Versalir er lítil borg 22 km suður af París. Í janúar 1919 flykktust þangað prúðbúnir leiðtogar sigurvegaranna í heimsstyrjöldinni fyrri til skrafs og ráðagerða um frið við Þýskaland sem ásamt bandamönnum sínum hafði b...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Til hvers voru menn sendir til tunglsins?

Eftir umfangsmiklar kannanir á tunglinu á sjöunda áratugnum, sem meðal annars fólu í sér nákvæma kortlagningu yfirborðsins og fimm lendingar ómannaðra geimfara, sendu Bandaríkjamenn níu mönnuð geimför til tunglsins. Fyrsta mannaða geimfarið sem fór á braut um tunglið var Apollo 8., sem flaug í desember 1968, og va...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna hafa Bandaríkin stutt Ísrael eins og raun ber vitni, meðan mörg önnur ríki fordæma brot Ísraels á alþjóðasamþykktum?

Stuðning Bandaríkjanna við Ísrael má skýra að miklu leyti með hinum miklu áhrifum, sem fólk af Gyðingaættum hefur í Bandaríkjunum, ekki síst í fjölmiðlum og stjórnmálum. Bandarískum Gyðingum hefur vegnað þar mjög vel. Það virðist vera svo erfitt að öðlast stjórnmálaframa í Bandaríkjunum í óþökk Gyðinga, að enginn ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er gullfótur og hverjir eru kostir hans og gallar?

Sagt er að gjaldmiðill sé á gullfæti ef að baki hans er gullforði þannig að sérhver peningaseðill eða mynt er í reynd ávísun á tiltekið magn af gulli. Hugsum okkur til dæmis að ríki nokkuð eigi eitt tonn af gulli og að gjaldmiðill þess, sem við getum kallað skildinga, sé á gullfæti. Gefum okkur enn fremur að hver ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað hefði gerst ef Evrópusambandið hefði ekki verið stofnað?

Síðla árs 2012 hlaut Evrópusambandið friðarverðlaun Nóbels. Það val vakti víða undrun. Ekki hafði sambandinu tekist að stilla til friðar á Balkanskaga, í eigin bakgarði, þegar blóðug átök blossuðu þar upp eftir hrun kommúnismans 1989. Ekki hafði sambandið haft úrslitaáhrif um þau straumhvörf, þegar helmingur Evróp...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Af hverju eru Sádi-Arabar svona ríkir og hvaða þátt eiga Bandaríkjamenn í því?

Ibn Saud (1875-1953) var höfuð Sádi-fjölskyldunnar. Hann stofnaði konungsríkið Sádi-Arabíu 23. september 1932. Þá var endir bundinn á mikla styrjöld sem geisaði hafði milli Ibn Saud og andstæðinga hans í Arabíu. Styrjöldina vann Ibn Saud með með stuðningi frá breska heimsveldinu. Árið 1938 fundust miklar olíuli...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvers vegna var Hitler valinn maður ársins?

Adolf Hitler var valinn maður ársins af bandaríska tímaritinu Time árið 1938. Það kann að koma mönnum spánskt fyrir sjónir að Hitler hafi hlotið slíka útnefningu en hafa þarf í huga að hún var ekki hugsuð sem verðlaun og henni fylgdi enginn sérstakur heiður. 'Maður ársins' samkvæmt Time er sá einstaklingur/-ar (eð...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju hefur enginn stigið fæti á tunglið í hálfa öld?

Fjölmargir hafa sent Vísindavefnum spurningar um það af hverju svo langt er um liðið síðan menn fóru síðast til tunglsins. Á meðal spurninga sem þessu tengjast eru: Hversu oft hafa menn farið til tunglsins? Ef bara einu sinni 1969, af hverju hafa menn ekki farið aftur? Af hverju hefur enginn stigið á tunglið ...

category-iconHugvísindi

Um hvað snerist Kúbudeilan?

Í stuttu máli snerist Kúbudeilan um vígbúnaðarkapphlaup og pólitískt stolt risaveldanna. Þau áttu bágt með að gefa eftir þegar deilan hafði náð ákveðnu stigi og eins hafa ýmsir fræðimenn fullyrt að Nikita Krúséff Sovétleiðtogi hafi teflt djarfan leik til að styrkja sig í sessi eftir ýmis pólitísk vonbrigði heima o...

Fleiri niðurstöður