Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 361 svör fundust

category-iconHeimspeki

Af hverju þurfa menn að heita eitthvað? Af hverju ekki bara þú, hún eða hann?

Þegar við tölum um hluti og segjum eitthvað um þá, til dæmis „þessi bíll þarna er Volvo“, þurfum við að vísa til þeirra. Þannig tengjum við orð okkar og hugsanir við raunveruleikann, og tryggjum að það sé þessi hlutur en ekki einhver annar sem verið er að tala um. Tungumálið hefur yfir ýmiss konar orðum að ráða...

category-iconHeimspeki

Hver var Bertrand Russell og hvert var framlag hans til fræða og vísinda?

Bertrand Russell (1872–1970) var breskur heimspekingur, rökfræðingur og stærðfræðingur, og einn af frumkvöðlum rökgreiningarheimspekinnar ásamt Gottlob Frege, Ludwig Wittgenstein, G.E. Moore og fleirum. Á langri og viðburðaríkri ævi setti Russell fram gífurlega áhrifamiklar kenningar í rökfræði, málspeki, þekkinga...

category-iconHeimspeki

Er hægt að lýsa lit?

Sú fullyrðing að eitthvað sé öldungis ólýsanlegt er bæði algeng og hversdagsleg. Stundum segjum við að eitthvað sé ólýsanlegt vegna þess hversu stórfenglegt, einstakt, flókið eða óviðjafnanlegt það er. Stundum notum við líka þetta orðalag um fyrirbæri sem viðmælandinn hefur aldrei upplifað sjálfur. Ef einhver reyn...

category-iconHeimspeki

Þróast vestræn vísindi í átt að yogaheimspeki? Ef svo er hve langt er í það að þessi vísindi nái saman?

Aðferð vestrænna vísinda og hugmynd þeirra um viðfangsefni sín eru allar aðrar en yogaheimspekinnar indversku. Ýmsir hafa orðið til að benda á samsvörun í niðurstöðum vísindalegra athugana og þess kerfis sem vísindin hafa smíðað um heiminn annars vegar og helgisagna og heimshugmynda austrænna siða hins vegar. ...

category-iconHugvísindi

Hvaða augum litu Forn-Grikkir myndlist?

Svo virðist sem forngrískir myndlistarmenn hafi verið í miklum metum, að minnsta kosti þeir sem sýndu mikla hæfileika. Frægastur allra forngrískra myndlistarmanna er án efa Pólýgnótos frá Þasos sem var uppi á 5. öld fyrir okkar tímatal. Hann var vinur aþenska stjórnmálamannsins Kímons. Sagan segir að Pólýgnótos ha...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er merkingin í viðskeytunum -ismi og -isti, samanber módernismi og póstmódernisti?

Viðskeytin –ismi og –isti bera sjálf enga merkingu en þau setja þau orð sem þeim er skeytt við í ákveðna merkingarflokka. Viðskeytið –ismi er ekki virkt til nýmyndunar í íslensku en það er notað við aðlögun tökuorða sem borist hafa hingað úr dönsku með viðskeytinu –isme eða úr ensku með viðskeytinu –ism. Þannig tá...

category-iconStærðfræði

Hvað er óreiða í stærðfræði?

Í stærðfræði og tengdum greinum getur hugtakið óreiða (e. entropy) vísað til nokkurra mismunandi hluta. Í upplýsingafræði er til dæmis talað um upplýsingaóreiðu sem er mat á lágmarksfjölda já/nei svara sem kóða ákveðnar upplýsingar. Miklar hagnýtingar felast í þessu þar sem upplýsingaóreiðan segir til um lágmarksf...

category-iconLæknisfræði

Hverjir voru helstu sjúkdómar á Íslandi á landnámsöld?

Áður en ráðist er í að svara þessari spurningu er mikilvægt að huga að því hvaðan við fáum upplýsingar um sjúkdóma í fornum samfélögum. Annars vegar geta ritaðar heimildir veitt innsýn í sjúkdóma til forna, bæði beinar lýsingar á sjúkdómseinkennum og mannlýsingar sem vísa í hugsanleg sjúkdómseinkenni. Við þetta mæ...

category-iconTölvunarfræði

Hvenær kom fyrsta tölvan til Íslands?

Fyrsta tölvan sem kom til Íslands var af gerðinni IBM 1620. Þetta var í september 1963. Ottó A. Michelsen, forstjóri fyrirtækisins Skrifstofuvélar, fékk því framgengt að tölva þessi, sem IBM var að senda til Finnlands, fékk að hafa viðkomu í Reykjavík um tíma. Var hún sett upp í húsakynnum Skrifstofuvéla á Klappar...

category-iconÞjóðfræði

Hvernig fóru heiðin jól fram?

Engar samtímaheimildir eru til um heiðið jólahald. Elstu lýsingar eru skráðar af kristnum höfundum tveim öldum eftir að heiðinn siður var afnuminn. Ekki er þorandi að treysta á að þær lýsingar séu með öllu óhlutdrægar. Norræn jól voru í öndverðu skammdegishátíð, en þær hafa þekkst um víða veröld og gegna andlegri ...

category-iconFélagsvísindi

Mega lögreglumenn vera ónúmeraðir, grímuklæddir og neita að gefa upp númer hvað þeir séu?

Lögreglumenn eru að jafnaði einkennisklæddir og gilda strangar reglur um hvernig lögreglubúningur skal úr garði gerður. Sérstök reglugerð hefur verið gefin út af hálfu dómsmálaráðuneytisins um lögregluskilríki og notkun þeirra en þar segir að lögreglumenn og handhafar lögregluvalds skuli að jafnaði vera með lögre...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er guð stór upp á cm?

Spurningin felur í sér fullyrðingu: Að guð sé til. Um þetta eru auðvitað ekki allir sammála eins og fjallað er nánar um í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Er guð til? Ef gert er ráð fyrir að til séu æðri máttarvöld eru lýsingar á útliti þeirra æði misjafnar. Guðir margra trúarbragða líta út ei...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig er hægt að sleppa við að fá unglingabólur?

Á kynþroskaskeiðinu verða ákveðnar breytingar í húðinni, fitukirtlar stækka og starfsemi þeirra eykst. Í sumum tilfellum bólgna þeir ef ástandið er slæmt og er þá talað um að unglingurinn sé með gelgjubólur eða unglingabólur (e. acne). Eins og annað í líkamanum ræðst gerð húðarinnar og eiginleikar hennar að mi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er talið að kötturinn sé búinn að vera margar aldir á Íslandi?

Með því að beita skyldleikagreiningu á erfðaefni hefur verið sýnt fram á að íslenskir kettir eru náskyldir köttum frá Skáni í Svíþjóð, Færeyjum og Hjaltlandseyjum en mun fjarskyldari köttum annars staðar á Bretlandseyjum. Rétt er að taka fram að kettir í íslenskum sveitum eru upprunalegri en kettir í þéttbýli sem ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað brennir meðalmaðurinn mörgum hitaeiningum í maraþonhlaupi?

Það er breytilegt á milli einstaklinga hversu mörgum heitaeiningum þeir brenna við ákveðnar athafnir, til dæmis við hlaup. Líkamsþyngdin hefur þar mikið að segja, þungir einstaklingar brenna fleiri hitaeiningum en þeir sem eru léttari. Landslagið sem hlaupið er í skiptir líka máli því það krefst óneitanlega meiri...

Fleiri niðurstöður