Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er guð stór upp á cm?

Heiða María Sigurðardóttir

Spurningin felur í sér fullyrðingu: Að guð sé til. Um þetta eru auðvitað ekki allir sammála eins og fjallað er nánar um í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Er guð til?

Ef gert er ráð fyrir að til séu æðri máttarvöld eru lýsingar á útliti þeirra æði misjafnar. Guðir margra trúarbragða líta út eins og menn. Þetta á við um hinn kristna guð, sem sagður er hafa skapað mennina í sinni mynd.


Hindúaguðinn Ganesha hefur fjórar hendur og fílshaus.

Guðir sumra annarra trúarbragða, til dæmis hindúatrúar, líkjast mönnum en skera sig frá þeim að sumu leyti. Guðirnir geta til dæmis haft mörg höfuð eða fleiri en tvær hendur. Enn aðrir guðir líta út eins og dýr. Svo eru líka allnokkrar sögur af guðum sem breytt geta um mynd og hafa því væntanlega breytilega stærð.

Að lokum eru þau trúarbrögð sem gera ekki ráð fyrir að guð hafi eitthvert form yfirleitt, heldur sé fremur afl eða orka. Slíkur guð er náttúrulega ekki af neinni sérstakri stærð.

Af öllu þessu má sjá að það er ómögulegt að svara því hve stór guð er upp á sentimetra.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson fjalla nánar um útlit guðs í svari sínu við spurningunni Hvernig lítur Guð út?

Mynd: Image:Ganesh.jpg. Wikipedia: The Free Encyclopedia.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

23.5.2006

Spyrjandi

Sævar Pálsson, f. 1993

Efnisorð

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað er guð stór upp á cm?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5967.

Heiða María Sigurðardóttir. (2006, 23. maí). Hvað er guð stór upp á cm? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5967

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað er guð stór upp á cm?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5967>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er guð stór upp á cm?
Spurningin felur í sér fullyrðingu: Að guð sé til. Um þetta eru auðvitað ekki allir sammála eins og fjallað er nánar um í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Er guð til?

Ef gert er ráð fyrir að til séu æðri máttarvöld eru lýsingar á útliti þeirra æði misjafnar. Guðir margra trúarbragða líta út eins og menn. Þetta á við um hinn kristna guð, sem sagður er hafa skapað mennina í sinni mynd.


Hindúaguðinn Ganesha hefur fjórar hendur og fílshaus.

Guðir sumra annarra trúarbragða, til dæmis hindúatrúar, líkjast mönnum en skera sig frá þeim að sumu leyti. Guðirnir geta til dæmis haft mörg höfuð eða fleiri en tvær hendur. Enn aðrir guðir líta út eins og dýr. Svo eru líka allnokkrar sögur af guðum sem breytt geta um mynd og hafa því væntanlega breytilega stærð.

Að lokum eru þau trúarbrögð sem gera ekki ráð fyrir að guð hafi eitthvert form yfirleitt, heldur sé fremur afl eða orka. Slíkur guð er náttúrulega ekki af neinni sérstakri stærð.

Af öllu þessu má sjá að það er ómögulegt að svara því hve stór guð er upp á sentimetra.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson fjalla nánar um útlit guðs í svari sínu við spurningunni Hvernig lítur Guð út?

Mynd: Image:Ganesh.jpg. Wikipedia: The Free Encyclopedia....