Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1713 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Karl G. Kristinsson rannsakað?

Karl G. Kristinsson er prófessor í sýklafræði við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir við Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að útbreiðslu og áhættuþáttum sýklalyfjaónæmis, pneumókokkum, pneumókokkasýkingum og áhrifum bólusetninga á þær, sýkingum af völdum streptókokka...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Er það rétt sem stendur á skilti í Snæfellsbæ að atburðir á Íslandi hafi orsakað stríð milli Englendinga og Dana á 15. öld?

Spurning Sigurðar var í löngu máli og hljóðar í heild sinni svona: Sæl. Við Björnsstein á Rifi í Snæfellsbær er skilti. Þar er saga steinsins sögð í grófum dráttum og í endann kemur það fram að Ólöf ríka hafi farið með mál sitt til Danakonungs sem varð til þess hann gerði nokkur ensk kaupskip upptæk í Eystras...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar var Jómsborg?

Í Jómsvíkinga sögu segir meðal annars frá Jómsvíkingum, alræmdu hernaðarbandalagi danskra víkinga sem hafa aðsetur í svo nefndri Jómsborg. Í sögunni segir að danskur höfðingi að nafni Pálna-Tóki hafi flúið undan Danakonungi og á náðir konungsins í Vindlandi sem gefur honum land í sínu ríki gegn því að hann verji V...

category-iconStjórnmálafræði

Er það satt að Kóreustríðið sé enn í gangi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er það satt að Kóreustríðið (1950-1953) sé í raun ennþá í gangi? Stutta svarið við spurningunni er „já“. Þegar þetta er skrifað, í mars 2022, nærri 70 árum eftir að átökum lauk, er enn formlega stríð í gangi milli Alþýðulýðveldisins Kóreu (almennt vísað til sem Norður-...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hverjar eru ástæður stríðsins í Úkraínu?

Upphaf núverandi stríðs í Úkraínu má rekja til atvika í nóvember 2013. Úkraínsk stjórnvöld höfðu þá gengið frá viðskiptasamningi við Evrópusambandið sem beið undirritunar Viktors Janúkovitsj, forseta Úkraínu. En hann skipti skyndilega um skoðun, ákvað að falla frá samningnum en þiggja í hans stað stór lán frá Rúss...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta áunnir eiginleikar erfst milli kynslóða?

Í stuttu máli er svarið nei. Áunnir eiginleikar vísa til eiginleika sem mótast við þjálfun og þroskun einstaklingsins, líkt og hreysti og vaxtarlag vegna líkamsræktar og mataræðis eða vegna menntunar og reynslu. Til dæmis erfist tungumálakunnátta ekki frá foreldrum til barna. Þótt umhverfisáhrif geti mótað samspil...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað gerðist í fyrri heimsstyrjöldinni?

Hér er stórt spurt og ekki hlaupið að því að svara í stuttu máli. Heimsstyrjöldin fyrri var fyrst og fremst Evrópustríð og þetta voru mestu átök í sögu álfunnar. Jafnframt teygði hún anga sína víða um heim. Hátt í 70 milljónir manna voru kallaðar til vopna. Þegar upp var staðið lágu að minnsta kosti 15 milljónir í...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Gíordanó Brúnó og hvað gerði hann?

Brúnó fæddist árið 1548 í Nola, nálægt Napólí á Ítalíu, sonur atvinnuhermanns sem hét Giovanni Brúnó, og konu hans Savolinnu. Hann var skírður Filippo og var síðar kallaður „il Nolano" eftir fæðingarstað sínum. Árið 1562 fór Brúnó, þá 14 ára í skóla til Napólí og lærði þar húmanísk fræði, rökfræði og rökræðulist. ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um fall Berlínarmúrsins?

Berlínarmúrinn var reistur af kommúnistastjórninni í Þýska alþýðulýðveldinu (Austur-Þýskalandi) í ágúst 1961 sem „varnarveggur gegn fasisma“. Hann féll nóttina 9. til 10. nóvember 1989 eftir að hafa skilið að fjölskyldur, vini og nágranna í Austur- og Vestur-Berlín í 28 ár. Á meðan múrinn stóð kostaði það að minns...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hafa fundist mörg afbrigði af minkakórónuveiru sem smitað hefur fólk?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað hafa fundist (verið raðgreind) mörg afbrigði af minkakórónaveiru sem smitað hefur fólk og hversu mörg þeirra eru með breytingar sem valda breytingu á bindiprótíninu (e. spike protein)? Minkakórónuveira 1 Fyrir heimsfaraldur í mönnum af völdum veirunnar SARS-CoV-2 sem veldu...

category-iconEfnafræði

Hvað er líftækni?

Líftækni (e. biotechnology) er mjög víðtækt hugtak og ekki létt að skilgreina það í stuttu máli. En skilgreining gæti til dæmis verið þessi: Líftækni er sérhver tækni þar sem líffræðilegum kerfum, lífverum eða hlutum þeirra, er beitt til að framleiða vörur eða breyta vörum eða vinnuferlum til ákveðinna nota. Lí...

category-iconEfnafræði

Hvað er spennuröð málma og hvernig tengist hún tæringu?

Hér er einnig svarað spurningunum:Er að velta fyrir mér hvort það sé rétt sem mér hefur verið sagt að járn og ál passi illa saman, þ.e að það verði tæring á milli þeirra.Hvernig tengist rafspenna tæringu, og hvaða efni er hægt að nota til að berjast gegn tæringu? Fæ ekki útskýringu neins staðar á veraldarvefnum. ...

category-iconHagfræði

Hvað eru gullkrónur sem tilgreindar eru í lögum um hvalveiðar og hvert er verðgildi þeirra?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Hvað eru gullkrónur og hvert er verðgildi þeirra sé miðað við íslenska krónu? Til frekari upplýsinga segir í 1. mgr. 10. gr. laga nr. 26/1949 um hvalveiðar að heimilt sé að sekta um 2.000 - 40.000 gullkrónur fyrir brot gegn lögunum en vísað í lög nr. 4/1924 um að miða við...

category-iconLæknisfræði

Er kransæðasjúkdómur arfgengur?

Það hefur lengi verið þekkt að kransæðasjúkdómur er ættlægur sjúkdómur[1] og hefur ættlægnin verið metin allt að 50%.[2] Arfgeng kólesterólhækkun er dæmi um vel skilgreindan erfðasjúkdóm sem veldur snemmkomnum kransæðasjúkdómi vegna mikillar hækkunar í blóði á eðlisléttu fituprótíni (e. low density lipoprotein, LD...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Enrico Fermi og hvert var hans framlag til vísindanna?

Enrico Fermi var eðlisfræðingur sem fæddist á Ítalíu árið 1901 og lést árið 1954 í Bandaríkjunum. Hann markaði djúp spor í eðlisfræði tuttugustu aldar, einkum í kjarneðlisfræði og öreindafræði. Lengdareiningin fermi er til dæmis kennd við hann, og sömuleiðis fermíeindir en skiptaeðli þeirra er lykilatriði í skammt...

Fleiri niðurstöður