Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er kransæðasjúkdómur arfgengur?

Hilma Hólm, Guðmundur Þorgeirsson og Tómas Guðbjartsson

Það hefur lengi verið þekkt að kransæðasjúkdómur er ættlægur sjúkdómur[1] og hefur ættlægnin verið metin allt að 50%.[2] Arfgeng kólesterólhækkun er dæmi um vel skilgreindan erfðasjúkdóm sem veldur snemmkomnum kransæðasjúkdómi vegna mikillar hækkunar í blóði á eðlisléttu fituprótíni (e. low density lipoprotein, LDL) og þar með LDL-kólesteróli.[3][4] Á síðustu þrjátíu árum hafa yfir 1200 sjaldgæfar stökkbreytingar í geninu sem tjáir fyrir LDL-viðtakanum verið tengdar við þennan sjúkdóm.[5][6] Með erfðamengisrannsóknum hafa einnig fundist algengir breytileikar í LDL-viðtakanum sem hafa minni áhrif á styrk LDL-kólesteróls í blóði og tíðni kransæðasjúkdóms.[7][8][9]

Heilbrigð æð og hálf stífluð æð. Þrengsli og stíflur í kransæðum eru með stærstu og alvarlegustu sjúkdómum mannkyns.

Árið 2007 urðu tímamót en þá birtust niðurstöður tveggja fyrstu erfðamengisrannsóknanna á kransæðasjúkdómi sem sýndu að algengur breytileiki á litningi 9p21 eykur líkur á kransæðasjúkdómi.[10][11] Önnur rannsókn var gerð á Íslandi og leidd af vísindamönnum Íslenskrar erfðagreiningar í samstarfi við lækna á Landspítala. Fjölmargar rannsóknir víða um heim hafa síðan staðfest þessar niðurstöður.[12][13][14] Litningasvæðið á 9p21 tengist hvorki þekktum áhættuþáttum né lífefnafræðilegum ferlum með þekkt áhrif á meingerð kransæðasjúkdóms.

Áhrif erfðabreytileikans eru veruleg og eru arfhreinir einstaklingar (um fimmtungur Íslendinga) tvöfalt líklegri til að fá kransæðastíflu snemma á ævinni en aðrir. Ári eftir fyrstu uppgötvunina var sýnt fram á að sami erfðabreytileiki eykur einnig hættu á að fá útæðasjúkdóm, ósæðargúl í kvið og æðagúl í heila.[15] Síðan þá hafa fundist tengsl milli kransæðasjúkdóms og yfir fimmtíu annarra algengra breytileika sem fæstir tengjast hefðbundnum áhættuþáttum kransæðasjúkdóma.[16][17] Samanlagt eru þessir erfðabreytileikar taldir skýra um 10% af ættlægni kransæðasjúkdóms.[18]

Fjöldi erfðabreytileika sem tengjast hefðbundnum áhættuþáttum kransæðasjúkdóms hefur uppgötvast á síðustu árum. Meðal þeirra eru yfir 200 breytileikar sem tengjast blóðfitu, yfir 10 sem tengjast háþrýstingi og yfir 50 sem tengjast sykursýki.[19]

Nýting erfðaupplýsinga

Meiri skilningur á erfðafræði kransæðasjúkdóms og annarra sjúkdóma hefur leitt til umræðu og rannsókna sem beinast að því hvernig nýta megi þessa nýju þekkingu í þágu sjúklinga (e. translational research). Meðal annars eru miklar vonir bundnar við nýtingu erfðaupplýsinga í áhættumati og til að stunda megi markvissari lækningar (e. precision medicine), bæði við greiningu og meðhöndlun sjúkdóma. Mikilvægasti ávinningur erfðarannsókna er þó aukinn skilningur á meinalífeðlisfræði sjúkdóma, hvernig breytileikar í lífefnafræðilegum ferlum hafa áhrif á meinmyndun og þróun sjúkdóma.

Þegar hafa fundist tugir erfðabreytileika með áhrif á kransæðasjúkdóm, óháð hefðbundnum áhættuþáttum en frekari rannsókna er þörf til að finna hvaða ferlar eru þar að verki. Þá má nýta erfðaupplýsingar til að rannsaka orsakasamhengi milli áhættuþátta og sjúkdóma. Slíkar erfðarannsóknir hafa meðal annars rennt stoðum undir þá kenningu að LDL-kólesteról sé beinn orsakavaldur í meinmyndun kransæðasjúkdóms.[20] Þannig eru erfðabreytileikar sem tengjast auknu LDL-kólesteróli nær undantekningarlaust einnig tengdir auknum líkum á kransæðasjúkdómi.

Rannsóknir sem hafa kannað tengsl áhrifa erfðabreytileika á styrk kólesteróls í eðlisþungu fituprótíni (e. high density lipoprotein, HDL) og áhrifa þeirra á kransæðasjúkdóm hafa hins vegar sýnt að bein áhrif styrks HDL-kólesteróls á kransæðasjúkdóm eru lítil eða engin.[21] Þetta samræmist niðurstöðum rannsókna sem hafa ítrekað sýnt að lyf sem fyrst og fremst hækka HDL-kólesteról í blóði (eins og CETP-hemillinn dalcetrapib) vernda ekki gegn kransæðasjúkdómi.[22]

Erfðaupplýsingar nýtast einnig við lyfjaþróun. Rannsóknir síðust ára hafa sýnt að erfðabreytileikar í geni sem nefnist PCSK9 (e. proptein convertase subtilisin kexin 9) hafa bæði áhrif á LDL-kólesteról í blóði og líkur á kransæðasjúkdómi. Prótínið binst LDL-viðtakanum og dregur úr upptöku LDL í frumur og munar þar mest um lifrarfrumur. Afleiðingin er veruleg hækkun á LDL-kólesteróli í blóði. Nokkur einstofna mótefni gegn PCSK9-prótíninu, hönnuð á grundvelli erfðaupplýsinga, eru langt komin í lyfjarannsóknum og hafa nýlega hlotið samþykki heilbrigðisyfirvalda austan hafs og vestan.[23][24] Fyrstu niðurstöður benda til að slík meðferð muni gagnast í forvörnum og meðferð kransæðasjúkdóms.[25]

Þörf er fyrir áframhaldandi rannsóknir til að leiðbeina um notkun erfðafræðiupplýsinga við skimun og lækningar.

Tilvísanir:
  1. ^ Lloyd-Jones DM, Nam BH, D‘Agostino RB, Sr., et al. Parental Cardiovascular Disease as a Risk Factor for Cardiovascular Disease in Middle-aged Adults A Prospective Study of Parents and Offspring. JAMA 2004;291:2204-11.
  2. ^ Fisher M. Broeckel U, Holmer S, et al. Distinct Heritable Patterns of Angiographic Coronary Artery Disease in Families With Myocardial Infarction. Circulation 2005;111:855-62.
  3. ^ Goldstein Jl, Brown MS. Binding and Degradation of Low Density Lipoproteins by Cultured Human Fibroblasts. Comparison of cells from a normal subject and from a patient with homozygous familial hypercholesterolemia. The Journal of Biological Chemistry 1974;249:5153-62.
  4. ^ Varghese Mj. Familial hypercholesterolemia: A review. Ann Pediatr Cardiol 2014;7:107–17.
  5. ^ Usifo E, Leigh SE Whittall RA, et al. Low-Density Lipoprotein Receptor Gene Familial Hypercholesterolemia Variant Database: Update and Pathological Assessment. Ann Hum Genet 2012;76:387-401.
  6. ^ Singh S, Bittner V. Familial Hypercholesterolemia—Epidemiology, Diagnosis, and Screening. Current Atherosclerosis Reports 2015;17:482.
  7. ^ Aulchenko YS, Ripatti S, Lindqvist I, et al. Loci influencing lipid levels and coronary heart disease risk in 16 European population cohorts. Nat Genet 2009;41:47–55.
  8. ^ Schunkert H, Konig IR, Kathiresan S, et al. Large-scale association analyses identifies 13 new susceptibility loci for coronary artery disease. Nat Genet 2011;43: 333–338.
  9. ^ Willer CJ, Sanna S, Jackson AU, et al. Newly identified loci that influence lipid concentrations and risk of coronary artery disease. Nat Genet 2008;40:161-9.
  10. ^ Helgadottir A, Thorleifsson G, Manolescu A, et al. A Common Variant on Chromosome 9p21 Affects the Risk of Myocardial Infarction. Science 2007;316-1491-3.
  11. ^ McPherson R, Pertsemlidis A, Kavaslar N, et al. A Common Allele on Chromosome 9 Associated with Coronary Heart Disease. Science 2007; 316:1488–91.
  12. ^ Samani NJ, Erdmann J, Hall AS, et al. Genomewide Association Analysis of Coronary Artery Disease. N Engl J Med 2007; 357:443-53
  13. ^ Shen GQ, Li L, Rao S, et al. Four SNPs on Chromosome 9p21 in a South Korean Population Implicate a Genetic Locus That Confers High Cross-Race Risk for Development of Coronary Artery Disease. Arteriosclerosis, Thrombosis, and Vascular Biology 2007;28:360–5.
  14. ^ Shen GQ, Rao S, Martinelli N, et al. Association between four SNPs on chromosome 9p21 and myocardial infarction is replicated in an Italian population. Journal of Human Genetics 2008;53:144–150.
  15. ^ Shen GQ, Rao S, Martinelli N, et al. Association between four SNPs on chromosome 9p21 and myocardial infarction is replicated in an Italian population. Journal of Human Genetics 2008;53:144–150.
  16. ^ European Bioinformatics Institute: Available at: https://www.genome.gov/gwastudies/
  17. ^ Consortium CAD, Deloukas P, Kanoni S, et al. Large-scale association analysis identifies new risk loci for coronary artery disease. Nat Genet. 2013;45:25-33.
  18. ^ Consortium CAD, Deloukas P, Kanoni S, et al. Large-scale association analysis identifies new risk loci for coronary artery disease. Nat Genet. 2013;45:25-33.
  19. ^ European Bioinformatics Institute: Available at: https://www.genome.gov/gwastudies/
  20. ^ Cohen JC, Boerwinkel E, Mosley TH, Jr., Hobbs HH. Sequence Variations in PCSK9, Low LDL, and Protection against Coronary Heart Disease. N Engl J Med 2006;354:1264-72.
  21. ^ Voight BF, Peloso GM, Orho-Melander M, et al. Plasma HDL cholesterol and risk of myocardial infarction: a mendelian randomisation study. Lancet 2012;380:572–80.
  22. ^ Kathiresan S. Will cholesteryl ester transfer protein inhibition succeed primarily by lowering low-density lipoprotein cholesterol? Insights from human genetics and clinical trials. J Am Coll Cardiol 2012;60:2049-52.
  23. ^ Hudson V. The dyslipidaemia market. Nat Rev Drug Discov 2014;13:807-8.
  24. ^ Plenge RM, Scolnick EM, Altshuler D. Validating therapeutic targets through human genetics. Nat Rev Drug Discov 2013;12:581-94.
  25. ^ Sabatine MS, Giugliano RP, Wiviott SD, et al. Efficacy and safety of evolocumab in reducing lipids and cardiovascular events. N Engl J Med 2015;372:1500-9.


Þetta svar er fengið úr Kransæðabókinni í ritstjórn Guðmundar Þorgeirssonar og Tómasar Guðbjartssonar og birt með góðfúslegu leyfi. Teikningin í svarinu er úr sömu bók, höfundur hennar er Hjördís Bjartmars.

Höfundar

Hilma Hólm

hjartalæknir

Guðmundur Þorgeirsson

prófessor emeritus í lyflæknisfræði við HÍ

Tómas Guðbjartsson

prófessor í skurðlækningum við HÍ

Útgáfudagur

12.6.2020

Spyrjandi

Lovísa

Tilvísun

Hilma Hólm, Guðmundur Þorgeirsson og Tómas Guðbjartsson. „Er kransæðasjúkdómur arfgengur?“ Vísindavefurinn, 12. júní 2020, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77353.

Hilma Hólm, Guðmundur Þorgeirsson og Tómas Guðbjartsson. (2020, 12. júní). Er kransæðasjúkdómur arfgengur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77353

Hilma Hólm, Guðmundur Þorgeirsson og Tómas Guðbjartsson. „Er kransæðasjúkdómur arfgengur?“ Vísindavefurinn. 12. jún. 2020. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77353>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er kransæðasjúkdómur arfgengur?
Það hefur lengi verið þekkt að kransæðasjúkdómur er ættlægur sjúkdómur[1] og hefur ættlægnin verið metin allt að 50%.[2] Arfgeng kólesterólhækkun er dæmi um vel skilgreindan erfðasjúkdóm sem veldur snemmkomnum kransæðasjúkdómi vegna mikillar hækkunar í blóði á eðlisléttu fituprótíni (e. low density lipoprotein, LDL) og þar með LDL-kólesteróli.[3][4] Á síðustu þrjátíu árum hafa yfir 1200 sjaldgæfar stökkbreytingar í geninu sem tjáir fyrir LDL-viðtakanum verið tengdar við þennan sjúkdóm.[5][6] Með erfðamengisrannsóknum hafa einnig fundist algengir breytileikar í LDL-viðtakanum sem hafa minni áhrif á styrk LDL-kólesteróls í blóði og tíðni kransæðasjúkdóms.[7][8][9]

Heilbrigð æð og hálf stífluð æð. Þrengsli og stíflur í kransæðum eru með stærstu og alvarlegustu sjúkdómum mannkyns.

Árið 2007 urðu tímamót en þá birtust niðurstöður tveggja fyrstu erfðamengisrannsóknanna á kransæðasjúkdómi sem sýndu að algengur breytileiki á litningi 9p21 eykur líkur á kransæðasjúkdómi.[10][11] Önnur rannsókn var gerð á Íslandi og leidd af vísindamönnum Íslenskrar erfðagreiningar í samstarfi við lækna á Landspítala. Fjölmargar rannsóknir víða um heim hafa síðan staðfest þessar niðurstöður.[12][13][14] Litningasvæðið á 9p21 tengist hvorki þekktum áhættuþáttum né lífefnafræðilegum ferlum með þekkt áhrif á meingerð kransæðasjúkdóms.

Áhrif erfðabreytileikans eru veruleg og eru arfhreinir einstaklingar (um fimmtungur Íslendinga) tvöfalt líklegri til að fá kransæðastíflu snemma á ævinni en aðrir. Ári eftir fyrstu uppgötvunina var sýnt fram á að sami erfðabreytileiki eykur einnig hættu á að fá útæðasjúkdóm, ósæðargúl í kvið og æðagúl í heila.[15] Síðan þá hafa fundist tengsl milli kransæðasjúkdóms og yfir fimmtíu annarra algengra breytileika sem fæstir tengjast hefðbundnum áhættuþáttum kransæðasjúkdóma.[16][17] Samanlagt eru þessir erfðabreytileikar taldir skýra um 10% af ættlægni kransæðasjúkdóms.[18]

Fjöldi erfðabreytileika sem tengjast hefðbundnum áhættuþáttum kransæðasjúkdóms hefur uppgötvast á síðustu árum. Meðal þeirra eru yfir 200 breytileikar sem tengjast blóðfitu, yfir 10 sem tengjast háþrýstingi og yfir 50 sem tengjast sykursýki.[19]

Nýting erfðaupplýsinga

Meiri skilningur á erfðafræði kransæðasjúkdóms og annarra sjúkdóma hefur leitt til umræðu og rannsókna sem beinast að því hvernig nýta megi þessa nýju þekkingu í þágu sjúklinga (e. translational research). Meðal annars eru miklar vonir bundnar við nýtingu erfðaupplýsinga í áhættumati og til að stunda megi markvissari lækningar (e. precision medicine), bæði við greiningu og meðhöndlun sjúkdóma. Mikilvægasti ávinningur erfðarannsókna er þó aukinn skilningur á meinalífeðlisfræði sjúkdóma, hvernig breytileikar í lífefnafræðilegum ferlum hafa áhrif á meinmyndun og þróun sjúkdóma.

Þegar hafa fundist tugir erfðabreytileika með áhrif á kransæðasjúkdóm, óháð hefðbundnum áhættuþáttum en frekari rannsókna er þörf til að finna hvaða ferlar eru þar að verki. Þá má nýta erfðaupplýsingar til að rannsaka orsakasamhengi milli áhættuþátta og sjúkdóma. Slíkar erfðarannsóknir hafa meðal annars rennt stoðum undir þá kenningu að LDL-kólesteról sé beinn orsakavaldur í meinmyndun kransæðasjúkdóms.[20] Þannig eru erfðabreytileikar sem tengjast auknu LDL-kólesteróli nær undantekningarlaust einnig tengdir auknum líkum á kransæðasjúkdómi.

Rannsóknir sem hafa kannað tengsl áhrifa erfðabreytileika á styrk kólesteróls í eðlisþungu fituprótíni (e. high density lipoprotein, HDL) og áhrifa þeirra á kransæðasjúkdóm hafa hins vegar sýnt að bein áhrif styrks HDL-kólesteróls á kransæðasjúkdóm eru lítil eða engin.[21] Þetta samræmist niðurstöðum rannsókna sem hafa ítrekað sýnt að lyf sem fyrst og fremst hækka HDL-kólesteról í blóði (eins og CETP-hemillinn dalcetrapib) vernda ekki gegn kransæðasjúkdómi.[22]

Erfðaupplýsingar nýtast einnig við lyfjaþróun. Rannsóknir síðust ára hafa sýnt að erfðabreytileikar í geni sem nefnist PCSK9 (e. proptein convertase subtilisin kexin 9) hafa bæði áhrif á LDL-kólesteról í blóði og líkur á kransæðasjúkdómi. Prótínið binst LDL-viðtakanum og dregur úr upptöku LDL í frumur og munar þar mest um lifrarfrumur. Afleiðingin er veruleg hækkun á LDL-kólesteróli í blóði. Nokkur einstofna mótefni gegn PCSK9-prótíninu, hönnuð á grundvelli erfðaupplýsinga, eru langt komin í lyfjarannsóknum og hafa nýlega hlotið samþykki heilbrigðisyfirvalda austan hafs og vestan.[23][24] Fyrstu niðurstöður benda til að slík meðferð muni gagnast í forvörnum og meðferð kransæðasjúkdóms.[25]

Þörf er fyrir áframhaldandi rannsóknir til að leiðbeina um notkun erfðafræðiupplýsinga við skimun og lækningar.

Tilvísanir:
  1. ^ Lloyd-Jones DM, Nam BH, D‘Agostino RB, Sr., et al. Parental Cardiovascular Disease as a Risk Factor for Cardiovascular Disease in Middle-aged Adults A Prospective Study of Parents and Offspring. JAMA 2004;291:2204-11.
  2. ^ Fisher M. Broeckel U, Holmer S, et al. Distinct Heritable Patterns of Angiographic Coronary Artery Disease in Families With Myocardial Infarction. Circulation 2005;111:855-62.
  3. ^ Goldstein Jl, Brown MS. Binding and Degradation of Low Density Lipoproteins by Cultured Human Fibroblasts. Comparison of cells from a normal subject and from a patient with homozygous familial hypercholesterolemia. The Journal of Biological Chemistry 1974;249:5153-62.
  4. ^ Varghese Mj. Familial hypercholesterolemia: A review. Ann Pediatr Cardiol 2014;7:107–17.
  5. ^ Usifo E, Leigh SE Whittall RA, et al. Low-Density Lipoprotein Receptor Gene Familial Hypercholesterolemia Variant Database: Update and Pathological Assessment. Ann Hum Genet 2012;76:387-401.
  6. ^ Singh S, Bittner V. Familial Hypercholesterolemia—Epidemiology, Diagnosis, and Screening. Current Atherosclerosis Reports 2015;17:482.
  7. ^ Aulchenko YS, Ripatti S, Lindqvist I, et al. Loci influencing lipid levels and coronary heart disease risk in 16 European population cohorts. Nat Genet 2009;41:47–55.
  8. ^ Schunkert H, Konig IR, Kathiresan S, et al. Large-scale association analyses identifies 13 new susceptibility loci for coronary artery disease. Nat Genet 2011;43: 333–338.
  9. ^ Willer CJ, Sanna S, Jackson AU, et al. Newly identified loci that influence lipid concentrations and risk of coronary artery disease. Nat Genet 2008;40:161-9.
  10. ^ Helgadottir A, Thorleifsson G, Manolescu A, et al. A Common Variant on Chromosome 9p21 Affects the Risk of Myocardial Infarction. Science 2007;316-1491-3.
  11. ^ McPherson R, Pertsemlidis A, Kavaslar N, et al. A Common Allele on Chromosome 9 Associated with Coronary Heart Disease. Science 2007; 316:1488–91.
  12. ^ Samani NJ, Erdmann J, Hall AS, et al. Genomewide Association Analysis of Coronary Artery Disease. N Engl J Med 2007; 357:443-53
  13. ^ Shen GQ, Li L, Rao S, et al. Four SNPs on Chromosome 9p21 in a South Korean Population Implicate a Genetic Locus That Confers High Cross-Race Risk for Development of Coronary Artery Disease. Arteriosclerosis, Thrombosis, and Vascular Biology 2007;28:360–5.
  14. ^ Shen GQ, Rao S, Martinelli N, et al. Association between four SNPs on chromosome 9p21 and myocardial infarction is replicated in an Italian population. Journal of Human Genetics 2008;53:144–150.
  15. ^ Shen GQ, Rao S, Martinelli N, et al. Association between four SNPs on chromosome 9p21 and myocardial infarction is replicated in an Italian population. Journal of Human Genetics 2008;53:144–150.
  16. ^ European Bioinformatics Institute: Available at: https://www.genome.gov/gwastudies/
  17. ^ Consortium CAD, Deloukas P, Kanoni S, et al. Large-scale association analysis identifies new risk loci for coronary artery disease. Nat Genet. 2013;45:25-33.
  18. ^ Consortium CAD, Deloukas P, Kanoni S, et al. Large-scale association analysis identifies new risk loci for coronary artery disease. Nat Genet. 2013;45:25-33.
  19. ^ European Bioinformatics Institute: Available at: https://www.genome.gov/gwastudies/
  20. ^ Cohen JC, Boerwinkel E, Mosley TH, Jr., Hobbs HH. Sequence Variations in PCSK9, Low LDL, and Protection against Coronary Heart Disease. N Engl J Med 2006;354:1264-72.
  21. ^ Voight BF, Peloso GM, Orho-Melander M, et al. Plasma HDL cholesterol and risk of myocardial infarction: a mendelian randomisation study. Lancet 2012;380:572–80.
  22. ^ Kathiresan S. Will cholesteryl ester transfer protein inhibition succeed primarily by lowering low-density lipoprotein cholesterol? Insights from human genetics and clinical trials. J Am Coll Cardiol 2012;60:2049-52.
  23. ^ Hudson V. The dyslipidaemia market. Nat Rev Drug Discov 2014;13:807-8.
  24. ^ Plenge RM, Scolnick EM, Altshuler D. Validating therapeutic targets through human genetics. Nat Rev Drug Discov 2013;12:581-94.
  25. ^ Sabatine MS, Giugliano RP, Wiviott SD, et al. Efficacy and safety of evolocumab in reducing lipids and cardiovascular events. N Engl J Med 2015;372:1500-9.


Þetta svar er fengið úr Kransæðabókinni í ritstjórn Guðmundar Þorgeirssonar og Tómasar Guðbjartssonar og birt með góðfúslegu leyfi. Teikningin í svarinu er úr sömu bók, höfundur hennar er Hjördís Bjartmars....