Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1739 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um tannhvali?

Tannhvalir (Odontoceti) eru annar tveggja undirættbálka núlifandi hvala, en hinn er skíðishvalir (Mysticeti). Til tannhvala teljast tæplega 80 tegundir, en þess ber þó að geta að flokkunarfræðingar eru ekki sammála um nákvæman fjölda tegunda. Tannhvalir eru talsvert útbreiddari en skíðishvalir, en þeir finnast í ö...

category-iconStærðfræði

Hversu mikið þarf að lengja í bandi sem er bundið utan um jörðina til þess að lyfta því um 500 m allan hringinn?

Ummál hrings, $U$, er í beinu hlutfalli við geisla (radía) hringsins, $r$, samkvæmt jöfnunn$$U=2\cdot\pi\cdot r$$ Gríski bókstafurinn $\pi$ (pí) táknar hér óræða tölu sem er nálægt 3,14 eða 22/7. Í jöfnunni felst að hringur með geislann 1 m hefur ummál sem er því sem næst 6,29 m. Einnig leiðir af þessu að umm...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Hallgrímskirkja há í metrum?

Turn Hallgrímskirkju er 74,5 metra hár. Kirkjan var reist á árunum 1945-86 til minningar um sálmaskáldið Hallgrím Pétursson (1614-1474) og er hún með hærri mannvirkjum á landinu. Hæsta mannvirki Íslands er 412 metra hátt mastur á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Turn Hallgrímskirkju er 74,5 m hár. Arkitekt Hallgr...

category-iconHugvísindi

Hvenær voru fyrstu Ólympíuleikarnir haldnir? Hvers vegna? Hvaða íþróttir voru þá?

Ólympíuleikarnir eru grískir að uppruna og voru meðal fjögurra stórra íþróttakappleikja sam haldnir voru reglubundið í Grikklandi til forna. Elsti skráði sigurvegari á Ólympíuleikum er kokkurinn Kóróbeus frá Elís, sem vann kapphlaup árið 776 fyrir Krist. Almennt er talið að þá hafi leikarnir verið hið minnsta 500 ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig sjá iguana-eðlur?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Getið þið sagt mér það helsta um iguana-eðlur? Til eru margar tegundir svokallaðra iguana-eðlna (eðlur af ættkvíslinni Iguana) en algengust sem gæludýr og um leið kunnasti meðlimur ættkvíslarinnar, er án efa græna iguana-eðlan (Iguana iguana) og verður svarið hér að ne...

category-iconÍþróttafræði

Hvaða rannsóknir hefur Sigurbjörn Árni Arngrímsson stundað?

Sigurbjörn Árni Arngrímsson er prófessor í íþróttafræði við deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Frá haustinu 2015 hefur hann verið í 20% starfshlutfalli við háskólann því hann fékk skipun til fimm ára sem skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Sigurbjörn stundar fyrst...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er stál sem hefur litla varmaleiðni notað í potta og pönnur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Af hverju leiðir stál hita hægar heldur en t.d. ál og brass? En er samt talið betri hitaleiðari? Varmaorka er til staðar í málmum á formi sveifluhátta þeirra efna sem málmarnir eru gerðir úr. Sem dæmi má nefna titring atóma, rafeinda og kristals og einnig hljóðbylgjur. ...

category-iconTrúarbrögð

Hversu stór var Golíat?

Til eru tvær heimildir um hæð Golíats, hermannsins frá Filistaborginni Gat, sem Davíð konungur felldi með steinslöngvu, þegar hann var aðeins unglingur að aldri, samkvæmt 17. kafla 1. Samúelsbókar. Golíat er sagður vera „sex og hálf alin á hæð“ í 1. Samúelsbók 17.4 í íslensku biblíuþýðingunni frá 2007. Það jafn...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig var Curiosity lent á Mars?

Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar...

category-iconLandafræði

Hver er vatnsmesta á Íslands?

Ölfusá er vatnsmesta á landsins. Á heimasíðu Orkustofnunar er hægt að skoða niðurstöður vatnamælinga á rennsli vatnsfalla víðs vegar um landið. Þar kemur fram að meðalrennsli Ölfusár við Selfoss er 400 rúmmetrar á sekúndu (m3/s) á 44 ára tímabili. Næst vatnsmesta á landsins er Þjórsá en samkvæmt sömu heimil...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaðan kom hugtakið Ólympsfjall?

Ólympsfjall er hæsta fjall Grikklands, 2917 metra hátt. Það er í Þessalíu og og frá fornu fari hefur það verið talið heimkynni grískra guða. Sennilega veit enginn hver nefndi fjallið fyrstur en í kvæðum gríska skáldsins Hómers sem talinn er hafa verið uppi á 8. öld fyrir Krist segir að á toppi fjallsins sé all...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig sjá hundar?

LitaskynjunKeilur eru þær sjónfrumur augans sem greina liti. Tvær mismunandi gerðir eru af keilum í sjónhimnu hunda. Þessar keilur hafa ljósgleypni á tveimur bylgjulengdum, við 429 nm og 555 nm, en á þeim nema hundar bláan og gulan lit. Því er hægt að segja að hundar séu með tvílitaskynjun (e. dichromat vis...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fiskur er langa?

Langa (Molva molva) er af þorskaætt (Gadidae) líkt og margir af okkar helstu nytjafiskum, svo sem þorskur, ufsi, ýsa og kolmunni. Hún hefur löngum verið álitin einhvers konar millistig á milli þorsks og áls enda líkist hún þorski um margt en hefur ílangt vaxtarlag líkt og áll og getur orðið rúmir tveir metrar á le...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er stærsta tegund allra fiska?

Stærsta fisktegundin er hvalháfurinn (Rhinodon typus) en hann getur orðið allt að 15 metra langur og vegið um 16 tonn. Hvalháfur (Rhincodon typus). Árið 1919 er talið að 19 metra langur hvalháfur hafi veiðst en þær mælingar voru ekki staðfestar af vísindamönnum og líklega var um ýkjur að ræða. Stærsti beinfis...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á staðgreiðslureikningi og virðisaukaskattsreikningi og hvaða skilyrði þurfa þeir að uppfylla?

Í lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, og reglugerð um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila, nr. 50/1993, er tilgreint hvernig standa á að útgáfu reikninga í viðskiptum og sérstaklega hvernig halda á utan um og tilgreina greiðslur á virðisaukaskatti. Almenna reglan er að við sölu á skattsky...

Fleiri niðurstöður