Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 604 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvar og hvenær var fyrsta kartaflan ræktuð á Íslandi?

Kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku. Þær bárust til Evrópu um miðja 16. öld en kartöflurækt fór hægt af stað í Evrópu. Í þeim efnum voru Norðurlandabúar engin undantekning. Garðyrkja átti ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum sem byggðu afkomu sína á bústofni. Einhverjir kálgarðar voru í rækt á Íslandi á 17. ö...

category-iconLögfræði

Getur lögreglan handtekið einstakling fyrir öll þau brot sem varða við lög?

Nei, lögreglan getur ekki handtekið menn fyrir öll brot sem varða við lög. Lögregla hefur aðeins heimild til að handtaka menn fyrir brot sem varða við refsingu eða í sérstökum tilvikum þegar þarf að fjarlægja menn sem valda vandræðum eða eru líklegir til þess. Nánari heimildir um þetta má finna í lögreglulögum. ...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér eitthvað um iðnbyltinguna?

Á 16.-18. öld voru ýmis samfélög á stigi foriðnvæðingar (e. proto-industrialization) sem einkenndist af fólksfjölgun og aukinni handverksgerð í sveitum. Þar sem markaðsviðskipti bænda fóru vaxandi án þess að tekjur þeirra ykjust á sama tíma er einnig stundum rætt um iðjusemisbyltingu (e. industrious revolution). Þ...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Einarsson rannsakað?

Páll Einarsson er prófessor emeritus við jarðvísindadeild Háskóla Íslands og hefur rannsóknaraðstöðu við Jarðvísindastofnun Háskólans. Rannsóknir Páls eru á sviði jarðvísinda og fjalla um jarðskorpuhreyfingar, jarðskjálfta, eðlisfræði eldgosa og kvikuhreyfinga, innri gerð eldstöðva og gerð jarðskorpunnar í hei...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Helga Rut Guðmundsdóttir stundað?

Helga Rut Guðmundsdóttir er dósent í tónlist/tónmennt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa aðallega verið á sviði tónskynjunar og tónlistarþroska barna. Helga Rut er menntuð sem tónmenntakennari en lauk síðar meistara- og doktorsprófi í tónlistarmenntunarfræðum frá McGill-háskóla í Kanada....

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað rannsakaði vísindamaðurinn Þorsteinn Ingi Sigfússon?

Þorsteinn Ingi Sigfússon var prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (frá 2007). Þorsteinn nam eðlisfræði, stærðfræði og efnafræði við Háskólann í Kaupmannahöfn og bauðst svo að koma til doktorsnáms í Cambridge-háskóla á Englandi og vinna þar við Cavendish-rannsóknastof...

category-iconMannfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Jónína Einarsdóttir rannsakað?

Jónína Einarsdóttir er prófessor í mannfræði við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Hún ber ábyrgð á framhaldsnámi í þróunarfræðum og stundar rannsóknir á sviði mannfræði barna, heilsumannfræði og þróunarfræða. Í doktorsritgerð sinni lagði Jónína fram gögn frá Gíneu-Bissaú sem véfengja þá kenningu að...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Elísabet Hjörleifsdóttir rannsakað?

Elísabet Hjörleifsdóttir er dósent í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og brautarstjóri námslínunnar Krabbamein og líknarmeðferð. Rannsóknir Elísabetar hafa beinst að sálfélagslegum þáttum hjá einstaklingum með krabbamein á mismunandi stigum sjúkdómsins og þáttum sem snúa að líknar og- lífslokameðferð. Megin...

category-iconHeimspeki

Hvað er þekking?

Ef þekkingarfræðingum tækist að finna einfalt og þægilegt svar við þessari spurningu yrðu mikil hátíðahöld með flugeldasýningu og öllu tilheyrandi. Hér verður stiklað á stóru um ýmis afbrigði spurningarinnar og nokkrar tilraunir til svara. Þessu svari er engan veginn ætlað að gera spurningunni full skil og lesendu...

category-iconFélagsvísindi

Er löglegt að spila fjárhættuspil á Netinu og ef svo er, þarf maður þá að borga skatt af gróðanum?

Áhugi á ýmis konar netspilum hefur aukist undanfarin ár. Póker og „21“ eru dæmi um vinsæl spil á Netinu. Í nýlegri skýrslu sem unnin var fyrir dómsmálaráðuneytið kemur meðal annars fram að 1,3% aðspurðra hafi á undanförnum 12 mánuðum spilað póker á Netinu og voru karlmenn í aldurshópnum 18-25 ára fjölmennasti hópu...

category-iconStjórnmálafræði

Hvenær urðu Bandaríkin það stórveldi sem þau eru í dag?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær byrjuðu Bandaríkin að beita sér á heimsvettvangi og hvenær urðu Bandaríkin það stórveldi sem þau eru í dag? Bandaríkin urðu til sem nýtt, fullvalda ríki með sigri í sjálfstæðisstríðinu (1775-1783) gegn Bretlandi. Nýja ríkið var sambandsríki. Hvert og eitt ríki B...

category-iconStærðfræði

Hver var Vilhjálmur Ögmundsson og hvert var hans framlag til stærðfræðinnar?

Vilhjálmur Ögmundsson (1897–1965), bóndi á Narfeyri á Skógarströnd, stundaði rannsóknir í stærðfræði nær alla sína ævi einn síns liðs og án þeirrar formlegu menntunar sem nauðsynleg hefur talist til að takast á við slík verk. Störf hans vöktu undrun og aðdáun stærðfræðinga og við ævilok höfðu niðurstöður rannsókna...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Hreinn Benediktsson og hvert var hans framlag til fræðanna?

Hreinn Benediktsson fæddist 10. október 1928 í Stöð í Stöðvarfirði og lést í Reykjavík 7. janúar 2005. Hann var sonur hjónanna Benedikts Guttormssonar, kaupfélagsstjóra á Stöðvarfirði og bankastjóra á Eskifirði, síðar bankafulltrúa í Reykjavík, og Fríðu Hallgrímsdóttur Austmann, húsfreyju á Stöðvarfirði, Eskifirði...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er ECR og QR kerfi?

ECR er skammstöfun á Efficient Consumer Response og hefur það verið þýtt sem skilvirk neytendasvörun. QR er skammstöfun á Quick Response, sem þýðir einfaldlega skjót viðbrögð. Bæði hugtökin eru notuð í tengslum við vöruflæði og birgðastjórnun og samskipti einstakra liða í keðju fyrirtækja frá framleiðanda til neyt...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver eru sérsvið afbrotafræðinnar?

Afbrotafræðin er ein grein félagsvísinda sem styðst við viðurkenndar aðferðir til rannsókna á afbrotum og viðbrögðum samfélagsins við þeim. Afbrotafræðin er vísindaleg rannsókn á afbrotum, afbrotahegðan og viðurlögum. Mikilvægt einkenni afbrotafræðinnar er þverfaglegt eðli hennar. Afbrotafræðingar koma úr ýmsum vi...

Fleiri niðurstöður