Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Elísabet Hjörleifsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Elísabet Hjörleifsdóttir er dósent í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og brautarstjóri námslínunnar Krabbamein og líknarmeðferð. Rannsóknir Elísabetar hafa beinst að sálfélagslegum þáttum hjá einstaklingum með krabbamein á mismunandi stigum sjúkdómsins og þáttum sem snúa að líknar og- lífslokameðferð. Megináherslur hafa verið á að skoða andlega og líkamlega líðan, bjargráð, ánægju með þjónustu, samskipti heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og aðstandenda og þróun meðferðarsambands. Einnig hafa rannsóknir hennar beinst að stöðu þekkingar og skilnings hjúkrunarfræðinga á líknar og- lífslokameðferð.

Elísabet lauk framhaldsnámi (diploma) í samskiptatækni og uppbyggingu meðferðarsambands, kennslufræðum og ráðgjöf og hjúkrun deyjandi sjúklinga frá National Board for Nursing, Midwifery and Health Visiting for Scotland, það var upphafið að frekara námi og rannsóknum á þessu efni.

Rannsóknir Elísabetar hafa beinst að sálfélagslegum þáttum hjá einstaklingum með krabbamein á mismunandi stigum sjúkdómsins og þáttum sem snúa að líknar og- lífslokameðferð.

Í meistaranámi við Glasgow-háskóla í Skotlandi lagði Elísabet áherslu á krabbamein og- líknarhjúkrun. Hún rannsakaði reynslu hjúkrunarnema, sem voru að útskrifast, af samskiptum þeirra við mikið veika og deyjandi einstaklinga með krabbamein og þeirra fjölskyldur undir leiðsögn Diana E. Carter, dósents. Markmiðið var meðal annars að kanna hvort þeir teldu sig nægjanlega undirbúna fyrir þessa áskorun í hjúkrun.

Í doktorsnámi sínu við Háskólann í Lundi í Svíþjóð beindi Elísabet sjónum að íslenskum einstaklingum sem voru í meðferð á göngudeildum vegna krabbameins ásamt prófessor Ingalill Rahm Hallberg og Ingrid Ågren Bolmsjö dósent við Háskólanum í Lundi og Elínu Díönnu Gunnarsdóttur dósent, Háskólanum á Akureyri. Með notkun bæði megindlegra og eigindlegra rannsóknaraðferða var markmiðið að skoða streitu, kvíða, bjargráð og ánægju með hjúkrun, meðferð og aðra heilbrigðisþjónustu frá sjónarhóli þeirra sem fengu þjónustuna.

Rannsóknir Elísabetar og meðhöfunda hennar hafa birst í innlendum og erlendum ritrýndum vísindatímaritum um heilbrigðismál og í bók hennar: Patients’ experiences of cancer and treatment: Distress, coping and perception of care. Niðurstöður rannsókna Elísabetar hafa stuðlað að úrbótum við uppbyggingu og þróun á sviði þjónustu við einstaklinga með krabbamein og aðra sjúklinga sem þarfnast sérhæfðrar líknar og- lífslokameðferðar á Akureyri. Þar er helst að nefna þróun starfsemi Heimahlynningar á Akureyri sem veitt hefur sérhæfða líknar- og lífslokameðferð í heimahúsum frá 1992, uppbyggingu og mótun starfssviðs klínískrar sérhæfingar á þessu sviði á Sjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) (nú SAk) og vinnu á vegum Velferðarráðuneytisins að tillögum um endurskipulagningu á líknar- og lífslokameðferð á Akureyri og hvernig samþætta má þá þjónustu við önnur heilbrigðisumdæmi. Rannsóknir Elísabetar hafa einnig þróast áfram með tilkomu sérhæfðrar námslínu til diploma og meistaragráðu í krabbameins- og líknarhjúkrun við Háskólann á Akureyri sem hófst árið 2003.

Elísabet er fædd árið 1950. Hún lauk prófi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1973, NBS/Professional studies frá National Board for Nursing, Midwifery and Health Visiting í Skotlandi 1992, BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 1995, meistaraprófi frá Glasgow-háskóla í Skotlandi 1998 og doktorsprófi frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð 2007. Hún fékk danskt hjúkrunarleyfi 1973. Sérfræðileyfi í krabbameins- og líknarhjúkrun fékk hún hjá Landlæknisembættinu árið 2011. Hún hefur verið félagsmaður í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga frá 1973, Nursing and Midwifery Council frá 1989 – 2000 og The Royal College of Nursing frá 1991 – 2004.

Mynd:
  • Úr safni EH.

Útgáfudagur

1.7.2018

Síðast uppfært

9.8.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Elísabet Hjörleifsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 1. júlí 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76053.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 1. júlí). Hvað hefur vísindamaðurinn Elísabet Hjörleifsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76053

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Elísabet Hjörleifsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 1. júl. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76053>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Elísabet Hjörleifsdóttir rannsakað?
Elísabet Hjörleifsdóttir er dósent í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og brautarstjóri námslínunnar Krabbamein og líknarmeðferð. Rannsóknir Elísabetar hafa beinst að sálfélagslegum þáttum hjá einstaklingum með krabbamein á mismunandi stigum sjúkdómsins og þáttum sem snúa að líknar og- lífslokameðferð. Megináherslur hafa verið á að skoða andlega og líkamlega líðan, bjargráð, ánægju með þjónustu, samskipti heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og aðstandenda og þróun meðferðarsambands. Einnig hafa rannsóknir hennar beinst að stöðu þekkingar og skilnings hjúkrunarfræðinga á líknar og- lífslokameðferð.

Elísabet lauk framhaldsnámi (diploma) í samskiptatækni og uppbyggingu meðferðarsambands, kennslufræðum og ráðgjöf og hjúkrun deyjandi sjúklinga frá National Board for Nursing, Midwifery and Health Visiting for Scotland, það var upphafið að frekara námi og rannsóknum á þessu efni.

Rannsóknir Elísabetar hafa beinst að sálfélagslegum þáttum hjá einstaklingum með krabbamein á mismunandi stigum sjúkdómsins og þáttum sem snúa að líknar og- lífslokameðferð.

Í meistaranámi við Glasgow-háskóla í Skotlandi lagði Elísabet áherslu á krabbamein og- líknarhjúkrun. Hún rannsakaði reynslu hjúkrunarnema, sem voru að útskrifast, af samskiptum þeirra við mikið veika og deyjandi einstaklinga með krabbamein og þeirra fjölskyldur undir leiðsögn Diana E. Carter, dósents. Markmiðið var meðal annars að kanna hvort þeir teldu sig nægjanlega undirbúna fyrir þessa áskorun í hjúkrun.

Í doktorsnámi sínu við Háskólann í Lundi í Svíþjóð beindi Elísabet sjónum að íslenskum einstaklingum sem voru í meðferð á göngudeildum vegna krabbameins ásamt prófessor Ingalill Rahm Hallberg og Ingrid Ågren Bolmsjö dósent við Háskólanum í Lundi og Elínu Díönnu Gunnarsdóttur dósent, Háskólanum á Akureyri. Með notkun bæði megindlegra og eigindlegra rannsóknaraðferða var markmiðið að skoða streitu, kvíða, bjargráð og ánægju með hjúkrun, meðferð og aðra heilbrigðisþjónustu frá sjónarhóli þeirra sem fengu þjónustuna.

Rannsóknir Elísabetar og meðhöfunda hennar hafa birst í innlendum og erlendum ritrýndum vísindatímaritum um heilbrigðismál og í bók hennar: Patients’ experiences of cancer and treatment: Distress, coping and perception of care. Niðurstöður rannsókna Elísabetar hafa stuðlað að úrbótum við uppbyggingu og þróun á sviði þjónustu við einstaklinga með krabbamein og aðra sjúklinga sem þarfnast sérhæfðrar líknar og- lífslokameðferðar á Akureyri. Þar er helst að nefna þróun starfsemi Heimahlynningar á Akureyri sem veitt hefur sérhæfða líknar- og lífslokameðferð í heimahúsum frá 1992, uppbyggingu og mótun starfssviðs klínískrar sérhæfingar á þessu sviði á Sjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) (nú SAk) og vinnu á vegum Velferðarráðuneytisins að tillögum um endurskipulagningu á líknar- og lífslokameðferð á Akureyri og hvernig samþætta má þá þjónustu við önnur heilbrigðisumdæmi. Rannsóknir Elísabetar hafa einnig þróast áfram með tilkomu sérhæfðrar námslínu til diploma og meistaragráðu í krabbameins- og líknarhjúkrun við Háskólann á Akureyri sem hófst árið 2003.

Elísabet er fædd árið 1950. Hún lauk prófi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1973, NBS/Professional studies frá National Board for Nursing, Midwifery and Health Visiting í Skotlandi 1992, BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 1995, meistaraprófi frá Glasgow-háskóla í Skotlandi 1998 og doktorsprófi frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð 2007. Hún fékk danskt hjúkrunarleyfi 1973. Sérfræðileyfi í krabbameins- og líknarhjúkrun fékk hún hjá Landlæknisembættinu árið 2011. Hún hefur verið félagsmaður í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga frá 1973, Nursing and Midwifery Council frá 1989 – 2000 og The Royal College of Nursing frá 1991 – 2004.

Mynd:
  • Úr safni EH.

...