Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 332 svör fundust
Hvað er nóróveira?
Hugtakið nóróveirur er notað sem samheiti yfir nokkrar gerðir af skyldum veirum sem valda iðrasýkingum í mönnum. Þessar veirur hafa einnig verið kallaðar Norwalk-veirur. Nóróveira greindist fyrst eftir að hafa valdið faraldri iðrasýkinga í skóla í Norwalk í Ohio í Bandaríkjunum árið 1968. Í kjölfar þessa greindust...
Hvað nær mannkynssagan langt aftur í tímann?
Þessari spurningu má svara á ýmsa vegu. Þannig getum við sagt að mannkynssagan nái aftur til þess tíma þegar dýrategundin Homo sapiens kemur fram fyrir um það bil 400-500 þúsundum ára, eða fyrsti forveri hennar (Australopithecines) sem talinn er koma fram fyrir u.þ.b. 4,4 milljónum ára. Venjan er hins vegar í ...
Hvað felst í því að skrá erfðamengi mannsins og hvað hefur það í för með sér?
Upphaflega var spurt á þessa leið: Getið þið útskýrt betur hvað það felur í sér að kortleggja allt erfðaefni mannsins? - Helgi Jónsson Hvaða dyr opnar skráningin á erfðamengi mannsins? - Sæmundur Oddsson Gen eru gerð úr tvöföldum þráðum DNA-kjarnsýru sem er erfðaefni allra lífvera. (Sjá Hvað eru DNA og RNA og...
Hvaðan kemur vatnið?
Sólkerfið myndaðist fyrir um 4.500 milljónum ára við það að geimþoka „þéttist”, það er að segja að loftsteinar og geimryk af ýmsu tagi safnaðist saman í sólina (yfir 99% massans) og fáeinar afmarkaðar reikistjörnur. Leifar af hinni upprunalegu geimþoku er að finna í þeirri gerð loftsteina sem nefnast „kondrítar”, ...
Hvað er kjarnorka og hvernig verkar hún?
Til að svara þessari spurningu er best að skoða fyrst uppbyggingu frumeinda. Hún er þannig að lítill kjarni gerður úr óhlöðnum nifteindum og jákvætt hlöðnum róteindum er umlukinn neikvætt hlöðnum rafeindum. Milli kjarneindanna, en svo nefnast nifteindir og róteindir einu nafni, verkar svonefndur kjarnakraftur. Mei...
Hvað er innkirtlakerfi?
Innkirtlakerfi er eitt af líffærakerfum mannslíkamans. Það samanstendur af svokölluðum innkirtlum (e. endocrine glands) en það eru kirtlar sem seyta afurðum sínum út í millifrumuvökva fyrir utan þá og þaðan flæða þær í blóðrásina. Opnir kirtlar eða útkirtlar (e. exocrine glands) seyta sínum afurðum aftur á móti út...
Hvað getið þið sagt mér um bardagalistir ninja?
Bardagalistir ninja byggjast á samansafni aðferða og fræða sem nefnast einu nafni ninjutsu (忍術). Iðkendur ninjutsu voru svokallaðir shinobi eða ninja. Þeir fengu leiðsögn í meðferð vopna ásamt því að fá þjálfun í bardagatækni og herkænsku. Þeir lærðu hvernig mætti leynast og fara um eins og skugg...
Sjást rauðir risar frá jörðinni? Getur verið að þessi mynd sem ég tók í Reykjavík sýni rauðan risa?
Já, frá jörðinni sjást nokkrir rauðir risar með berum augum, en það er hins vegar erfitt að segja til um hvort myndin sem spyrjandi tók sýni rauðan risa. Frá Íslandi séð eru stjörnurnar Aldebaran í Nautinu, Arktúrus í Hjarðmanninum og Pollux í Tvíburunum þekktustu rauðu risarnir sem sjást með berum augum, en ei...
Eru hár katta og hunda gerð úr sömu efnum og hár manna?
Í grundvallaratriðum eru hin ýmsu tilbrigði hára sem vaxa á mönnum og hár (feldhár) katta og hunda úr sömu byggingarefnunum. Þau eru gerð úr prótínum sem nefnast keratín en það er nokkurs konar útvöxtur úr hársekkjum frumna í skinni spendýra. Mannshár stækkað tvö hundruð sinnum. Það er því enginn efnafræðile...
Hvað er vitað um skelkrabba?
Skelkrabbar (Ostracoda) eru meðal tegundaauðugustu núlifandi krabbadýra (Crustacea). Alls hefur rúmlega 8 þúsund skelkrabbategundum verið lýst en það er rúmlega 12% allra núlifandi krabbadýra sem greind hafa verið til tegunda. Helsta einkenni þessa hóps er að flatur skrokkurinn er umvafinn tveimur skeljum líkt og ...
Eyðir spennubreytir sem er í sambandi jafnmikilli raforku hvort sem hann er í notkun eða ekki?
Svarið er: Nei, hann eyðir meiri orku þegar hann er í notkun heldur en þegar hann er bara „í sambandi“. Þegar spennubreytir er í sambandi en ekki í notkun fer riðstraumur um inntaksvafningana en ekki úttaksmegin. Spennirinn flytur því ekki afl frá inngangi til útgangs en hann eyðir samt nokkurri orku eða afli....
Hvers vegna myndast kuldi þegar salti er stráð á ís, til dæmis á tröppum húsa, og hvers vegna breytist ísinn þá í vökva?
Vatnssameindirnar eru á stöðugri hreyfingu en þegar hitastigið lækkar hægja þær á sér og aðdráttarkraftar milli þeirra fara að hafa meiri áhrif. Við frostmark (0°C) fara sameindirnar svo hægt að þær ná að festast saman og mynda ískristall. Slíkt köllum við hamskipti efnis eða fasaskipti og eðlisfræðingar tala um a...
Til hvers eru undirskálar?
Upphaflega var spurt á þessa leið: Til hvers eru undirskálar? Ef maður hugsar um það er enginn tilgangur með þeim. Eða hvað? Undirskálar eru mikið þarfaþing. Án undirskála hefði H.C. Andersen til dæmis lent í vandræðum þegar hann skrifaði söguna Eldfærin:Í fyrsta herberginu muntu sjá stóra kistu. Á henni situr hu...
Á hverju byggist Doppler-ratsjá og hvernig verkar hún?
Ratsjártæknin mótaðist í seinni heimsstyrjöldinni, meðal annars sem aðferð til að fylgjast með óvinaflugvélum og -skipum. Ratsjáin sendir frá sér rafsegulbylgjur með tiltekinni bylgjulengd sem hentar til að "sjá" málmhluti af þessari stærð. Bylgjuhögg ("púlsar") fara frá tækinu í tiltekna, afmarkaða stefnu og bylg...
Myndast nýjar fitufrumur þegar við fitnum?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Er það satt að þegar maður fitnar þá myndi líkaminn nýjar fitufrumur sem eyðast aldrei og því sé auðveldara að fitna aftur? Heildarmagn fitu í líkamanum, það er hversu feitur einstaklingur er, fer eftir tvennu - annars vegar fjölda fitufrumna og hins vegar stærð þeirra eða hve...