Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 671 svör fundust
Hvað er leprechaun og hver er uppruni hans? Eiga sögur af honum einhverja stoð í raunveruleikanum?
Leprechaun er lítill karl af öðrum heimi í írskri þjóðtrú. Hann er einfari og gætir gjarnan falinna fjársjóða en stundum er þó talað um að hann geri álfum skó. Á myndinni, sem er frá um 1900, má sjá leprechaun telja gullið sitt. Þekktust er sagan af mennskum manni sem grípur leprechaun, heldur honum föstum í gr...
Hvernig halda skjaldbökur sér köldum í heitu veðri?
Lifnaðarhættir skjaldbaka eru æði mismunandi. Nokkrar tegundir hafa að mestu leyti aðlagast lífi í sjó og koma aðeins á land til að verpa en flestar skjaldbökutegundir lifa hins vegar á landi við miðbaug og á heittempruðum svæðum. Að jafnan eru skjaldbökur því hitabeltisdýr, þótt þær verpi vissulega víðar. Útbr...
Er geymslurými heilans óendanlegt?
Geymslurými heilans er endanlegt í bókstaflegum skilningi en hann virðist hins vegar margfalt stærri en það sem hann gæti nokkurn tímann þurft að muna. Stærð heilans ein og sér sýnist því ekki takmarka til dæmis minnisgetu hans. Upphafleg spurning var sem hér segir: Er það satt að geymslurými heilans sé óe...
Hvernig var daglegt líf almúgafólks á miðöldum?
Svarið við þessari spurningu gæti fyllt margar bækur og yrði þó aldrei tæmandi. Því er líklega best að umorða spurninguna dálítið og spyrja hvað var ólíkast með lífi almúgafólks á miðöldum og lífi fólks hér og nú. Og þá er best að hugsa um lífið eins og það var nær hvar sem var í Evrópu, að Íslandi meðtöldu. Me...
Hvað hefur vísindamaðurinn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir rannsakað?
Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir er rannsóknasérfræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum. Guðbjörg Ásta hefur brennandi áhuga á því hvernig líffræðilegur fjölbreytileiki verður til og hvernig líffræðilegur breytileiki til dæmis í atferli, vistnýtingu og arfgerðum skiptist á milli tegund...
Hvað er svefnsækni og hvernig er hún greind?
Svefnsækni (e. hypersomnia) er sjúkdómur sem einkennist af gífurlegri þreytu og miklum svefni. Þeir sem þjást af svefnsækni eru þreyttir svo til allan sólarhringinn, jafnvel þó þeir hafi náð fullkomnum nætursvefni eða leggi sig á daginn. Þessi mikla þreyta yfir daginn veldur vanlíðan þar sem vökutímar sjúklinga er...
Hvað hefur vísindamaðurinn Viggó Þór Marteinsson rannsakað?
Viggó Þór Marteinsson er sérfræðingur í örverufræði og lektor við Matvæla- og næringardeild Háskóla Íslands ásamt því að vera faglegur leiðtogi á sviði rannsókna og nýsköpunar hjá Matís ohf. Örverufræði er fag sem tengist þverfaglega öðrum fræðasviðum eins og líffræði, líftækni, matvælafræði, jarðfræði, læknis...
Hafa sjávarspendýr minni réttindi en spendýr sem lifa á landi?
Segja má að lengi vel hafi sjávarspendýr eins og selir búið við minni vernd en villt dýr á landi, og í þeim skilningi haft minni réttindi. Engin friðunarlög giltu um seli hér á landi þar til mjög nýlega en þá var svo komið að selastofnar við landið voru orðnir það litlir að við blasti að sel yrði nánast eða alveg ...
Af hverju er ekki hægt að standa á skýjunum?
Eins og útskýrt er í svari Haraldar Ólafssonar við spurningunni 1) Af hverju myndast ský og 2) af hverju falla þau ekki til jarðar? þá eru ský ekkert annað en vatn sem hefur gufað upp úr höfum og vötnum og þést þegar það hefur komið ofar í lofthjúpinn þar sem er kaldara. Í skýjum er oft uppstreymi lofts. Vatns...
Hafa gullfiskar gagn og gaman af því að hafa dót í búrinu?
Þessari spurningu er erfitt að svara því að þekking okkar á hugsun og tilfinningalífi dýra er takmörkuð. Þó vita þau okkar sem hafa umgengist dýr að mörg þeirra geta leikið sér og haft af því gaman. Hver hefur til dæmis ekki séð hrafna sýna loftfimleika í háloftunum, kisur sem eltast við garnhnykla og hunda sem hl...
Hvenær er æxlunartímabil hjá hagamús, húsamús, brúnrottu og svartrottu?
Æxlunartímabil íslenskra nagdýra ræðst aðallega af tíðarfari og því hvar á landinu nagdýrin lifa. Sænski vistfræðingurinn Bengtson rannsakaði ýmsa þætti í vistfræði hagamúsarinnar (Apodemus sylvaticus) á Íslandi á árunum 1973-1977. Í rannsókn sinni bar hann saman tvo stofna sem lifðu við mjög ólík umhverfisskil...
Hver eru sérsvið afbrotafræðinnar?
Afbrotafræðin er ein grein félagsvísinda sem styðst við viðurkenndar aðferðir til rannsókna á afbrotum og viðbrögðum samfélagsins við þeim. Afbrotafræðin er vísindaleg rannsókn á afbrotum, afbrotahegðan og viðurlögum. Mikilvægt einkenni afbrotafræðinnar er þverfaglegt eðli hennar. Afbrotafræðingar koma úr ýmsum vi...
Hvernig skilgreinir maður hring?
Orðið hringur í íslensku hefur margar merkingar en spyrjandi er trúlega á höttunum eftir merkingu þess í stærðfræði. Hún er sem hér segir:Hringur eða hringferill er mengi þeirra punkta í sléttu eða plani sem eru í tiltekinni fjarlægð frá gefnum punkti. Sá punktur nefnist miðja eða miðpunktur hringsins. Gefni pu...
Hvað verða gíraffar gamlir?
Þegar svara á spurningu sem þessari verður að taka með í reikninginn að villt dýr verða sjaldan mjög gömul. Lífsbaráttan í náttúrunni er hörð og það er sjaldgæft að villt dýr nái háum aldri áður en þau lenda í klónum á rándýrum, verða fyrir fæðuskorti eða öðrum áföllum. Það er því best að átta sig á mögulegum h...
Af hverju eru Kínverjar skáeygðir en ekki við?
Í rauninni eru allir með örlítið skásett augu því hjá öllu fólki lækkar augnrifan inn að nefinu. Hins vegar er misjafnt hversu áberandi það er. Augun virðast meira skásett vegna húðfellingar sem liggur yfir efra augnlokinu að nefninu. Haraldur Ólafsson fjallar um þetta mál í svari sínu við spurningunni Af hverj...