Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir er rannsóknasérfræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum.

Guðbjörg Ásta hefur brennandi áhuga á því hvernig líffræðilegur fjölbreytileiki verður til og hvernig líffræðilegur breytileiki til dæmis í atferli, vistnýtingu og arfgerðum skiptist á milli tegunda, stofna og einstaklinga. Guðbjörg Ásta hóf feril sinn í vísindum í BS-námi með rannsóknum á því hvernig breytileiki í búsvæðum innan íslenskra vatna stuðlar að fjölbreytileika hornsílastofna, aðlögun stofnanna að einstökum búsvæðum og leiðir jafnvel til þess að nýjar tegundir verða til.

Guðbjörg Ásta hefur brennandi áhuga á því hvernig líffræðilegur fjölbreytileiki verður til og hvernig líffræðilegur breytileiki til dæmis í atferli, vistnýtingu og arfgerðum skiptist á milli tegunda, stofna og einstaklinga.

Á síðustu árum hafa rannsóknir Guðbjargar Ástu beinst í ríkari mæli að nytjastofnum sjávarfiska með það að markmiði að skilja áhrif umhverfisþátta á líffræðilegan breytileika fiskistofna og hvernig má viðhalda breytileika í því augnamiði að vernda stofnana. Vistkerfi sjávar er undir álagi vegna síaukinnar nýtingar, loftslagsbreytinga og ásóknar manna í strandsvæði. Rannsóknir af þessu tagi auka skilning á væntanlegum áhrifum og eru þess vegna forsenda verndaráætlana og mótvægisaðgerða.

Guðbjörg Ásta hefur hlotið fjölda rannsóknastyrkja og stýrir um þessar mundir meðal annars tveimur rannsóknaverkefnum á tengslum umhverfisbreytileika og breytileika í þorskstofninum. Annars vegar þverfræðilegu verkefni á þorskstofninum á sögulegum tíma og hins vegar verkefni um vistfræði þorskseiða á uppeldisstöðvum.

Guðbjörg Ásta hefur lagt sig fram um að kynna rannsóknir sínar og rannsóknaniðurstöður á breiðum vettvangi; með vísindagreinum, en hún hefur birt um 20 greinar í alþjóðlega viðurkenndum vísindaritum, fyrirlestrum, viðtölum við fjölmiðla og með uppsetningu sýninga þar sem niðurstöðum vísindarannsókna er miðlað.

Á síðustu árum hafa rannsóknir Guðbjargar Ástu beinst í ríkari mæli að nytjastofnum sjávarfiska. Hér má sjá Guðbjörgu á seiðaveiðum.

Guðbjörg Ásta er fædd 1976, hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1996 og BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 2000. Þá lauk hún ársnámi í jarð- og landfræði. Að loknu doktorsnámi við Háskólann í St. Andrews í Skotlandi hlaut hún rannsóknastöðustyrk við líffræðideild Háskóla Íslands. Árið 2007 var Guðbjörg Ásta ráðin forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum þar sem hún hefur byggt upp þverfræðilegar rannsóknir á auðlindum- og auðlindanýtingu strandsvæða.

Myndir:

  • Úr safni GÁÓ.

Útgáfudagur

9.2.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75246.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 9. febrúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75246

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75246>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir rannsakað?
Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir er rannsóknasérfræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum.

Guðbjörg Ásta hefur brennandi áhuga á því hvernig líffræðilegur fjölbreytileiki verður til og hvernig líffræðilegur breytileiki til dæmis í atferli, vistnýtingu og arfgerðum skiptist á milli tegunda, stofna og einstaklinga. Guðbjörg Ásta hóf feril sinn í vísindum í BS-námi með rannsóknum á því hvernig breytileiki í búsvæðum innan íslenskra vatna stuðlar að fjölbreytileika hornsílastofna, aðlögun stofnanna að einstökum búsvæðum og leiðir jafnvel til þess að nýjar tegundir verða til.

Guðbjörg Ásta hefur brennandi áhuga á því hvernig líffræðilegur fjölbreytileiki verður til og hvernig líffræðilegur breytileiki til dæmis í atferli, vistnýtingu og arfgerðum skiptist á milli tegunda, stofna og einstaklinga.

Á síðustu árum hafa rannsóknir Guðbjargar Ástu beinst í ríkari mæli að nytjastofnum sjávarfiska með það að markmiði að skilja áhrif umhverfisþátta á líffræðilegan breytileika fiskistofna og hvernig má viðhalda breytileika í því augnamiði að vernda stofnana. Vistkerfi sjávar er undir álagi vegna síaukinnar nýtingar, loftslagsbreytinga og ásóknar manna í strandsvæði. Rannsóknir af þessu tagi auka skilning á væntanlegum áhrifum og eru þess vegna forsenda verndaráætlana og mótvægisaðgerða.

Guðbjörg Ásta hefur hlotið fjölda rannsóknastyrkja og stýrir um þessar mundir meðal annars tveimur rannsóknaverkefnum á tengslum umhverfisbreytileika og breytileika í þorskstofninum. Annars vegar þverfræðilegu verkefni á þorskstofninum á sögulegum tíma og hins vegar verkefni um vistfræði þorskseiða á uppeldisstöðvum.

Guðbjörg Ásta hefur lagt sig fram um að kynna rannsóknir sínar og rannsóknaniðurstöður á breiðum vettvangi; með vísindagreinum, en hún hefur birt um 20 greinar í alþjóðlega viðurkenndum vísindaritum, fyrirlestrum, viðtölum við fjölmiðla og með uppsetningu sýninga þar sem niðurstöðum vísindarannsókna er miðlað.

Á síðustu árum hafa rannsóknir Guðbjargar Ástu beinst í ríkari mæli að nytjastofnum sjávarfiska. Hér má sjá Guðbjörgu á seiðaveiðum.

Guðbjörg Ásta er fædd 1976, hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1996 og BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 2000. Þá lauk hún ársnámi í jarð- og landfræði. Að loknu doktorsnámi við Háskólann í St. Andrews í Skotlandi hlaut hún rannsóknastöðustyrk við líffræðideild Háskóla Íslands. Árið 2007 var Guðbjörg Ásta ráðin forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum þar sem hún hefur byggt upp þverfræðilegar rannsóknir á auðlindum- og auðlindanýtingu strandsvæða.

Myndir:

  • Úr safni GÁÓ.
  • ...