Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaFélagsvísindiÞjóðfræðiHvað er leprechaun og hver er uppruni hans? Eiga sögur af honum einhverja stoð í raunveruleikanum?
Leprechaun er lítill karl af öðrum heimi í írskri þjóðtrú. Hann er einfari og gætir gjarnan falinna fjársjóða en stundum er þó talað um að hann geri álfum skó. Á myndinni, sem er frá um 1900, má sjá leprechaun telja gullið sitt.
Þekktust er sagan af mennskum manni sem grípur leprechaun, heldur honum föstum í greip sinni og krefst þess að hann vísi sér á fjársjóðinn. Takist manninum að horfa á leprechauninn án þess að kvika verður sá stutti að segja frá. Stundum nær hann þó að beina athygli mannsins að einhverju öðru og þegar maðurinn lítur aftur til baka er leprechauninn horfinn.
Leprechaun sést stundum á hlaupum í skóglendi og situr líka oft og reykir pípu, einkum í sögum handa börnum. Hann gefur mönnum gjafir, til dæmis buddur sem tæmast aldrei, en þiggjendurnir misnota þær alltaf og þá verða þær að dufti.
Smáverur af sama toga og leprechaun (luchorpán, það er „litli kroppur“) eru í írskum fornsögum, lifa þar margar saman, tengjast göldrum og veita fólki gjafir og hæfileika. Þessar sögur eru af alþjóðlegum meiði og hafa verið skýrðar með því að Írar hafi flutt inn hugmyndir um dvergasamfélög og sögur af þeim. Á Írlandi hafi sögurnar síðan þróast áfram og einfarinn í seinni alda þjóðtrú orðið til.
Um uppruna leprechauns í raunheimum er allt óvissara. Þó má segja að goðsögur og ævintýri endurspegla ævinlega, líkt og aðrar sögur, með einhverjum hætti hugmyndir manna um fortíð, samtíð, sjálfa sig, aðra og umhverfi sitt.
Mynd: Image:Leprechaun engraving 1900.jpg. Wikimedia Commons.
Gísli Sigurðsson. „Hvað er leprechaun og hver er uppruni hans? Eiga sögur af honum einhverja stoð í raunveruleikanum?“ Vísindavefurinn, 22. júní 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6697.
Gísli Sigurðsson. (2007, 22. júní). Hvað er leprechaun og hver er uppruni hans? Eiga sögur af honum einhverja stoð í raunveruleikanum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6697
Gísli Sigurðsson. „Hvað er leprechaun og hver er uppruni hans? Eiga sögur af honum einhverja stoð í raunveruleikanum?“ Vísindavefurinn. 22. jún. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6697>.