Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 225 svör fundust

category-iconUmhverfismál

Hvernig er olía hreinsuð úr sjó, til dæmis eftir olíuslys?

Hafa skal í huga að mestur hluti þeirrar olíu sem berst í hafið kemur af landi og á það bæði við um tíðni og heildarmagn. Næst að tíðni og umfangi eru óhöpp sem verða við meðhöndlun olíu fyrir skip, bæði lestun og losun. Stærstu einstöku óhöppin sem vekja mesta athygli verða hins vegar þegar skip farast, stranda e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er stærðfræðileg sönnun þess að a + b = b + a og að (a + b) + c = a + (b + c) ef a, b og c eru rauntölur?

Þessar vel þekktu reglur eru kallaðar víxl- og tengiregla samlagningar. Ásamt nokkrum öðrum vel þekktum reglum um samlagningu og margföldun mynda þær grundvallaraðgerðir þeirrar algebru sem maður lærir í grunn- og menntaskóla. Þrátt fyrir að þær virðist einfaldar og eðlilegar er þó ekki hlaupið að því að sanna þær...

category-iconHagfræði

Er hægt að færa niður skuldir almennings án þess að nokkur beri kostnaðinn?

Reglulega koma ýmsir fram sem telja sig hafa fundið leið til að færa niður skuldir almennings án þess að nokkur beri af því kostnað. Svo er ekki: á endanum þarf einhver að bera kostnað af slíkum afskriftum og það eru líklega að stærstum hluta íslenskir skattgreiðendur. Leið 0 Augljósasta leiðin til að færa ni...

category-iconHeimspeki

Er það góð aðferð til að bæta heiminn að reka hið illa út með ofbeldi?

Hver veit nema engin aðferð sé skilvirkari þegar bregðast þarf við einhverju böli. Í þeim skilningi getur aðferðin talist vera góð, enda kannast allir við orðtakið „með illu skal illt út reka“. Til dæmis er sjaldgæft að kvikmyndir sýni áhorfendum annars konar leiðir þegar mæta þarf þeim öflum sem fara um með ofbel...

category-iconHeimspeki

Hvernig er stjórnarskránni breytt og er hægt að finna betri leið til þess?

Alþingi getur breytt stjórnarskrá Íslands, en það verður að gerast í tveimur lotum. Fyrst er frumvarp um stjórnarskrárbreytingu lagt fyrir Alþingi og fjallað um það á sama hátt og önnur lagafrumvörp. Breytingin tekur hins vegar ekki gildi þó að Alþingi samþykki það. Til þess að stjórnarskrárbreyting taki gildi þar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu margar margæsir dvelja hér á leið sinni til og frá varpstöðva?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Við hjónin höfum fylgst með fuglalífi á Álftanesinu, ekki síst viðkomu margæsa á vorin og aftur á haustin. Það komu allstórir flokkar margæsa í vor en óvenjulega fáir í haust frá varpstöðunum. Kunnið þið einhvern frekari deili á þessu, eða misstum við bara af þessu? Hversu stór e...

category-iconHeimspeki

Hvað er tími?

Öll þekkjum við tímann og notum hann á einn eða annan hátt. Við nýtum hann vel eða sóum honum (jafnvel drepum hann!), mælum hann með töluverðri nákvæmni og vísum til þessara mælinga með reglulegu millibili, og eftirsóknarvert þykir að hafa nóg af honum. Þrátt fyrir þetta lendum við gjarnan í ýmsum flækjum þegar vi...

category-iconStærðfræði

Hvers vegna notum við sætiskerfi og hvaða kosti hefur það umfram önnur talnakerfi?

Einfaldasta leiðin til að rita tölur er að skrá strik fyrir hverja einingu. Betri yfirsýn fæst yfir talninguna ef strikunum er raðað í hneppi, til dæmis fimm strik saman eins og oft er gert í spilamennsku. Rómverskur talnaritháttur er skyldur þessum rithætti, en ef til vill þrepi ofar í þróuninni. Þá táknar b...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um vistfræði hrafnsins á Íslandi?

Óhætt er að segja að hrafninn (Corvus corax) sé einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Hann er algengur um allt land og er mjög áberandi í byggð yfir veturinn þegar jarðbönn eru. Hann er staðfugl hér og duglegur að bjarga sér þegar hart er í ári. Flestir hafa líklega séð krumma á flugi og óþarfi er að lýsa...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað er átt við með ljósmengun, er það mikið vandamál á Íslandi og hvað er til ráða gegn því?

Með orðinu ljósmengun (e. light pollution) er átt við þau áhrif á umhverfið sem verða af mikilli og óhóflegri lýsingu í næturmyrkri. Þessi áhrif felast öðru fremur í því að menn sjá stjörnuhimininn illa þegar þeir eru staddir inni í stórborgum nútímans eða annars staðar þar sem ljósmengunar gætir. Þetta truflar bæ...

category-iconSálfræði

Hvað fær menn til að nota ung börn kynferðislega?

Athugasemd ritstjórnar: Þetta svar fjallar sérstaklega um kynferðisafbrot sem beinast gegn börnum geranda. Fræðimenn sem rannsakað hafa kynferðislega misnotkun á börnum hafa meðal annars flokkað kynferðisafbrotamenn á þennan hátt: Gerandinn sem leitar eftir ástúð og hlýju Gerandinn þar sem allt snýst um kyn...

category-iconStærðfræði

Til hvers notum við frumtölur?

Frumtölur eru aðalviðfangsefni heillar stærðfræðigreinar sem kallast talnafræði. En í öllum greinum stærðfræði og í hagnýtingum á stærðfræði þar sem þarf að nota náttúrlegar tölur að einhverju marki má búast við að hugtakið frumtala stingi upp kollinum fyrr eða síðar. Náttúrleg tala kallast frumtala ef einu tö...

category-iconStærðfræði

Er hægt að leysa þessa þraut sem ég og vinnufélagarnir höfum glímt við í meira en eitt ár?

Þrautin sem um ræðir sést á mynd 1 hér fyrir neðan. Markmiðið er að teikna óbrotna línu, sem sker sjálfa sig ekki, og fer gegnum hvert strik í kassanum á myndinni nákvæmlega einu sinni. Mynd 1 - Þrautin Ein tilraun að lausn sést á mynd 2. Þar höfum við þó lent í sjálfheldu, því enn vantar að fara gegnum strikið ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er alltaf bein lína á milli tveggja punkta og geta beinar línur haft fleiri en einn skurðpunkt?

Spurningar um línur og punkta eru á verksviði rúmfræði, en það getur verið flókið að svara þeim. Þetta stafar af því að rúmfræði er meira en 5000 ára og það eru til margar undirgreinar í stærðfræði, eins og algebruleg rúmfræði, diffurrúmfræði og grannfræði, sem allar eru settar undir sama rúmfræðihattinn. Áherslur...

category-iconStærðfræði

Hver er Terence Tao og hvert er hans framlag til stærðfræðinnar?

Terence Tao er ástralskur stærðfræðingur. Tao er undrabarn í stærðfræði, hann keppti í alþjóðlegum stærðfræðikeppnum aðeins tíu ára gamall, lauk doktorsprófi tvítugur og var 24 ára þegar hann varð prófessor við UCLA-háskólann. Tao hlaut hin virtu Fields-verðlaun 31 árs. Sú stærðfræðiniðurstaða sem hann er einna þe...

Fleiri niðurstöður