Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1333 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var fyrsta lífveran?

Þessari spurningu er erfitt að svara. Enn sem komið er vita vísindamenn ekki um líf annars staðar í alheiminum en á jörðinni. Lífið á jörðinni gæti þó vel hafa borist til jarðarinnar utan úr geimnum og þá er nokkuð víst að fyrsta lífveran varð til annars staðar en á jörðinni og einnig á undan lífinu hér. En um...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru örverur?

Örverur (e. microbes, microorganism) eru ekki vel skilgreint líffræðilegt hugtak heldur safnheiti yfir smásæjar lífverur sem ekki er hægt að greina með berum augum. Þetta geta verið einfrumungar, hvort sem er heilkjarna eða dreifkjarna, en einnig smásæir fjölfrumungar. Fræðigreinin sem fjallar um þessar lífve...

category-iconLæknisfræði

Getur maður dáið úr fuglaflensu?

Hvað er fuglaflensa? Hverjar eru líkurnar á að fuglaflensa berist til Íslands? Hverjar eru líkurnar á að fuglaflensuveiran stökkbreytist þannig að hún smitist manna á milli? Hver eru einkenni fuglaflensu? Hvernig smitast menn af fuglaflensu? Er til lækning við fuglaflensu? Er hætta á að fuglaflensan verði að...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Verður jörðin einhver tímann útdauð?

Svarið er já; jörðin á eftir að eyðast endanlega þegar sólin þenst út og gleypir hana. Þetta gerist þó ekki í bráð heldur er talið að það verði eftir um það bil 8 milljarða ára. Það er gríðarlega langur tími, lengri en aldur jarðarinnar núna (4,6 milljarðar ára), og miklu lengri en svo að við getum skilið það alme...

category-iconHugvísindi

Hvað heita vikudagarnir á latínu?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Á að skrifa Jörð eða jörð?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Á að skrifa Jörð eða jörð? Aukaupplýsingar: Hér stendur að Mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi fengið svar frá Íslenskri málnefnd um að rita ætti stóran staf þegar um sérnafnið væri að ræða. Hinsvegar er orðið Jörð með stórum staf hvorki til á Snöru né hjá Beygingarl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Á hvaða árstíma gagga tófur aðallega?

Tófan er einfari (e. solitary) en félagskerfi tegundarinnar byggir á einkvæni og óðalshegðun. Algengasta fyrirkomulagið er að parið heldur saman svo lengi sem bæði lifa en mökun fer fram í mars. Samskipti fara fram með lyktarskilaboðum, sem eru yfirleitt þvagmerki eða með því að nudda lyktarkirtli sem staðsettur e...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað getið þið sagt mér um geimfarið Rosetta?

Rosetta er ómannaður rannsóknarleiðangur Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko. Rosetta var skotið á loft 2. mars árið 2004 og komst á braut um halastjörnuna þann 6. ágúst 2014. Með í för er lítið lendingarfar sem á að lenda á halastjörnunni í nóvember 2014. Það verður í f...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað er geimgrýti?

Hugtakið geimgrýti er notað um aragrúa grjót- eða málmhnullunga sem sveima um geiminn. Grýti er samheiti orðsins grjót sem einkum er notað um óhöggna steina. Geimgrýtið kemur meðal annars úr smástirnabelti sem er á milli Mars og Júpíters og einnig úr halastjörnum sem hafa sundrast. Önnur hugtök eru einnig notuð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur það staðist að starinn sé kominn með hreiður í húsinu mínu um miðjan mars?

Öll spurningin hljóðaði svona: Getið þið sagt mér til um hvenær staratímabilið er? Getur verið að starinn sé kominn með hreiður á húsinu mínu núna 15 mars? Starahreiður eru oft á eða í mannabústöðum, í holum undir þakskeggjum, veggjum, hreiðurkössum og jafnvel í yfirgefnum vinnuvélum eða skipum. Það er...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað tilgangi þjónar SETI-verkefnið?

SETI er skammstöfunin fyrir Search for Extraterrestrial Intelligence, sem þýða mætti leit að vitsmunalífi utan jarðar, eða eitthvað í þá áttina. Markmið þessa verkefnis er að kanna og útskýra uppruna, eðli, tíðni og útbreiðslu lífs í alheiminum, með öðrum orðum að rannsaka hugsanlegt líf í alheiminum. SETI-...

category-iconTrúarbrögð

Hvernig urðu öll trúarbrögð til?

Þessari spurningu er erfitt að svara. Fyrir það fyrsta er erfitt að skilgreina hugtakið trúarbrögð. Og einnig er erfitt að gera sér grein fyrir hvar einum trúarbrögðum lýkur og hvar þau næstu taka við. Er kristni ein tegund trúarbragða eða eru eru hinir ýmsu "skólar" innan kristninnar sérstök trúarbrögð? Og þurfum...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er elsta og yngsta berg Íslands?

Elsta berg sem nú er ofan sjávarmáls á Íslandi er um það bil 16 milljón ára og er það að finna á ystu annesjum á norðanverðum Vestfjörðum, en lítið eitt yngra berg finnst austast á Austfjörðum. Eldra berg en það er sokkið í sæ. Um aldur Íslands er nánar fjallað í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hver...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Augusto Pinochet?

Augusto Pinochet (1915-2006).Augusto José Ramón Pinochet Ugarte var hershöfðingi og síðar einræðisherra Síle. Hann var giftur Lucía Hiriart de Pinochet og eignuðust þau fimm börn. Pinochet fæddist 25. nóvember 1915 og hann lést 10. desember árið 2006. Pinochet komst til valda árið 1973 eftir byltingu hersins g...

category-iconSálfræði

Sýna þeir sem hafa verið misnotaðir kynferðislega í æsku einhver einkenni þess síðar í lífinu, til dæmis í kynlífi?

Rannsóknir á áhrifum kynferðisofbeldis á börn og afleiðingum þess síðar á ævinni, hafa hingað til einkum beinst að stúlkum og konum, sem beittar hafa verið slíku ofbeldi í bernsku. Ástæða þessa er væntanlega sú að stúlkubörn virðast oftar vera fórnarlömb kynferðisofbeldis en drengir. Svarið byggist því á rannsóknu...

Fleiri niðurstöður