Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 189 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað lærði fólk árið 1000? Var um einhverja „menntun“ að ræða?

Frá fornu fari var við það miðað að íbúar trúboðssvæða fengju ekki skírn fyrr en eftir nokkra fræðslu sem var veitt á svokölluðu trúnemanámskeiði (katekumenati). Gat það tekið frá einu upp í þrjú ár. Þar lærði fólk frumatriði kristinnar trúar en jafnframt átti að laga líf þess að kristnu siðferði og gildismati. Lá...

category-iconHeimspeki

Hvað er sannleikur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað er sannleikur? Er hann það sem gerðist, hvernig atburðurinn er túlkaður eða hvernig við munum hann?Þessa spurningu má orða á ofurlítið annan hátt en hér er gert: Er sönn lýsing á atburði sú lýsing sem lýsir atburðinum, túlkar hann, eða gerir grein fyrir því hvernig muna...

category-iconHugvísindi

Af hverju voru hinar myrku miðaldir kallaðar þessu nafni?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvenær voru miðaldir?Miðaldir er tímabilið í mannkynssögunni sem er á milli fornaldar og nýaldar. Fornöld hefst með menningu Súmera í Mesópótamíu sem voru fyrstir til að skilja eftir sig ritaðar heimildir. Tímabilið á undan fornöld er nefnt forsögulegt, því frá þeim tím...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu margir alþingismenn voru á hinu forna Alþingi?

Ekki er vitað nákvæmlega hvernig Alþingi á Þingvöllum þróaðist áður en ritöld hófst, kristni var lögtekin og skriflegar heimildir um þingið urðu til. En helsta heimild okkar um skipulag Alþingis á þjóðveldisöld er lögbókin Grágás. Varðveitt handrit hennar eru ekki skráð fyrr en á síðustu áratugum þjóðveldisins, og...

category-iconHugvísindi

Af hverju urðu siðaskiptin hér á Íslandi?

Siðaskiptin voru fjölþjóðleg kirkjuleg-, pólitísk-, menningar- og félagsleg hreyfing sem átti rót sína að rekja til guðfræðilegrar endurskoðunar á meginlandi Evrópu og á Englandi á 16. öld. Segja má að siðaskiptamenn hafi haft sameiginlega hugsjón og sjálfsmynd sem gekk í megindráttum út á að siðbæta kirkjuna, það...

category-iconTrúarbrögð

Hvernig lítur Guð út?

Útlitið sem menn hugsa sér á guðum sínum er með ýmsu móti. Okkur er tamt að hugsa okkur Óðin, Þór og Freyju í mannsmynd og hið sama gildir til dæmis um grísk-rómversku guðina Seif (Júpíter), Afródíte (Venus) og félaga þeirra. Af þeim síðarnefndu eru til frægar höggmyndir sem sýna þetta glöggt. Þessar myndir eru ef...

category-iconTrúarbrögð

Hver var Ágústínus frá Hippó og hvert var hans framlag til guðfræðinnar?

Ágústínus kirkjufaðir fæddist í bænum Tagaste í Númídíu í Norður-Afríku, 13. nóvember 354. Fæðingarstaður hans heitir nú Souk Ahras og er í Alsír. Faðir hans hét Patrísíus. Hann var heiðinn en orðinn trúnemi og tók skírn síðar á ævinni. Móðir hans hét Móníka og var hún kristin og mikil trúkona og leitaðist við að ...

category-iconHugvísindi

Hver var Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku?

Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku var mikilvæg persóna í hugarheimi kristinna manna á miðöldum og allt fram á 17. öld og er víða fjallað um hann í landfræðiritum þess tíma. Hann var þó afurð lærðs ímyndunarafls og óskhyggju fremur en að hægt sé að tengja hann við raunverulegar persónur. Í Chronicon e...

category-iconTrúarbrögð

Hvert fer sálin þegar maður deyr?

Þetta svar er samið frá sjónarhóli guðfræðinnar og segir aðeins frá hugmyndum kristinna manna um tilveru eftir dauðann. -- Í kristinni trú þykir ljóst að menn munu eftir dauðann, að lokum, hafna ýmist í helvíti eða himnaríki. Yfirleitt er svo litið á að þangað fari maðurinn allur, sál hans og líkami, sem óaðskilja...

category-iconÞjóðfræði

Hver er munurinn á trölli, jötni og risa?

Í heild sinni hljómaði spurningin svona: Hver er munurinn á trölli, jötni og risa? Í Þýskalandi og víða eru tröll dvergvaxin og ljót en hér eru stór (sbr. tröllvaxinn). Vanalega er gerður greinarmunur á hugtökunum jötunn, tröll og risi, þó að vissulega skarist merking þeirra og skil geti verið óljós. Þannig til...

category-iconHugvísindi

Hver var Geronimo?

Geronimo (1829-1909) var frumbyggi í Norður-Ameríku af ættbálkinum Chiricahua Apache. Á máli Chiricahua var nafn hans Goyathlay, sem merkir „sá sem geispar“. Hann fæddist 16. júní 1829 við Turkey Creek sem þá tilheyrði Mexíkó. Í dag telst þetta svæði til Arizona-ríkis í Bandaríkjunum. Geronimo varð þekktur þeg...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er að segja um Oddaverja á Sturlungaöld?

Óljóst er hvenær Oddaverjar í Rangárþingi urðu höfðingjaætt. En í Landnámabók (Hauksbókargerð) er rakin ætt frá Hrafni Valgarðssyni heimska, landnámsmanni á Raufarfelli undir Eyjafjöllum: Hans börn voru þau Helgi bláfauskur og Freygerður og Jörundur goði, faðir Svarts, föður Loðmundar, föður Sigfúss, föður Sæmunda...

category-iconHugvísindi

Hver fann upp Jesú?

Erfitt er að fullyrða með vissu hvort Jesús hafi í raun og veru verið til eða ekki. Því er erfitt að svara þessari spurningu. Þau sem eru kristin telja að Guð hafi fundið upp Jesú. Sumt fólk sem ekki er kristið telur að Jesús hafi verið til en ekki verið sonur Guðs, það er að segja ekkert öðruvísi en aðrir. Hugsan...

category-iconUnga fólkið svarar

Voru María Magdalena og María mey sama konan?

Nei þær voru ekki sama konan. Samkvæmt Nýja Testamentinu var María mey móðir Jesú og því oft kölluð guðsmóðir til að vísa í þá trú að Jesú væri hinn eilífi sonur guðs. Ekki er mikið fjallað um Maríu í guðsspjöllunum og lítið er vitað um ævi hennar. Hún á að hafa komið frá Nasaret og verið dóttir hjóna að nafni ...

category-iconTrúarbrögð

Átti Jesús einhver systkini og gætu því núlifandi menn verið skyldir Kristi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Það er sagt frá því í guðspjöllunum að Jesús hafi átt systkini. Er hægt, og hefur verið reynt að rekja ættir núlifandi manna til Maríu meyjar. Er möguleiki á því að einhverjir séu skyldir Kristi? Í Markúsarguðspjalli, sem ritað um 40 árum eftir krossfestinguna, er eftirfa...

Fleiri niðurstöður