Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 160 svör fundust
Af hverju eru eldfjöll á Ítalíu?
Þótt Ítalía sé ekki ýkja stórt land er þar að finna nær allar tegundir eldvirkni og eldfjalla sem þekkjast á jörðinni. Íbúum Ítalíu stafar stöðug ógn af þessum eldfjöllum, en á sama tíma njóta þeir góðs af tilvist þeirra þar sem til eldfjallanna má rekja bæði frjósaman jarðveg og mikið streymi ferðamanna. Aðge...
Hver var Anaxagóras og hvað er merkilegt sem hann sagði eða gerði?
Anaxagóras (500 – 428 f. Kr.) var grískur heimspekingur frá borginni Klazomenæ í Jóníu í Litlu-Asíu. Hann var auðugur maður en gaf ættingjum sínum eigur sínar og helgaði sig heimspekinni í staðinn. Um miðbik 5. aldar f. Kr. fluttist Anaxagóras til Aþenu þar sem hann bjó og starfaði í um tvo eða þrjá áratugi. Hann ...
Hvert er elsta berg landsins?
Við utanverðan Súgandafjörð, á móts við byggðina á Suðureyri, skagar svipmikið fjall og hömrum girt út í Norður-Atlantshafið. Fjallið nefnist Göltur og er nokkurs konar bæjarfjall Suðureyringa, en margir þeirra munu hafa gengið þar upp. Án báts er þó ekki auðvelt að komast að Geltinum en enginn vegur liggur með Sú...
Hvað getið þið sagt mér um Alfred Wegener?
Alfred Wegener fæddist í Berlín 1880 og nam stjörnufræði og veðurfræði við háskóla þar í borg. Doktorsritgerð hans var um stjörnufræði, en af ýmsum ástæðum kaus hann að helga sig veðurfræðinni frekar, meðal annars vegna áhuga síns á líkamsrækt, útivist og ferðalögum, einkum á norðlægum slóðum. Hann kannaði lofthjú...
Var Herðubreið eldfjall og gæti hún gosið?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Var Herðubreið eldfjall? Ef svo er, hvenær kulnaði hún og af hverju? Herðubreið hefur oft verið nefnd drottning íslenskra fjalla. Hún skipar enda mikilvægan sess í huga margra Íslendinga og var raunar kosin „þjóðarfjall“ Íslendinga í óformlegri kosningu árið 2002, á ári fja...
Var Suðurland einhvern tímann neðansjávar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Var Suðurlandið einhvern tímann neðansjávar? Hvenær? Þegar ég keyri Suðurlandið og sé staði eins og Dyrhólaey og þessa klikkuðu kletta sé ég fyrir mér að ég sé að keyra á landi sem hefur verið neðansjávar. Er það bull í mér? Sannlega var Suðurland undir sjó um tíma. Fyrstur til...
Hvaða máli skipti þróunarkenning Darwins fyrir þróun sálfræðinnar?
Þróunarkenning Darwins er um það hvernig samspil umhverfisaðstæðna og arfgengra eiginleika leiðir til þróunar dýrategunda. Grunnatriðið er þetta: Ef eiginleikar sem stuðla að auknum lífvænleika og frjósemi hjá lífveru og afkomendum hennar eru til í mismiklum mæli hjá einstaklingum innan tegundar og þeir erfast mil...
Stóð sjávarborð við Ísland hærra eða lægra á þjóðveldistímanum en í dag?
Í aldanna rás hefur sjávarborð við strendur Íslands einkum ákvarðast af þremur breytum: magni vatns í heimshöfunum, jarðskorpuhreyfingum af völdum breytinga á jökulfargi,fjarlægð frá rekbeltum og heitum reit sem tengist landreki. Í fyrsta lagi er það magn vatns í höfunum en það ákvarðast einkum af því rúmmál...
Hversu langt getur hraun flætt áður en það storknar?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hversu langt getur hraun flætt áður en það storknar? Einfalda svarið er líklega: „það fer eftir aðstæðum“, en hvaða aðstæður spila stærstan þátt, og hvert er heimsmetið í hraunrennsli í kílómetrum talið? Hversu langt hraun getur flætt áður en það storknar fer eftir „efnum ...
Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum?
Upprunlega spurningin var:Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum, til dæmis á Reykjanesi við Djúp? Hafa Vestfirðir ekki jafnan verið taldir kalt svæði? Reykjanes við innanvert Ísafjarðardjúp er um margt merkur staður í sögu Íslands. Töluverðan jarðhita er að finna á nesinu og er hann í dag bæði nýttur t...
Hvað er vitað um gos í Grímsvötnum sem verða utan Grímsvatnaöskjunnar?
Goshættir í Grímsvatnakerfinu ráðast mjög af umhverfisaðstæðum. Mestu munar hvort gosin verða innan Vatnajökuls, þar sem áhrif utanaðkomandi vatns eru ráðandi, eða á gosreininni utan hans, þar sem hegðunin ræðst mest af samsetningu og eiginleikum kvikunnar. Jafnframt hafa gos innan Grímsvatnaöskjunnar ákveðin eink...
Hvað getur þú sagt mér um miðlífsöld?
Hefð er fyrir því að skipta jarðsögunni í upphafsöld, frumlífsöld, fornlífsöld, miðlífsöld og nýlífsöld. Öldum er svo skipt niður í tímabil, sem dæmi skiptist miðlífsöld í trías, júra og krít. Miðlífsöld tók við af fornlífsöld fyrir um 250 milljón árum eftir mesta hrun lífríkis jarðar, þegar meira en 98% tegund...
Hvað getið þið sagt mér um Hraunfossa og Barnafoss?
Hraunfossar er heiti fallegra smáfossa sem renna undan Hallmundarhrauni út í Hvítá. Vatnið í fossunum er tært lindarvatn en jökulvatn er í Hvítá svo andstæður fossanna og Hvítár eru þarna miklar. Ofan við Hraunfossa eru litlir fossar eða flúðir í Hvítá, og kallast þær einu nafni Barnafoss. Þar fellur Hvítá fram af...
Getið þið sagt mér það helsta um eldstöðvakerfið sem kennt er við Svartsengi og Eldvörp?
Næsta eldstöðvakerfi austan Reykjaness er venjulega kennt við Svartsengi og Eldvörp. Hér verður það nefnt Svartsengiskerfi. Röð af dyngjum og móbergsfellum úr ólivínríku bergi skilur á milli þess og Reykjaneskerfisins. Þar er Háleyjarbunga syðst, þá Sandfellshæð, Lágafell, Sandfell, Þórðarfell og Súlur-Stapafell n...
Er eldfjallagas þungt eða létt?
Þetta er góð spurning og mikilvæg þegar þetta er skrifað og við getum átt von á eldfjallagösum upp úr jörðinni hvenær sem er. Þau eru af ýmsum tegundum og áhrif þeirra á menn og náttúru ráðast einkum af efnafræðilegum eiginleikum þeirra eða kæfandi áhrifum. Þyngd eða eðlismassi (massa á rúmmálseiningu, oft mælt í ...