Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1354 svör fundust
Hvernig var menningin í Kína til forna og hver var Shi Huangdi?
Shi Huangdi (始皇帝), sem merkir bókstaflega fyrsti keisari, fæddist árið 259 f.Kr. Hann hét réttu nafni Ying Zheng (嬴政) og var konungur í Qin-ríkinu í Kína til forna. Stundum er hann nefndur Qin Shihuang (秦始皇) sem þýðir fyrsti keisarinn frá Qin. Shi Huangdi sam...
Hvert er minnsta dýr sem vitað er um?
Við þessari spurningu er sennilega ekkert eitt rétt svar. Tvær ástæður eru fyrir því, sé svarið eingöngu miðað við lengd fullvaxins dýrs. Önnur ástæðan er flokkunarfræðileg: Hvað er dýr? Hin varðar nákvæmni og viðmið í mælingum. Í flokkunarfræði nútímans eru þeir einfrumungar sem áður töldust vera einfruma dýr,...
Eru hvít tígrisdýr albinóa tilvik eða sérstök tegund?
Hin svokölluðu hvítu tígrisdýr eru hvorki albinóar né sérstök deilitegund. Liturinn er afleiðing af víkjandi, að öllum líkindum stökkbreyttu, geni sem þessi dýr bera. Hvít tígrisdýr eru mjög sjaldgæf og lifa núorðið nær eingöngu í dýragörðum víða um heim. Til dæmis lifa á bilinu 30 til 90 hvít tígrisdýr í ...
Af hverju er S í dollaramerkinu ($)?
Til eru ýmsar kenningar um uppruna merkisins, $, sem oft er kallað dollaramerki. Merkið sjálft er mun eldra en gjaldmiðill Bandaríkjanna. Einna líklegast þykir að það sé afbökun á tölunni 8 og hafi upprunalega verið notað til að vísa til spænskrar myntar. Verðmæti myntarinnar var einn pesói sem skiptist í átta ría...
Í Eyjafirði er áin Reistará og bær kenndur við hana. Af hverju dregur áin nafn sitt?
Reistará er nafn á á og bæ í Eyjafirði og kemur fram í Landnámabók (Íslenzk fornrit I:255-256). Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1713 er nafnið Ristará (X:118) en í sóknarlýsingu frá um 1840 er nafnið Reistará (Eyfirzk fræði II:110) og svo hefur verið í jarðabókum síðan. Merking árnafnsins er ef ...
Af hverju snýr tunglið alltaf sömu hlið að jörðu?
Þetta fyrirbæri nefnist bundinn snúningur og er nokkuð algengt í sólkerfinu. Í stuttu máli er skýringin sú að þyngdarkraftur frá jörð er ráðandi á tunglinu og svonefndir sjávarfallakraftar hafa teygt eilítið á tunglinu þannig að það er eilítið ílangt og annar "endinn" stefnir alltaf í átt að jörð. Þyngdarkraftu...
Af hverju er "etc." eitt orð en "et al." tvö orð, "et" er jú heilt orð úr latínu?
Latneska orðið et 'og' er vissulega sameiginlegt báðum skammstöfununum etc. og et al. Hin fyrri stendur fyrir et cetera og er notuð í merkingunni 'og svo framvegis' (eiginleg merking 'og aðrir (hlutir)'). Að baki liggur latneska orðið caeterus sem oftast er notað í fleirtölu í merkingunni 'aðrir'. Hvorugkyn fleir...
Af hverju nefnast vikulokin okkar helgi en ekki vikulok eins og weekend á ensku?
Helgur er samandregin mynd af heilagur, orðin til við brottfall sérhljóðs í þolfalli og þágufalli eintölu og allri fleirtölunni nema eignarfalli og sömuleiðis í veiku beygingunni en brottfallinu fylgdi einhljóðun tvíhljóðsins ei í e. Merking orðanna er hin sama. Nafnorðið helgi merkir ‛heilagleiki’ en einnig...
Hvað er eiginlega dragbítur?
Dragbítur er nagli eða tréflís sem stendur niður úr sleðameið sem farinn er að slitna, eða niður úr kjöldragi á skipi. Þessi nagli eða flís gerir það að verkum að sleðinn rennur illa í snjó eða báturinn á hlunnum þegar verið er að ýta honum á flot eða draga hann á land. Um þessa merkingu á Orðabók Háskólans elst d...
Hvernig kom Leníngrad við sögu í seinni heimsstyrjöldinni?
Leníngrad var glæsilegasta borg Sovétríkjanna og ein sú fjölmennasta fyrir seinni heimsstyrjöldina, en talið er að borgarbúar hafi þá verið tæpar 3,2 milljónir. Í stríðinu sátu herir Þjóðverja og Finna um borgina í nærri 900 daga. Fyrstu mánuði umsátursins sultu borgarbúar heilu hungri og ef Sovétmönnum hefði ekki...
Er biblían „orð Guðs” samkvæmt kenningum hinnar íslensku þjóðkirkju?
Biblía er grískt orð og þýðir „bækur”. Biblían telur líka margar bækur eða alls 66, og raunar 77 ef apókrýfar-bækur Gamla testamentisins eru taldar með. Þessar bækur eru frá mörgum mismunandi tímum og eru mjög fjölbreyttar að innihaldi. Kristnir menn skipta Biblíunni í tvo hluta, Gamla testamentið annars vegar og ...
Hvað eru margar fisktegundir við Ísland?
Í "fiskatali" sem Gunnar Jónsson fiskifræðingur tók 15. nóvember 2000 var vitað um 360 fisktegundir sem fundist hafa innan 200 sjómílna lögsögunnar við Ísland. Af þessum 360 tegundum eru 39 tegundir brjóskfiska, þar af 19 háffiskar, 14 skötutegundir og 6 hámýs. Beinfiskategundirnar eru 319. Þar á meðal eru hels...
Hver er lögfræðilega skilgreiningin á líkamsárás?
Misjafnt getur verið hvað hin ýmsu hugtök þýða bæði almennt séð og lagalega séð. Lagalega skilgreiningin á orðinu þjófnaður er til dæmis allt önnur en gengur og gerist í daglegu tali. Það sem daglega er kallað þjófnaður er hinsvegar skilgreint sem gripdeild í lagalegri merkingu og felst grundvallarmunurinn í því h...
Hvernig líta eyruglur út?
Eyruglur (Asio otus) lifa á norðlægum svæðum í Evrópu og Rússland og allt austur til Japan. Hún finnst einnig á tempruðum svæðum Norður-Ameríku. Í Norður og Austur-Afríku eru til staðbundnir stofnar. Í sumar (árið 2003) var í fyrsta sinn staðfest varp eyruglu hér á landi, nánar tiltekið í Þrastaskógi í Grímsnes...
Hversu stórar geta krossköngulær orðið?
Krossköngulóin (Araneus diadematus) er meðal stærstu köngulóa sem fyrirfinnast í íslenskri náttúru. Kvendýrin eru nær undantekningarlaust stærri en karldýrin eins og tíðkast meðal langflestra köngulóa. Búklengd kvendýranna eru yfirleitt um 10-13 mm en hjá körlunum um 4-8 mm. Krosskönguló í vef sínum. Tvær aðr...