Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 264 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvenær telst fólki batnað eftir kórónuveirusýkingu?

Svarið við þessari spurningu er ekki alveg einhlítt. Það er til dæmis ólíkt eftir löndum hvernig bati af SARS-CoV-2-sýkingu er skilgreindur og eins skiptir vitanlega máli hvort einstaklingar sem sýkjast af veirunni fá sjúkdóminn COVID-19 eða eru einkennalausir. Hér á landi fara þeir sem greinast með SARS-CoV-2-...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Var Ingólfur Arnarson með skegg og var hann skipaður amtmaður?

Hér er spurt um tvennt: Annars vegar skeggvöxt Ingólfs Arnarsonar og hins vegar hvort hann hafi gegnt embætti amtmanns. Það er auðvelt að afgreiða seinni hluta spurningarinnar fyrst, enda er svarið býsna afdráttarlaust: Landnámsmenn Íslands voru ekki amtmenn og ástæðan fyrir því er einföld: Embætti amtmanns kom ek...

category-iconLæknisfræði

Hvert var framlag Karls Landsteiner til vísindanna?

Austurrísk-bandaríski líffræðingurinn og læknirinn Karl Landsteiner (1868-1943) er þekktastur fyrir að hafa uppgötvað ABO-blóðflokkakerfið og er litið á hann sem föður blóðgjafarfræðinnar. Framlag hans til vísindanna var mjög fjölbreytt, á sviði meinafræði, vefjafræði, blóðvatnsfræði, ónæmis- og bakteríufræði, auk...

category-iconHeimspeki

Getur skynjunin gefið okkur raunverulega þekkingu á veröldinni kringum okkur?

Öll þekking okkar á veröldinni virðist byggja á skynjun. En einhvers konar þekkingar er þörf til að meta það áreiti sem skynfærin bera okkur og vinna úr því eiginlega skynjun sem hugsað og talað verður um. Þá virðumst við stödd í vítahring þar sem skynjun byggir á þekkingu og þekking á skynjun. Þann vítahring má b...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er vöðvaslensfár?

Vöðvaslensfár (myasthenia gravis) einkennist af mikilli vöðvaþreytu. Þetta er sjúkdómur sem auðveldlega gleymist, þar sem hann er tiltölulega sjaldgæfur og sjúkdómsmyndin oft óljós. Greiningin dregst því stundum, jafnvel árum saman. Þetta er sjálfnæmissjúkdómur, þar sem ónæmisþol líkamans raskast og ónæmiskerfið r...

category-iconHeimspeki

Hvernig skilgreinir maður heimspeki? Hvað er heimspeki?

Ég legg fram tvær lögmætar skilgreiningar á heimspeki. Fyrri skilgreiningin er þessi: Heimspeki er sú iðja að glíma af heiðarleik og hugrekki við spurningar sem varða tilvist mannsins, bæði hvað er og hvað ber (verufræði og siðfræði) og spurningar sem spretta af þessum og virðist við rannsókn nauðsynlegt að svara ...

category-iconLæknisfræði

Til hvers er umskurður?

Innskot ritstjórnar: Þetta svar fjallar um umskurð karlmanna. Umskurður kvenna tíðkast einnig á sumum stöðum en er bannaður á flestum vestrænum löndum, enda af mörgum talinn hrottalegri aðgerð og læknisfræðilega vitagagnslaus. Forhúðin Forhúðin er skinnið á limnum sem er aðeins of stórt fyrir han...

category-iconLandafræði

Hvaða land hefur landamæri lengst frá sjó?

Við sem búum á eyju í miðju Atlantshafinu hugsum sjaldnast um hversu miklu máli það getur skipt að eiga landamæri að sjó, fyrir okkur er það eitthvað svo sjálfsagt. Hins vegar er tæplega fjórðungur ríkja heims í þeirri stöðu að eiga ekki landamæri að sjó og kallast þau landlukt (e. landlocked). Í dag eru landlu...

category-iconTrúarbrögð

Hverjir eru kirkjufeður?

Kirkjufeður eru þeir einstaklingar nefndir, um hundrað að tölu, sem voru leiðtogar og fræðarar kristninnar fyrstu tæpar átta aldirnar, það er að segja á aðalmótunarskeiði hennar. Oftast eru postularnir þó undanskildir sem og aðrir höfundar Nýja testamentisins. Sumir þessara svokölluðu kirkjufeðra rituðu til að...

category-iconLæknisfræði

Hver var fílamaðurinn og hvaða sjúkdómur hrjáði hann?

Fílamaðurinn hét réttu nafni Joseph Carey Merrick og fæddist árið 1862 í Leicester á Englandi. Sem ungbarn sýndi hann ekki merki um neitt óeðlilegt en á fyrstu árum ævinnar fór að bera á afmyndun sem jókst eftir því sem hann varð eldri. Afmyndunin var mikill ofvöxtur í húð þannig að holdið myndaði nánast fellingar...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur maður orðið sólbrúnn í gegnum gler?

Eins og kemur fram í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvers vegna verðum við brún af því að vera mikið í sól? eru það útfjólubláir geislar sólarinnar sem virkja litfrumur í húðinni og valda því að húðin dekkist og verður sólbrún. Útfjólublátt ljós er rafsegulgeislun með öldulengdina 100-400 nm ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var fyrsti rithöfundurinn í heiminum og hvers konar rit skrifaði hann?

Fyrsti nafngreindi rithöfundur sögunnar var akkadíska hofgyðjan Enheduanna. Hún var uppi í kringum 2300 f.Kr. Enheduanna er ekki eiginlegt nafn heldur titill. Lausleg þýðing hans er „hin æðsta hofgyðja, skrautmunur guðsins An“ og fékk hún nafnið þegar hún var gerð að hofgyðju. Enheduanna var dóttir Sargonar fy...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða áhrif, góð eða slæm, geta framandi lífverur haft á vistkerfi?

Samgöngur hafa batnað gríðarlega og flutningar fólks og varnings um heiminn hafa aukist mjög á síðustu öld og raunar síðustu öldum. Ein afleiðing þessara flutninga er að ýmsar tegundir plantna og dýra hafa verið flutt út fyrir sín náttúrulegu heimkynni, ýmist viljandi eða óviljandi, og til svæða sem áður voru þeim...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eiga vatn og rafmagn eitthvað sameiginlegt og verður sjórinn rafmagnaður ef rafmagnslína dettur ofan í hann?

Vatn og rafmagn eiga fátt sameiginlegt. Vatn (táknað H2O) er efnasamband og er vatnssameindin gerð úr tveimur vetnisfrumeindum og einni súrefnisfrumeind. Orðið rafmagn er hins vegar haft um hvers konar fyrirbæri sem tengjast rafhleðslum og hreyfingum þeirra, en rafhleðsla er einn af grundvallareiginleikum efnisins...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver voru áhrif hvalveiða á íslenskt samfélag á 19. öld?

Hvalveiðar voru stundaðar frá Íslandi frá því á miðöldum, og á 17. öld sóttu útlendingar mikið til veiða hér, einkum Baskar frá Spáni og Frakkar. Eftir það dró smám saman úr þessum veiðum, og fram eftir 19. öld var sáralítið um hvalveiði, aðeins nýttir hvalir sem rak stundum á land. En á síðustu áratugum aldarinna...

Fleiri niðurstöður