Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 860 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna gnístir fólk tönnum í svefni?

Spurning Hrefnu Tómasdóttur var: "Af hverju gnísta börn tönnunum í svefni?" Við nýlega rannsókn í Bandaríkjunum kom í ljós að 15% barna og unglinga og allt að 95% fullorðinna höfðu átt við það vandamál að stríða að gnísta tönnum. Oftast gnístir fólk tönnum í svefni og veit þess vegna ekki af þessu en glímir við...

category-iconMannfræði

Hvað er mannfræði og hvað hafa mannfræðingar rannsakað á Íslandi?

Mannfræði kallast sú fræðigrein sem fjallar um manninn sem lífveru og sem félagsveru. Allt sem viðkemur lífi mannsins er hægt að flokka undir mannfræði. Mannfræði sem fræðigrein skiptist í tvö meginsvið annars vegar félags-og menningarmannfræði og hins vegar líffræðilega mannfræði. Í félagslegri- og menningarma...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru til miklu, miklu fleiri tegundir af fiskum heldur en spendýrum?

Þetta er góð spurning og gæti vel verið að Darwin hafi velt henni fyrir sér þegar hann var að vinna að þróunarkenningunni á árunum 1830-1858. Það er rétt að fiskategundir eru miklu fleiri en tegundir spendýra. Meginskýringin á þessu er sú að fiskarnir hafa verið til miklu lengur en spendýrin og því hafa miklu f...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er áfallastreita, hvernig fá menn hana og geta geðraskanir fylgt henni?

Talað er um áfallastreitu þegar manneskja hefur orðið fyrir skelfilegri lífsreynslu, svo sem líkamsárás eða nauðgun, og sýnir viðbrögð eins og hjálparleysi, ótta eða hrylling. Áfallastreitan líður síðan oftast hjá og er ekki flokkuð sem geðröskun. Áfallastreituröskun (e. post-traumatic stress disorder, PTSD) f...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju erum við á jörðinni?

Við erum á jörðinni af því að þar var líf fyrir allt að 3500 milljónum ára sem síðan hefur orðið að öllu lífi sem nú er á jörðinni. Við erum þess vegna á jörðinni af sömu ástæðu og grasið og mosinn er á jörðinni, hann er þar af því að hann varð til þar! Vísindamenn eru ekki vissir um það hvort lífið kviknaði á ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað er búið að finna mörg sólkerfi?

Hér er einnig svarað spurningunni: Er til annað sólkerfi? Með sólkerfi er átt við sólstjörnu með reikistjörnur eða annað af því tagi á braut í kringum sig. Þar til kringum 1990 vissu menn aðeins um eitt slíkt kerfi með fullri vissu, það er að segja sólkerfið sem við búum í. Aðrar sólstjörnur en sólin okkar eru sv...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var fyrsta lífveran?

Þessari spurningu er erfitt að svara. Enn sem komið er vita vísindamenn ekki um líf annars staðar í alheiminum en á jörðinni. Lífið á jörðinni gæti þó vel hafa borist til jarðarinnar utan úr geimnum og þá er nokkuð víst að fyrsta lífveran varð til annars staðar en á jörðinni og einnig á undan lífinu hér. En um...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju lifa fiskar í vatni?

Ef fiskar lifðu á landi þá myndu þeir væntanlega líta allt öðruvísi út en þeir fiskar sem við þekkjum í dag. Þá hefðu þeir nefnilega aðlagast lífi á landi og það er alls ekki víst að við mundum kalla þá fiska! Engu að síður geta sumir fiskar lifað á landi um stundarsakir, en það eru eingöngu fiskar sem hafa einhve...

category-iconLæknisfræði

Hvert er latneska heitið á bakteríunni sem olli plágu á Íslandi á 15 öld? Ég þarf að finna mynd af bakteríunni til að nota sem fyrirmynd að málverki.

Bakterían sem veldur svartadauða heitir Yersinia pestis. Hún nefndist áður Pasteurella pestis en fékk Yersinia-heitið árið 1967, eftir svissnesk-franska lækninum Alexandre Yersin (1863-1943) sem var einn þeirra sem uppgötvaði bakteríuna. Yersinia pestis lifir góðu lífi í ýmsum spendýrategundum, meðal annars í ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til? - Myndband

Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra. Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. Þ...

category-iconHugvísindi

Átti Hitler konu og börn?

Adolf Hitler (1889-1945), leiðtogi þýska nasistaflokksins og kanslari Þýskalands, átti eiginkonu í tæpa tvo sólahringa. Þann 29. apríl 1945 gekk hann í hjónaband með Evu Braun (1912-1945), ástkonu sinni til margra ára. Þann 30. apríl sviptu þau sig lífi, hún tók inn blásýru en talið er að Hitler hafi skotið sig s...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er hægt að senda geimskutlu með nokkrum fjölskyldum til að kanna líf úti í geimnum?

Upphaflega spurningin var sem hér segir:Væri möguleiki á því að byggja stóra geimskutlu sem gæti ferðast endalaust um himingeiminn með nokkrar fjölskyldur um borð sem gætu rannsakað líf í öðrum sólkerfum?Það sem kemur öðru fremur í veg fyrir slíkt eru hinar gríðarlegu fjarlægðir í geimnum. Nálægasta stjarna við ok...

category-iconMannfræði

Hvers vegna er grís tákn sparnaðar, sem sparibaukur?

Svínið og grísinn hafa haft sérstöðu í mörgum samfélögum síðan dýrið var tamið. Sérstaklega var grísinn í uppáhaldi fyrr á öldum meðal fátækra bænda í Evrópu. Þeir töldu grísinn góða fjárfestingu því að hann vex hratt og gefur af sér mikið kjöt. Lítinn grís var hægt að ala án mikils tilkostnaðar á afgöngum sem urð...

category-iconUnga fólkið svarar

Hversu margir eru dýrlingar kaþólsku kirkjunnar?

Dýrlingar kaþólsku kirkjunnar eru líklega um 10.000 talsins en nákvæm tala þeirra er ekki þekkt. Fyrstu dýrlingarnir voru píslarvottar sem voru píndir og teknir af lífi fyrir trú sína í árdaga kristninnar. Kaþólska kirkjan tekur menn í dýrlingatölu eftir ákveðna rannsókn á verðleikum manna. Rannsóknin er framk...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er munurinn á sjálfsmorðstíðni ungs fólks hér á landi og í öðrum löndum?

Sjálfsvíg ungs fólks hefur verið samfélagslegt vandamál í mörg ár. Tíðni sjálfsvíga hjá fólki á aldrinum 15 - 24 ára hefur aukist á Íslandi undanfarna tvo áratugi, eins og víðast hvar annars staðar í hinum vestræna heimi. Heildartíðni sjálfsvíga á Íslandi er þó svipuð og í mörgum öðrum vestrænum löndum. Í s...

Fleiri niðurstöður