Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa rit Platons og Aristótelesar verið útbreidd og þekkt frá því þau voru skrifuð?

Geir Þ. Þórarinsson

Spurningin í heild var:

Hafa skrif Platons og Aristótelesar verið útbreidd og þekkt frá því þau voru skrifuð eða nutu þau athygli löngu seinna og þá hvenær?

Verk Platons

Platon var orðinn frægur heimspekingur þegar hann var enn á lífi. Hann hafði þónokkur áhrif á samtímamenn sína, ekki síst aðra heimspekinga. Lesa má meira um þetta í svari við spurningunni Hvaða áhrif höfðu kenningar Platons á aðra heimspekinga, vísindamenn og fólk almennt? eftir sama höfund. Skólinn sem Platon stofnaði í Aþenu, Akademían, starfaði í mörg hundruð ár eftir hans dag og var ætíð meðal helstu skóla í heimspeki, ásamt stóuspeki og epikúrisma.

Áherslur Akademíunnar breyttust á ýmsa vegu í gegnum aldirnar en rit Platons voru ávallt þekkt og lesin. Þau höfðu einnig áhrif á fylgjendur annarra heimspekistefna, eins og stóumenn. Stóuspekingurinn Póseidóníos (135-51 f.Kr.) varð til að mynda fyrir áhrifum frá platonskri sálarfræði og tók upp kenningu Platons um þrískiptingu sálarinnar.


Platon í Akademíunni. Myndin er teiknuð eftir málverki Carls Johans Wahlboms.

Rómverski stjórnmálamaðurinn Marcus Porcius Cato Uticensis eða Cato yngri (95-46 f.Kr.) var gallharður fylgjandi stóuspekinnar. Hann barðist gegn Júlíusi Caesari í borgarastríðinu sem hófst árið 49 f. Kr. Þegar ljóst var að Caesar hafði sigrað framdi Cato sjálfsmorð fremur en að gefa Caesari færi á að náða sig eða taka sig af lífi. Sagan segir að kvöldið áður en hann svipti sig lífi hafi hann lesið tvisvar samræðuna Fædon eftir Platon en í henni er ódauðleiki sálarinnar ræddur og síðustu stundum Sókratesar lýst. Samræðan er til í íslenskri þýðingu Sigurðar Nordal og Þorsteins Gylfasonar í ritinu Síðustu dagar Sókratesar eftir Platon (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 4. útg. 1996).

Rómverski stjórnmálamaðurinn Marcus Tullius Cicero þýddi samræðuna Prótagóras og hluta samræðunnar Tímajosar eftir Platon úr grísku yfir á latínu. Þýðing hans á Prótagórasi er nú glötuð en þýðingin úr Tímajosi varðveittist og var lesin á miðöldum og var þá eini texti Platons sem þekktur var í Vestur-Evrópu. Í sínum eigin ritum um heimspeki vitnar Cicero oft í Platon og þýðir stuttar tilvitnanir yfir á latínu. Hann virðist hafa þekkt allar samræður Platons nema Parmenídes, Fræðarann og Stjórnspekinginn (Long, 1995: 43-44, sbr. Powell, 1995).

Meðal annarra áhrifamikilla lesenda Platons má nefna Plótínos (205-270), merkasta heimspeking nýplatonismans, og Ágústínus frá Hippó (354-430), einn helsta hugsuð kristninnar. Í síðfornöld voru einnig samin allmörg skýringarrit við samræður Platons. Próklos (um 410-485) samdi meðal annars skýringarrit við samræðurnar Alkibíades, Kratýlos, Ríkið, Parmenídes og Tímajos. Einnig eru til skýringarrit við Parmenídes og Þeætetos eftir ókunnan höfund eða höfunda.

Verk Aristótelesar

Aristóteles var ekki jafn frægur og Platon í lifanda lífi. Hann stofnaði skólann Lýkeion í Aþenu en sá skóli varð ekki jafn langlífur og Akademían. Eftir andlát Aristótelesar tók nemandi hans og samstarfsmaður, Þeófrastos (um 371-287 f. Kr.), við stjórn skólans. Straton (dáinn um 269 f. Kr.) tók við skólanum eftir Þeófrastos en eftir hans dag má segja að skólinn hafi fjarað út. Sagan segir að þegar Þeófrastos lést hafi Neleifur frá Skepsis komist yfir rit Aristótelesar og á hann að hafa falið þau í helli.


Aristóteles, verk eftir Francesco Hayez.

Aristóteles samdi bæði rit sem ætluð voru almenningi og önnur sem hann gaf ekki út heldur notaði líklega til kennslu. Útgefnu ritin virðast hafa verið þekkt og í hávegum höfð. Cicero mat stíl Aristótelesar mikils og segir hann vera „gylltan straum máls“. Honum þótti einnig mikið til Aristótelesar koma sem heimspekings og segir hann vera fremstan allra heimspekinga að Platoni einum undanskildum.

Rit Aristótelesar sem Cicero þekkti eru nú glötuð. Ritin sem enn eru til voru meðal þeirra sem ekki voru ætluð almenningi (og sagan hermir að hafi verið falin í helli) en áætlað er að einungis um fjórðungur allra rita Aristótelesar sé nú varðveittur. Þessi varðveittu rit voru gefin út í Aþenu um árið 100 f. Kr. Rómverski herforinginn Lucius Cornelius Sulla (138-78 f. Kr.) fann handritin árið 84 f. Kr. er hann var í herferð á Grikklandi og hafði þau með sér til Rómar. Andronikos frá Ródos gaf þau síðan út á síðari hluta 1. aldar f. Kr. og frá þeirri útgáfu eru komin þau verk sem við eigum.

Eflaust hafði heimspeki Aristótelesar einhver áhrif á helleníska heimspeki, stóuspeki og epikúrisma á hellenískum tíma en það er eigi að síður ekki fyrr en á 1. öld f. Kr. sem rit hans fara að verða lesin af kappi. Þá hafði hann áhrif á heimspekinga í Akademíunni, til dæmis Antíokkos frá Askalon (130-68 f. Kr.) sem reyndi að sameina stóuspeki og heimspeki Platons og Aristótelesar.

Einhverra áhrifa Aristótelesar gætir í nýplatonismanum sem varð til á 3. öld og í síðfornöld voru samin mörg skýringarrit við verk hans. Meðal höfunda skýringarrita voru Alexander frá Afródísías (uppi um 200), sem var merkasti aristótelíski heimspekingur síðfornaldar, Dexippos (uppi á 3. öld), Porfyríos (um 232-305), Jamblikkos (245-325), Þemistíos (um 317-388), Simplikkíos (6. öld), Ólympíodóros (uppi á 6. öld), Elías (uppi á 6. öld), Boethius (um 480-524), Jóhannes Fílópónos (um 490-570), Ammoníos (uppi um 600) og Stefanos (uppi á 7. öld) auk annarra.

Ef til vill var Gaius Marius Victorinus (4. öld) fyrstur til þess að þýða verkin Umsagnir og Um túlkun eftir Aristóteles úr grísku yfir á latínu (Minio-Paluello, 1949: xi) en þýðingar hans hafa ekki varðveist. Boethius þýddi einnig verk eftir Aristóteles. Þýðingar hans á Umsögnum og Um túlkun hafa varðveist og voru þær lesnar upp allar miðaldir og fram á nýöld, ásamt ritskýringum Boethiusar og annarra við þau. Hann þýddi einnig Fyrri Rökgreiningar, Almæli og Spekirök en þær þýðingar glötuðust.


Tveir áhrifamestu heimspekingar fornaldar: Platon (t.v.) og Aristóteles (t.h.). Myndin er hluti af málverkinu Aþenuskólinn (1510-11) eftir Rafael.

Lengst af voru þýðingar Boethiusar einu kynni Vesturlandabúa af ritum Aristótelesar. Hins vegar voru ritin alltaf til hjá Grikkjum en samskipti Grikklands við Vestur-Evrópu voru lengi lítil sem engin. Arabar þýddu mörg rita Platons og einkum Aristótelesar, sem þeir höfðu fyrst kynnst hjá Sýrlendingum, ef til vill um aldamótin 800 og með þeim bárust þau til Vestur-Evrópu í gegnum Spán. Fyrst um sinn voru ritin þýdd úr arabísku yfir á latínu en síðar tóku grísk handrit að berast vestur á bóginn og voru þau þá þýdd úr grísku, fyrst yfir á latínu en síðar yfir á þjóðtungurnar (Svavar Hrafn Svavarsson, 1995: 66-67).

Á miðöldum höfðu bæði Platon og Aristóteles einkum áhrif í gegnum kristna hugsuði. Rit Ágústínusar voru lesin en auk þess höfðu bæði Platon og Aristóteles gríðarleg áhrif á hugsuði eins og Anselm frá Kantaraborg og Tómas frá Akvínó. Á endurreisnartímanum voru rit Platons og Aristótelesar fáanleg á grísku, latínu og síðar á þjóðtungunum og voru þá prentuð og gefin út. Þau hafa verið lesin æ síðan. Eftir að farið var að prenta bækur hafa ritverk náð miklu meiri útbreiðslu en áður og það á ekki síður við um verk Platons og Aristótelesar en annarra. Nú er einnig hægt að nálgast verk þeirra á netinu.

Nokkrar heimildir

  • Long, A.A., „Cicero’s Plato and Aristotle“ í J. G. F. Powell (ritstj.), Cicero the Philosopher (Oxford: Clarendon Press, 1995): 37-61.
  • Minio-Paluello, L. (ritstj.), Aristotelis Categoriae et Liber De Interpretatione (Oxford: Oxford University Press, 1949): v-xxiv.
  • Powell, J. G. F., „Cicero’s Translations from Greek“ í J. G. F. Powell (ritstj.), Cicero the Philosopher (Oxford: Clarendon Press, 1995): 273-300.
  • Svavar Hrafn Svavarsson, inngangur, Siðfræði Níkomakkosar eftir Aristóteles (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1995): 11-91.

Frekara lesefni

  • Nokkur verka Platons og Aristótelesar eru aðgengileg í enskri þýðingu á síðunni Philosophy Collection.

Myndir

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

13.10.2006

Spyrjandi

Helgi Þór Harðarson

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hafa rit Platons og Aristótelesar verið útbreidd og þekkt frá því þau voru skrifuð?“ Vísindavefurinn, 13. október 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6312.

Geir Þ. Þórarinsson. (2006, 13. október). Hafa rit Platons og Aristótelesar verið útbreidd og þekkt frá því þau voru skrifuð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6312

Geir Þ. Þórarinsson. „Hafa rit Platons og Aristótelesar verið útbreidd og þekkt frá því þau voru skrifuð?“ Vísindavefurinn. 13. okt. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6312>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa rit Platons og Aristótelesar verið útbreidd og þekkt frá því þau voru skrifuð?
Spurningin í heild var:

Hafa skrif Platons og Aristótelesar verið útbreidd og þekkt frá því þau voru skrifuð eða nutu þau athygli löngu seinna og þá hvenær?

Verk Platons

Platon var orðinn frægur heimspekingur þegar hann var enn á lífi. Hann hafði þónokkur áhrif á samtímamenn sína, ekki síst aðra heimspekinga. Lesa má meira um þetta í svari við spurningunni Hvaða áhrif höfðu kenningar Platons á aðra heimspekinga, vísindamenn og fólk almennt? eftir sama höfund. Skólinn sem Platon stofnaði í Aþenu, Akademían, starfaði í mörg hundruð ár eftir hans dag og var ætíð meðal helstu skóla í heimspeki, ásamt stóuspeki og epikúrisma.

Áherslur Akademíunnar breyttust á ýmsa vegu í gegnum aldirnar en rit Platons voru ávallt þekkt og lesin. Þau höfðu einnig áhrif á fylgjendur annarra heimspekistefna, eins og stóumenn. Stóuspekingurinn Póseidóníos (135-51 f.Kr.) varð til að mynda fyrir áhrifum frá platonskri sálarfræði og tók upp kenningu Platons um þrískiptingu sálarinnar.


Platon í Akademíunni. Myndin er teiknuð eftir málverki Carls Johans Wahlboms.

Rómverski stjórnmálamaðurinn Marcus Porcius Cato Uticensis eða Cato yngri (95-46 f.Kr.) var gallharður fylgjandi stóuspekinnar. Hann barðist gegn Júlíusi Caesari í borgarastríðinu sem hófst árið 49 f. Kr. Þegar ljóst var að Caesar hafði sigrað framdi Cato sjálfsmorð fremur en að gefa Caesari færi á að náða sig eða taka sig af lífi. Sagan segir að kvöldið áður en hann svipti sig lífi hafi hann lesið tvisvar samræðuna Fædon eftir Platon en í henni er ódauðleiki sálarinnar ræddur og síðustu stundum Sókratesar lýst. Samræðan er til í íslenskri þýðingu Sigurðar Nordal og Þorsteins Gylfasonar í ritinu Síðustu dagar Sókratesar eftir Platon (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 4. útg. 1996).

Rómverski stjórnmálamaðurinn Marcus Tullius Cicero þýddi samræðuna Prótagóras og hluta samræðunnar Tímajosar eftir Platon úr grísku yfir á latínu. Þýðing hans á Prótagórasi er nú glötuð en þýðingin úr Tímajosi varðveittist og var lesin á miðöldum og var þá eini texti Platons sem þekktur var í Vestur-Evrópu. Í sínum eigin ritum um heimspeki vitnar Cicero oft í Platon og þýðir stuttar tilvitnanir yfir á latínu. Hann virðist hafa þekkt allar samræður Platons nema Parmenídes, Fræðarann og Stjórnspekinginn (Long, 1995: 43-44, sbr. Powell, 1995).

Meðal annarra áhrifamikilla lesenda Platons má nefna Plótínos (205-270), merkasta heimspeking nýplatonismans, og Ágústínus frá Hippó (354-430), einn helsta hugsuð kristninnar. Í síðfornöld voru einnig samin allmörg skýringarrit við samræður Platons. Próklos (um 410-485) samdi meðal annars skýringarrit við samræðurnar Alkibíades, Kratýlos, Ríkið, Parmenídes og Tímajos. Einnig eru til skýringarrit við Parmenídes og Þeætetos eftir ókunnan höfund eða höfunda.

Verk Aristótelesar

Aristóteles var ekki jafn frægur og Platon í lifanda lífi. Hann stofnaði skólann Lýkeion í Aþenu en sá skóli varð ekki jafn langlífur og Akademían. Eftir andlát Aristótelesar tók nemandi hans og samstarfsmaður, Þeófrastos (um 371-287 f. Kr.), við stjórn skólans. Straton (dáinn um 269 f. Kr.) tók við skólanum eftir Þeófrastos en eftir hans dag má segja að skólinn hafi fjarað út. Sagan segir að þegar Þeófrastos lést hafi Neleifur frá Skepsis komist yfir rit Aristótelesar og á hann að hafa falið þau í helli.


Aristóteles, verk eftir Francesco Hayez.

Aristóteles samdi bæði rit sem ætluð voru almenningi og önnur sem hann gaf ekki út heldur notaði líklega til kennslu. Útgefnu ritin virðast hafa verið þekkt og í hávegum höfð. Cicero mat stíl Aristótelesar mikils og segir hann vera „gylltan straum máls“. Honum þótti einnig mikið til Aristótelesar koma sem heimspekings og segir hann vera fremstan allra heimspekinga að Platoni einum undanskildum.

Rit Aristótelesar sem Cicero þekkti eru nú glötuð. Ritin sem enn eru til voru meðal þeirra sem ekki voru ætluð almenningi (og sagan hermir að hafi verið falin í helli) en áætlað er að einungis um fjórðungur allra rita Aristótelesar sé nú varðveittur. Þessi varðveittu rit voru gefin út í Aþenu um árið 100 f. Kr. Rómverski herforinginn Lucius Cornelius Sulla (138-78 f. Kr.) fann handritin árið 84 f. Kr. er hann var í herferð á Grikklandi og hafði þau með sér til Rómar. Andronikos frá Ródos gaf þau síðan út á síðari hluta 1. aldar f. Kr. og frá þeirri útgáfu eru komin þau verk sem við eigum.

Eflaust hafði heimspeki Aristótelesar einhver áhrif á helleníska heimspeki, stóuspeki og epikúrisma á hellenískum tíma en það er eigi að síður ekki fyrr en á 1. öld f. Kr. sem rit hans fara að verða lesin af kappi. Þá hafði hann áhrif á heimspekinga í Akademíunni, til dæmis Antíokkos frá Askalon (130-68 f. Kr.) sem reyndi að sameina stóuspeki og heimspeki Platons og Aristótelesar.

Einhverra áhrifa Aristótelesar gætir í nýplatonismanum sem varð til á 3. öld og í síðfornöld voru samin mörg skýringarrit við verk hans. Meðal höfunda skýringarrita voru Alexander frá Afródísías (uppi um 200), sem var merkasti aristótelíski heimspekingur síðfornaldar, Dexippos (uppi á 3. öld), Porfyríos (um 232-305), Jamblikkos (245-325), Þemistíos (um 317-388), Simplikkíos (6. öld), Ólympíodóros (uppi á 6. öld), Elías (uppi á 6. öld), Boethius (um 480-524), Jóhannes Fílópónos (um 490-570), Ammoníos (uppi um 600) og Stefanos (uppi á 7. öld) auk annarra.

Ef til vill var Gaius Marius Victorinus (4. öld) fyrstur til þess að þýða verkin Umsagnir og Um túlkun eftir Aristóteles úr grísku yfir á latínu (Minio-Paluello, 1949: xi) en þýðingar hans hafa ekki varðveist. Boethius þýddi einnig verk eftir Aristóteles. Þýðingar hans á Umsögnum og Um túlkun hafa varðveist og voru þær lesnar upp allar miðaldir og fram á nýöld, ásamt ritskýringum Boethiusar og annarra við þau. Hann þýddi einnig Fyrri Rökgreiningar, Almæli og Spekirök en þær þýðingar glötuðust.


Tveir áhrifamestu heimspekingar fornaldar: Platon (t.v.) og Aristóteles (t.h.). Myndin er hluti af málverkinu Aþenuskólinn (1510-11) eftir Rafael.

Lengst af voru þýðingar Boethiusar einu kynni Vesturlandabúa af ritum Aristótelesar. Hins vegar voru ritin alltaf til hjá Grikkjum en samskipti Grikklands við Vestur-Evrópu voru lengi lítil sem engin. Arabar þýddu mörg rita Platons og einkum Aristótelesar, sem þeir höfðu fyrst kynnst hjá Sýrlendingum, ef til vill um aldamótin 800 og með þeim bárust þau til Vestur-Evrópu í gegnum Spán. Fyrst um sinn voru ritin þýdd úr arabísku yfir á latínu en síðar tóku grísk handrit að berast vestur á bóginn og voru þau þá þýdd úr grísku, fyrst yfir á latínu en síðar yfir á þjóðtungurnar (Svavar Hrafn Svavarsson, 1995: 66-67).

Á miðöldum höfðu bæði Platon og Aristóteles einkum áhrif í gegnum kristna hugsuði. Rit Ágústínusar voru lesin en auk þess höfðu bæði Platon og Aristóteles gríðarleg áhrif á hugsuði eins og Anselm frá Kantaraborg og Tómas frá Akvínó. Á endurreisnartímanum voru rit Platons og Aristótelesar fáanleg á grísku, latínu og síðar á þjóðtungunum og voru þá prentuð og gefin út. Þau hafa verið lesin æ síðan. Eftir að farið var að prenta bækur hafa ritverk náð miklu meiri útbreiðslu en áður og það á ekki síður við um verk Platons og Aristótelesar en annarra. Nú er einnig hægt að nálgast verk þeirra á netinu.

Nokkrar heimildir

  • Long, A.A., „Cicero’s Plato and Aristotle“ í J. G. F. Powell (ritstj.), Cicero the Philosopher (Oxford: Clarendon Press, 1995): 37-61.
  • Minio-Paluello, L. (ritstj.), Aristotelis Categoriae et Liber De Interpretatione (Oxford: Oxford University Press, 1949): v-xxiv.
  • Powell, J. G. F., „Cicero’s Translations from Greek“ í J. G. F. Powell (ritstj.), Cicero the Philosopher (Oxford: Clarendon Press, 1995): 273-300.
  • Svavar Hrafn Svavarsson, inngangur, Siðfræði Níkomakkosar eftir Aristóteles (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1995): 11-91.

Frekara lesefni

  • Nokkur verka Platons og Aristótelesar eru aðgengileg í enskri þýðingu á síðunni Philosophy Collection.

Myndir

...