Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er grís tákn sparnaðar, sem sparibaukur?

UA

Svínið og grísinn hafa haft sérstöðu í mörgum samfélögum síðan dýrið var tamið. Sérstaklega var grísinn í uppáhaldi fyrr á öldum meðal fátækra bænda í Evrópu. Þeir töldu grísinn góða fjárfestingu því að hann vex hratt og gefur af sér mikið kjöt. Lítinn grís var hægt að ala án mikils tilkostnaðar á afgöngum sem urðu til á heimilinu og var hann orðin feitur og tilbúinn til slátrunar á nokkrum mánuðum.

Sparibaukurinn líkist að mörg leyti lífi gríssins. Sparibaukurinn (grísinn) fær peningana (afgangana) og þegar hann er orðin fullur (stór og feitur) er hægt að nálgast peninga (eða mat) með því að tæma baukinn eða brjóta hann (slátra grísnum).

Grísir og svín voru ekki einungis vinsæl í Evrópu heldur líka í kínverskri menningu þar sem grísinn hefur verið tákn ríkidóms og velmegunar. Uppruni sparibauks í formi svíns er þó ekki með öllu ljós en athyglisvert er að fyrirbærið þekkist ekki hjá fólki sem borðar ekki svínakjöt. Elsti sparibaukurinn í formi svíns sem vitað er um er talin vera um 1500 ára en hann fannst á Balí í Indónesíu.

Ein hugmyndin um uppruna orðsins sparigrís er byggð á því að fólk notaði leirbauka á miðöldum til að geyma peninga. Leirinn sem baukarnir voru gerðir úr var kallaður "pygg" og þaðan er ekki löng leið í enskumælandi löndum yfir í "pig bank" og síðar "piggy bank" eins og sparibaukurinn heitir núna á ensku [neðangreint vefsetur, þar vísað í The Book of Answers, Simon & Shuster].



Heimild

The Piggy Bank Homepage. Samkvæmt grein eftir Gert Deelman um sögu sparigríssins á þessu vefsetri sýnir myndin 1500 ára gamlan sparigrís frá Balí.

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

21.1.2002

Spyrjandi

Kristín Fjóla Fannberg

Tilvísun

UA. „Hvers vegna er grís tákn sparnaðar, sem sparibaukur?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2058.

UA. (2002, 21. janúar). Hvers vegna er grís tákn sparnaðar, sem sparibaukur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2058

UA. „Hvers vegna er grís tákn sparnaðar, sem sparibaukur?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2058>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er grís tákn sparnaðar, sem sparibaukur?
Svínið og grísinn hafa haft sérstöðu í mörgum samfélögum síðan dýrið var tamið. Sérstaklega var grísinn í uppáhaldi fyrr á öldum meðal fátækra bænda í Evrópu. Þeir töldu grísinn góða fjárfestingu því að hann vex hratt og gefur af sér mikið kjöt. Lítinn grís var hægt að ala án mikils tilkostnaðar á afgöngum sem urðu til á heimilinu og var hann orðin feitur og tilbúinn til slátrunar á nokkrum mánuðum.

Sparibaukurinn líkist að mörg leyti lífi gríssins. Sparibaukurinn (grísinn) fær peningana (afgangana) og þegar hann er orðin fullur (stór og feitur) er hægt að nálgast peninga (eða mat) með því að tæma baukinn eða brjóta hann (slátra grísnum).

Grísir og svín voru ekki einungis vinsæl í Evrópu heldur líka í kínverskri menningu þar sem grísinn hefur verið tákn ríkidóms og velmegunar. Uppruni sparibauks í formi svíns er þó ekki með öllu ljós en athyglisvert er að fyrirbærið þekkist ekki hjá fólki sem borðar ekki svínakjöt. Elsti sparibaukurinn í formi svíns sem vitað er um er talin vera um 1500 ára en hann fannst á Balí í Indónesíu.

Ein hugmyndin um uppruna orðsins sparigrís er byggð á því að fólk notaði leirbauka á miðöldum til að geyma peninga. Leirinn sem baukarnir voru gerðir úr var kallaður "pygg" og þaðan er ekki löng leið í enskumælandi löndum yfir í "pig bank" og síðar "piggy bank" eins og sparibaukurinn heitir núna á ensku [neðangreint vefsetur, þar vísað í The Book of Answers, Simon & Shuster].



Heimild

The Piggy Bank Homepage. Samkvæmt grein eftir Gert Deelman um sögu sparigríssins á þessu vefsetri sýnir myndin 1500 ára gamlan sparigrís frá Balí....