Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaHeilbrigðisvísindiLæknisfræðiHvert er latneska heitið á bakteríunni sem olli plágu á Íslandi á 15 öld? Ég þarf að finna mynd af bakteríunni til að nota sem fyrirmynd að málverki.
Bakterían sem veldur svartadauða heitir Yersinia pestis. Hún nefndist áður Pasteurella pestis en fékk Yersinia-heitið árið 1967, eftir svissnesk-franska lækninum Alexandre Yersin (1863-1943) sem var einn þeirra sem uppgötvaði bakteríuna.
Yersinia pestis lifir góðu lífi í ýmsum spendýrategundum, meðal annars í villtum nagdýrum. Bakterían er mjög harðger og hefur mikla hæfni til að fjölga sér í vefjum hýsils og ferðast með vessakerfinu til eitla. Bakterían getur borist í menn með flóm nagdýra og valdið lungna- og kýlapest eða blóðeitrun. Lungnapestin getur auðveldlega borist manna á milli með úðasmiti við hósta.
Smásjármynd af blóðdropa úr manni með svartadauða. Nokkrar Yersenia pestis-bakteríur sjást á myndinni, þær eru litlar og staflaga, litaðar fjólubláar.
Svartidauði er sjúkdómur sem hefur þrisvar sinnum gengið í heimsfaröldrum. Fyrst geisaði svonefnd justiníönsk-pest á 6. öld í kringum Miðjarðarhafið, síðan var svartidauði eða plágan sem hófst á 14. öld í Evrópu og þriðji heimsfaraldurinn hófst síðan á seinni hluta 19. aldar í Kína.
Svartidauði kom tvisvar til Íslands á 15. öld, árin 1402 og 1495. Talið er að allt að helmingur þjóðarinnar hafi dáið úr veikinni.
Víða á Netinu er hægt að skoða smásjármyndir af bakteríunni Yersinia pestis. Á vefsetri CDC (Center for Disease Control and Prevention) er til að mynda að finna nokkrar myndir sem eru birtar án ákvæða höfundaréttar.
Mynd:
JGÞ. „Hvert er latneska heitið á bakteríunni sem olli plágu á Íslandi á 15 öld? Ég þarf að finna mynd af bakteríunni til að nota sem fyrirmynd að málverki..“ Vísindavefurinn, 27. október 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61022.
JGÞ. (2011, 27. október). Hvert er latneska heitið á bakteríunni sem olli plágu á Íslandi á 15 öld? Ég þarf að finna mynd af bakteríunni til að nota sem fyrirmynd að málverki.. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61022
JGÞ. „Hvert er latneska heitið á bakteríunni sem olli plágu á Íslandi á 15 öld? Ég þarf að finna mynd af bakteríunni til að nota sem fyrirmynd að málverki..“ Vísindavefurinn. 27. okt. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61022>.