Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 599 svör fundust

category-iconVísindi almennt

Hver fann upp klósettpappírinn?

Eins og svo margt annað fundu Kínverjar fyrstir upp pappírinn og þeir voru einnig fyrstir til að gera til úr honum sérstakan klósettpappír. Vitað er að birgðamiðstöð keisarans keypti 720.000 blöð árið 1391, hvert 2 x 3 fet að stærð (60 x 90 cm). Sú notkun var þó eingöngu bundin við hirð keisarans og varð aldrei al...

category-iconBekkirnir spyrja

Hvernig munum við?

Minni telst vera þau hugar- og heilaferli þar sem tekið er á móti upplýsingum, þær varðveittar og að lokum endurheimtar. Án minnis gætum við ekki hugsað um það sem gerðist í gær − ekki einu sinni um það sem gerðist fyrir sekúndu. Það eina sem við skynjuðum væri líðandi stund, það eina sem væri til væri núið....

category-iconFélagsvísindi

Hvað er vaxtaferill?

Vaxtaferill lýsir sambandinu milli vaxta og lánstíma. Oftast er þetta hugtak notað til að lýsa kröfu um ávöxtun skuldabréfa eftir því til hve langs tíma viðkomandi bréf eru. Einnig er stundum talað um tímaróf vaxta. Þessi vaxtaferill sýnir dæmi um hvernig vextir hækka eftir því sem lánstími lengist. Vaxtafer...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig er hægt að sleppa við að fá unglingabólur?

Á kynþroskaskeiðinu verða ákveðnar breytingar í húðinni, fitukirtlar stækka og starfsemi þeirra eykst. Í sumum tilfellum bólgna þeir ef ástandið er slæmt og er þá talað um að unglingurinn sé með gelgjubólur eða unglingabólur (e. acne). Eins og annað í líkamanum ræðst gerð húðarinnar og eiginleikar hennar að mi...

category-iconLögfræði

Hver er stefna íslenskra stjórnvalda í afbrotamálum?

Í grundvallaratriðum fylgir réttarkerfi okkar á Íslandi þeim almennu réttarfarshugmyndum sem mótast hafa síðustu tvær aldir á Vesturlöndum. Gengið er út frá því að einstaklingar búi yfir frjálsum vilja og að afbrotamenn séu ábyrgir gerða sinna með örfáum undantekningum sem felast einna helst í ósakhæfi vegna ungs ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna eru helstu afbrot kvenna búðaþjófnaður?

Samkvæmt opinberum gögnum eru afbrot kvenna yfirleitt minni háttar auðgunarbrot eins og hnupl, þjófnaður og skjalafals, eða brot án eiginlegs þolanda, eins og vændi eða fíkniefnaneysla. Karlar eru hins vegar ráðandi í ofbeldisbrotum, meiri háttar auðgunarbrotum og ekki síst í viðskipta- og stjórnmálatengdum glæpum...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvaða tungumál, fyrir utan hebresku, tala Ísraelsmenn?

Hebreska er móðurmál langflestra Gyðinga í Ísrael, en þeir eru um 77% landsmanna. Stærsti minnihlutahópurinn er múslimar (15%) sem tala arabísku. Þetta hefur þó ekki alltaf verið á þennan veg. Hebreska var töluð löngu fyrir Krist. Á myndinni sést brot úr rollu Isaiah (e. Isaiah scroll) sem er ein af rollunum se...

category-iconStærðfræði

Hver eru elstu handrit að Frumþáttum Evklíðs og hefur verkið varðveist í heild sinni í upprunalegri mynd?

Elstu handritin sem geyma rit Evklíðs, Frumþætti (Elementa, Σστοιχεῖα) á frummálinu, það er að segja á forngrísku, eru frá 9. og 10. öld. Það eru handritin Codex Bodleianus Doruillianus X (oft táknað með bókstafnum B) sem er frá 9. öld og síðan Codex Vaticanus Graecus ...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á efri og neðri deild Bandaríkjaþings?

Bandaríkjaþingi er skipt í tvær deildir, öldungadeild og fulltrúadeild. Um þær er gjarnan talað sem efri og neðri deildir þótt þær séu ekki skilgreindar þannig í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í fyrstu grein stjórnarskrárinnar er löggjafarvaldið sett í hendur þingsins og því skipt í tvær deildir. Báðar deildirnar þur...

category-iconLæknisfræði

Hvað er skoðað í almennri blóðrannsókn?

Í blóði eru mörg hundruð efni sem hægt er að mæla, meðal annars er hægt að telja og mæla rauð blóðkorn, hvít blóðkorn og blóðflögur. Allir þættir blóðs þurfa að vera í réttu magni og hlutfalli til þess að við séum heilbrigð. Blóðrannsókn er mikilvægur hluti greiningar á sjúkdómum þar sem þeir valda oft röskun á þe...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Ástráður Eysteinsson stundað?

Ástráður Eysteinsson er prófessor í almennri bókmenntafræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur fengist við stefnur og strauma í nútímabókmenntum Vesturlanda, með áherslu á bókmenntir innan málsvæða ensku, þýsku og íslensku, en jafnframt rannsakað alþjóðlega virkni og vægi lykilhugtaka eins og módernism...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Alda Björk Valdimarsdóttir stundað?

Alda Björk Valdimarsdóttir er dósent í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Meðal helstu rannsóknarverkefna hennar eru enskar 19. aldar bókmenntir með sérstakri áherslu á skáldverk Jane Austen, endurvinnslu menningararfsins í samtímanum, hliðarsögur, endurritanir og aðlaganir. Hún hefur jafnframt rannsakað...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er ekki varasamt að nota sagnorðið að upphefja í merkingunni "virka gegn" í textum um lyf og læknisfræði?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig standi á því að í textum sem heyra undir lyfja- og læknisfræði er orðið að upphefja notað sem annað orð yfir að "virka gegn" (t.d. að eitt lyf upphefur áhrif annars lyfs) þegar almenn skýring í orðabókum fyrir orðið upphefja er: 1...

category-iconVeðurfræði

Mundi vindakerfi jarðar breytast mikið við það að jörðin væri fullkomlega hnöttótt?

Vindar á jörðinni stafa af mismuni í loftþrýstingi sem er til kominn af mismun í hitun loftsins milli svæða. Þættir á borð við snúning jarðar, viðnám við jörð og fasaskipti vatns hafa svo einnig áhrif á hvernig vindar blása. Þótt jörðin væri fullkomlega hnöttótt, þannig að öll fjöll væru jöfnuð út og ummál jar...

category-iconVísindavefur

Af hverju gáfuð þið út bók?

Allt frá upphafi hefur verið haft í huga að gefa mætti út svör af Vísindavefnum á bók. Í bókinni eru tekin saman svör við ýmsum algengum spurningum og þeim raðað upp þannig að hægt sé að lesa bókina á samfelldan hátt. Svörin í bókinni eru 200 talsins og því ekki nema brot af því efni sem er til á vefnum. Við tö...

Fleiri niðurstöður