Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 193 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hver var Jón lærði Guðmundsson?

Jón lærði hét fullu nafni Jón Guðmundsson og var sjálfmenntaður alþýðumaður og náttúruskoðari sem lifði á 17. öld. Nafn hans tengist atburðum brennualdar þar eð yfirvöld sökuðu hann um kukl og galdur. Saga Jóns lærða er raunaleg lífssaga manns sem var uppi á „þeirri öld sem spillti upplagi hans og hæfileikum“ eins...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er kal og hvers vegna skemmir það gras?

Hér er einnig að finna svör við spurningunum: Af hverju hefur ekki verið sett salt á klakann á grasinu, skemmir það grasið? (Árni Gíslason). Hvað má klaki liggja lengi á golfvelli án þess að kal myndist? (Hannes Sveinsson). Kalskemmdir eru skemmdir sem beint eða óbeint má rekja til kulda. Bein áhrif kuldan...

category-iconHagfræði

Hver er munurinn á einkavæðingu og almenningsvæðingu?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna eru hreindýr í útrýmingarhættu?

Hreindýr (Rangifer tarandus) eru útbreidd á heimskautasvæðum allt í kringum norðurpól. Stórir stofnar finnast í austanverði Síberíu, í Noregi, Kanada, Grænlandi, Alaska og í Asíu allt suður til 50° gráðu N-breiddar í Kína. Áður fyrr lifðu þau mun sunnar og voru útbreidd um Kanada og allt suður til Maine á vesturst...

category-iconSálfræði

Hver var Ivan Pavlov og hvert var hans framlag til sálfræðinnar?

Ívan Petrovitsj Pavlov var fæddur í borginni Rjazanj árið 1849. Faðir hans var prestur í rétttrúnaðarkirkjunni, móðir hans var dóttir prests. Faðirinn hóf störf í fátækri sókn í útjaðri borgarinnar, en lauk ævinni sem höfuðprestur aðalkirkjunnar í Rjazanj. Á æskuárum sótti Pavlov nám í skóla sóknarinnar og hafði æ...

category-iconLæknisfræði

Hversu lengi er hægt að geyma líffæri, til dæmis hjarta, áður en þau eru grædd í líffæraþegann?

Það er misjafnt eftir líffærum hversu langur tími má líða frá því að líffærið er tekið úr gjafanum og þar til það er komið í líffæraþegann. Hjarta deyr aðeins fjórum klukkustundum eftir að það er tekið úr líkama gjafans en önnur líffæri geta haldist lifandi í allt að sólarhring eftir að þau eru fjarlægð úr líkama ...

category-iconFélagsvísindi

Hverjir voru Rauðu khmerarnir?

Rauðu khmerarnir eða Khmer Rouge, eins og þeir kölluðust á frönsku, voru kommúnískir skæruliðar í Kambódíu sem náðu völdum í landinu árið 1975 undir forystu Pol Pots. Pol Pot fæddist inn í fátæka bændafjölskyldu árið 1925 og hét þá Saloth Sar. Árið 1949 fékk hann styrk til að stunda nám í útvarpsvirkjun í Parí...

category-iconMannfræði

Hvers vegna þurfa konur í íslamskri trú að hylja sig með blæju ef ekkert stendur í Kóraninum um það?

Skiptar skoðanir eru um það hvort sú hefð að íslamskar konur hylji sig með blæju sé upprunnin í Kóraninum eða aðeins túlkun ráðandi afla á orðum Kóransins. Frá upphafi hefur verið deilt um hvernig túlka beri Kóraninn og hver hafi vald til þess. Lengst af hafa konur verið útilokaðar frá því ferli. Í arabísku er...

category-iconLæknisfræði

Af hverju er maður með astma?

Astmi er langvinnur bólgusjúkdómur í berkjum. Í astmakasti leiða vöðvasamdráttur og bólgubreytingar í berkju til þrengsla í öndunarvegi. Sjúklingurinn finnur fyrir andþyngslum, mæði, hósta og surgi eða ýli sem heyrist við útöndun. Þessi einkenni þurfa þó ekki öll að vera til staðar samtímis. Sumir astmasjúklingar...

category-iconHagfræði

Er það rétt að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008?

Spurningin í fullri lengd var svona: Er það rétt sem fram kemur Morgunblaðinu 30. apríl 2020 að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008? Fullyrðingin kemur fram í grein eftir formann Flokks fólksins í Morgunblaðinu þann 30. apríl 2020. Ekki er ge...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju gerir NATO ekkert stórtækt varðandi stríðið milli Ísraels og Palestínu?

Á alþjóðavettvangi er engin alheimsstjórn sem setur sameiginlegar reglur og fylgir þeim eftir. Alþjóðakerfið er sjálfshjálparkerfi sem byggir á samstarfi fullvalda ríkja. Sameinuðu þjóðirnar eru stærsti sameiginlegi vettvangur fullvalda ríkja til að leita lausna á vandamálum heimsins með friðsamlegum hætti. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða hundar eða hundakyn eru bönnuð á Íslandi?

Í reglugerð um innflutning gæludýra og hundasæðis (935/2004) segir meðal annars:Óheimilt er að flytja til landsins: a) Hvolpafullar tíkur. b) Kettlingafullar læður. c) Tíkur með hvolpa á spena. d) Læður með kettlinga á spena. e) Dýr sem hafa undirgengist aðgerðir fyrir innflutning og þarfnast eftirlits eða...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur þú sagt mér um sléttuúlfa?

Sléttuúlfar (Canis latrans) nefnast á ensku coyote eða praire wolf. Þessa nafngift má líklega rekja til upprunalegra heimkynna þeirra á sléttum Norður-Ameríku. Orðið coyote kemur hins vegar af orðinu couytl í máli Nahutl-indjána sem bjuggu á svæðum sem tilheyra í dag Mexíkó. Latneska heiti þeirra merkir hins vegar...

category-iconLæknisfræði

Af hverju er ekki bara hægt að skera æxlið í burtu þegar menn fá krabbamein?

Eðlilegt að spurt sé. Við heyrum gjarnan af því að einhver sem við könnumst við hafi greinst með krabbamein og að sá hafi í kjölfarið farið í aðgerð til þess að fjarlægja æxlið. Oft heyrum við líka ekki annað en að vel hafi til tekist enda viðkomandi í flestum tilvikum alveg eins og hann á að sér í framhaldinu, þe...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru hjartsláttartruflanir?

Hjartsláttartruflun er hvers kyns truflun í leiðslukerfi hjartans. Hjartsláttartruflanir valda ýmist hægatakti, hraðtakti eða aukaslögum og geta átt uppruna frá hjartagáttum, sleglum eða í vefnum þar á milli. Sumar hjartsláttatruflanir eru einkennalausar en aðrar geta verið lífshættulegar. Hjartslætti er undir...

Fleiri niðurstöður