Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins
Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Það er algerlega nýtt fyrir mér að heyra orðið „almenningsvæðing“ og ég skil það ekki! Hvað þýðir það og síðan hvenær er það í íslensku? Hver er munurinn á einkavæðingu og almenningsvæðingu? [Spyrjandi sendi einnig hlekk sem meðal annars vísaði á: Kosningaáherslur Sjálfstæðisflokksins - Alþingiskosningar 2016.]Hugtökin almenningsvæðing og almannavæðing virðast eiga við sama fyrirbærið. Orðið almannavæðing er líklegra eldra í málinu. Elsta dæmið um það sem höfundur þessa svars hefur fundið er í grein í tímaritinu Frjáls verslun frá 1.8.1991.[1] Í kynningu á helstu kosningaáherslum Sjálfstæðisflokksins vegna Alþingiskosninga haustið 2016 kemur meðal annars eftirfarandi fram: „Sjálfstæðisflokkurinn vill almenningsvæða banka. Rétt er að almenningur fái drjúgan hlut eignar sinnar milliliðalaust í hendur, samhliða skráningu bankanna á markað.“[2][3] Samkvæmt íslenskri málvenju mætti ætla að einkavæðing annars vegar og almannavæðing eða almenningsvæðing hins vegar væru andstæðar aðgerðir í þeim skilningi að önnur aðgerðin sneri við afleiðingum hinnar. Sá skilningur er hins vegar ekki lagður í orðin í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins. Íslenska orðið „einkavæðing“ er þýðing á enska orðinu privatization eða privatisation. Ekki er ljóst hvort orðið almennisvæðing eins og það er notað í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins sé þýðing á ákveðnu alþjóðlegu orði. Nærtækast er að ætla að það sé þýðing á enska orðasambandinu voucher privatization. Orðið voucher er meðal annars þýtt sem kvittun, fylgiskjal eða „úttektarseðill“.[4] Með hliðsjón af þýðingum á orðinu voucher mætti þýða orðasambandið voucher privatization sem úttektarvæðing. Hér á eftir mun þó vera notast við þýðinguna „áskriftarvæðing“.

Munurinn á fyrirbærunum einkavæðing og áskriftarvæðing er að áskriftarvæðing er ein birtingarmynda einkavæðingar. Áskriftarvæðing er því þrengra hugtak en einkavæðing. Myndin sýnir Englandsbanka (e. Bank of England).
- ^ Frjáls verslun, 50. árgangur 1991, 8. tölublað - Timarit.is. (Sótt 3.10.2016).
- ^ Kosningaáherslur Sjálfstæðisflokksins - Sjálfstæðisflokkurinn. (Skoðað 03.10.2016).
- ^ Kosningaáherslur Sjálfstæðisflokksins - Alþingiskosningar 2016. (Skoðað 03.10.2016).
- ^ Sjá til dæmis Orðabanka Íslenskrar málstöðvar (Skoðað 03.10.2016).
- ^ Ellerman, David. 2001. "Lessons from Eastern Europe's Voucher Privatization", Challenge, 44(4): 14-37.
- ^ Sjá skýrslu Ríkisendurskoðunar (Skoðað 03.10.2016).
- ^ Bel, Germà. 2006. "Retrospectives: The Coining of "Privatization" and Germany's National Socialist Party." Journal of Economic Perspectives, 20(3): 187-194. DOI: 10.1257/jep.20.3.187.
- Bank - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 03.10.2016).