Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7670 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru samlegðaráhrif?

Með samlegðaráhrifum er átt við það þegar einn þáttur í tiltekinni starfsemi styður annan. Sem dæmi má nefna þegar tvö fyrirtæki sem starfa á sitthvoru sviðinu sameinast og við það annaðhvort lækkar heildarkostnaður eða heildartekjur aukast. Á ensku er ýmist talað um synergy eða economics of scope. Við getum ti...

category-iconHagfræði

Hvernig virka lífeyrissjóðir?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvernig virkar lífeyrissjóður? Eins og staðan er í dag þá borga ég og atvinnurekandi 15,5% af launum í lífeyrissjóð. Miðað við það tekur 6,5 ár að safna fyrir einu ári af launum. (15,5%*6,5ár=100.75%). Starfsævin miðað við að viðkomandi fari í skóla er kannski 45 ár. Þannig þ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hafa farið fram vísindalegar rannsóknir á því hvort strákar í grunnskóla fái meiri athygli í tímum en stelpur?

Erlendis hefur það talsvert verið rannsakað hvort kennarar veiti strákum meiri athygli en stelpum inni í skólastofunni. Í stuttu máli er niðurstaðan sú að strákar virðast vissulega fá meiri athygli kennara en stúlkur. Það er þó afar umdeilt hversu mikla athygli drengir fá fram yfir stúlkur, hvort sú athygli sé öll...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða spendýr fer hægast í heiminum?

Letidýr er talið fara hægast af spendýrum í heiminum. Hraði þess er 0,24 km á klukkustund. Þessi hraði er svo lítill að þörungar vaxa á dýrinu. Letidýr er um það bil jafn stórt og lítill hundur, 50-75 cm á lengd og tæplega 10 kg að þyngd . Stórum hluta ævinnar eyðir letidýrið í að éta, sofa, fjölga sér og hanga á ...

category-iconStærðfræði

Hvað eru margir möguleikar á talnaröðum í íslenska lottóinu?

Í íslenska lottóinu eru 40 kúlur með númerum frá 1 upp í 40 og dregnar eru 5 kúlur. Ekki skiptir máli í hvaða röð kúlurnar eru dregnar. Ef við hugsum fyrst um fjölda möguleika á að draga 5 kúlur þannig að það skipti máli í hvaða röð kúlurnar eru dregnar þá eru 40 möguleikar á hvaða kúlu við drögum fyrst, 39 á n...

category-iconLæknisfræði

Hvað er hægt að gera við ofholdgunarörum og hvaða meðferð reynist best?

Þegar sár grær myndar líkaminn nýjan trefjabandvef úr kollageni yfir sárið. Örvefurinn líkist bandvefnum umhverfis sárið en er þó ekki alveg eins. Hann inniheldur litlar blóðæðar en skortir fitukirtla og teygjanlegan bandvef. Stundum verða ör óeðlilega þykk og trefjakennd vegna offramleiðslu kollagens. Þetta k...

category-iconLæknisfræði

Hvað er eyrnabólga barna?

Miðeyrnabólga, sem í daglegu tali kallast eyrnabólga, er bólga í slímhimnu miðeyrans af völdum bakteríusýkingar og er hún mun algengari hjá börnum en fullorðnum. Miðeyrað er loftfyllt holrúm á milli hljóðhimnunnar og innra eyrans. Kokhlustin er loftrás sem liggur á milli miðeyrans og nefkoksins og sér til þe...

category-iconLögfræði

Ef maður fæðist í Bandaríkjunum fær maður þá sjálfkrafa bandarískan ríkisborgararétt?

Meginreglan um ríkisborgararétt er að hvert ríki ræður því sjálft hverjir séu ríkisborgarar þess. Tveimur meginaðferðum er beitt við að ákveða skilyrði ríkisborgararéttar; jus soli sem felur í sér að sá sem fæðist í ákveðnu landi er ríkisborgari þess og jus sanguinis sem byggir á blóðtengslum og felur því í sér að...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju eru alltaf tíu pylsur í pakka en aðeins fimm brauð?

Það er ekki alls kostar rétt hjá spyrjanda að pylsur séu alltaf tíu saman í pakka því einnig er hægt að fá minni pakka sem innihalda aðeins fimm pylsur, alla vega frá sumum framleiðendum. Þar sem flestir borða saman eina pylsu og eitt pylsubrauð er því rökrétt að selja fimm brauð saman, en einn pakki af brauðum du...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er allt önnur Ella?

Merking orðasambandsins það er allt önnur Ella er ‘það er allt annað mál’. Það þekkist frá fyrri hluta 20. aldar. Ég minnist þess að hafa lesið skýringu á seðli í talmálssafni Orðabókar Háskólans. Þá skýringu hefur Jón G. Friðjónsson einnig fundið í safninu og birtir í ritinu Mergur málsins (2006:167) og vitna ég ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hafa leikmenn fengið að gefa stjörnum og öðrum fyrirbærum í geimnum nöfn?

Heyrst hefur af fyrirtækjum sem auglýsa stjörnur himinsins til sölu. Fyrir um 4000 krónur eða svo, stundum meira eða minna, gefst manni kostur á að nefna eina stjörnu eftir sér, ástvini sínum eða einhverjum öðrum. Í kaupbæti er fallegt skírteini með nafninu sem þú valdir, stundum bók eða stjörnukort, einhverjir að...

category-iconLæknisfræði

Er hlaupabóla verri þegar maður er 11 ára en 5 ára?

Vitað er að einkenni hlaupabólu eru mun verri hjá fullorðnum en börnum. Líklega er ekki munur hjá fimm og 11 ára börnum. Aftur á móti getur nokkur einstaklingsmunur verið á einkennum hlaupabólunnar. Sumir verða þá lasnari en aðrir sem eru jafngamlir. Hlaupabóla er bráðsmitandi barnasjúkdómur og er algengust hjá...

category-iconFélagsvísindi

Hefur eitthvað breyst í heilbrigðismálum Bandaríkjanna síðan Barack Obama varð forseti?

Þann 23. mars 2010 skrifaði Barack Obama, 44. forseti Bandaríkjanna, undir lög um sjúkratryggingar handa hinum almenna Bandaríkjamanni. Þetta er stór breyting á heilbrigðismálum í Bandaríkjunum, því áður voru sjúkratryggingar nær eingöngu aðgengilegar í gegnum atvinnurekendur. Hægt var að kaupa tryggingar á eigin ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað þarf að margfalda fólksfjölda Íslendinga oft til að fá út fólksfjölda Kínverja?

Fólksfjöldinn í Kína er 1.227.740.000 manns og á Íslandi 282.845 sem þýðir að Íslendingar yrðu að vera 4340,6813 sinnum fleiri til að jafngilda fólksfjöldanum í Kína. Upplýsingar fengnar af: Upplýsingar um Kína Vefsetur Hagstofunnar Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsin...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fá karlmenn skalla en ekki konur? Er til lækning við skalla?

Hárlos getur stafað af ýmsum orsökum, til dæmis miklum veikindum eða streitu. Erfðir eru þó ein algengasta orsök hárloss. Talað er um kynháðar erfðir þegar gen erfast jafnt með báðum kynjum en svipgerðaráhrif þess koma fram á mismunandi hátt hjá kynjunum. Skalli er dæmi um kynháðar erfðir. Bæði kynin geta fengið...

Fleiri niðurstöður