Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1242 svör fundust

category-iconSálfræði

Hver var Kurt Lewin og hvert var framlag hans til fræðanna?

Kurt Lewin er gjarnan nefndur faðir félagssálfræðinnar og er frumkvöðull vísindalegra rannsókna á hópum og hegðun þeirra. Lewin var lærifaðir margra frægra félagssálfræðinga, til dæmis Festinger, White, Lippit, Schachter og fleiri, sem áttu eftir að halda nafni hans á lofti og marka framtíð fræðanna. Hugmyndafræði...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Friðþjófur Nansen og hvert var hans framlag til vísindanna?

Friðþjófur Nansen (1861-1930).Friðþjófur Nansen fæddist 10. október 1861 í Frøen skammt frá Osló, sem þá hét Kristíanía. Hann var annað barn lögfræðingsins Baldurs Nansens og seinni konu hans Adelaide og eignaðist síðar yngri bróður. Ungur að árum kynntist Nansen útivist og íþróttaiðkun og var snemma góður íþrótta...

category-iconHeimspeki

Hvað er daoismi?

Daoismi (eldri umritun: taoismi) á rætur sínar að rekja til hinna svonefndu „hundrað heimspekiskóla“ sem spruttu upp í Kína á 6.-3. öld f.Kr. sem viðbragð við upplausnarástandi og vaxandi ófriði í landinu. Þessir „hundrað“ skólar voru væntanlega ekki alveg svona margir en talan hundrað er oft notuð í kínversku til...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Jón Thoroddsen og hvað skrifaði hann?

Jón Thoroddsen er þekktastur fyrir skáldsögur sínar Pilt og stúlku og Mann og konu, auk þess sem mörg ljóða hans eru vel þekkt, ekki síst þau sem sonarsonur hans Emil Thoroddsen gerði lög við, svo sem „Búðarvísur“, „Vögguvísu“ (Litfríð og ljóshærð) og „Til skýsins“, að ógleymdum ættjarðarljóðum á borð við „Ísland“...

category-iconHagfræði

Hvaða áhrif hafði Thomas Malthus á hagfræðina?

Bókin sem gerði Thomas Malthus (1766-1834) frægan heitir Ritgerð um lögmál sem stýra mannfjölda (An Essay on the Principle of Population).1 Hún spratt af spjalli hans við föður sinn Daniel Malthus (1730-1800) um bók Williams Godwins (1756-1836),2 Rannsókn á pólitísku réttlæti (Enquiry Concerning Political Justice...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðatiltækisins „með lögum skal land byggja“?

Landnám norrænna manna hófst á Íslandi 874. Um það leyti sem landið var að verða fullnumið var landnámsmaður að nafni Úlfljótur sendur til Noregs til að kynna sér lög. Átti hann að setja saman lög fyrir Ísland því menn sáu þörf á að ein lög giltu í landinu. Hann var þrjá vetur í Noregi og kom til baka með lögin um...

category-iconBókmenntir og listir

Hefur samtímalist einhver áhrif á samfélagið?

Þessari spurningu er óhætt að svara játandi. Samtímalist hefur haft bein áhrif á mörg ólík svið samfélagsins, svo sem listkennslu, liststofnanir, borgarlandslag, menningarlíf, listmarkaði, og sér í lagi á heimspekilega og hugmyndafræðilega þenslu listhugtaksins. Afleiðingin er meðal annars gjörbreytt reynsla áhorf...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær var byrjað að halda 17. júní hátíðlegan?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Hvenær var byrjað að halda 17. júní hátíðlegan? Ef það er í fyrsta skipti 1944 á lýðveldishátíðinni var þá einhver fyrirrennari? 1. des er vissulega fullveldisdagurinn en var heimastjórninni fagnað á ákveðnum degi á hverju ári um tíma og ef við förum enn aftar í söguna; v...

category-iconHeimspeki

Hvaða sérfræðingum á að treysta í málefnum sem tengjast COVID-19?

Sérfræðingar gegna tveimur mikilvægum hlutverkum í COVID-19-faraldrinum. Í fyrsta lagi aðstoða þeir stjórnvöld við stefnumótun og í öðru lagi sjá þeir um að upplýsa almenning og byggja upp traust. En þá vaknar mikilvæg spurning: hverjir eru þessir sérfræðingar? Hverjir eiga að aðstoða stjórnvöld við stefnumótun og...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er marxismi?

Marxismi er hugmyndastefna á sviði stjórnmála, hagfræði og fleiri fræðigreina sem kennd er við Karl Marx og vísar beint eða óbeint til verka hans. Talsverð fjölbreytni er meðal þess fræða- og baráttufólks sem kennir sig við marxisma en allt á það sameiginlegt að vera gagnrýnið á kapítalisma og vilja annars konar h...

category-iconHagfræði

Hvaða lönd hafa einfaldasta skattkerfið?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvaða lönd hafa einfaldasta skattkerfið? Er slíkt skattkerfi góður kostur? Ekki er einfalt mál að skera úr um einfaldleika skattkerfa. Á að miða við hversu margar síður skattalögin eru í lagasafninu? Á að miða við hversu langan tíma það tekur einstakling eða lögaðila að fyl...

category-iconStjórnmálafræði

Til hvers var öðrum viðaukanum bætt við bandarísku stjórnarskrána og hvaða gildi hefur hann í dag?

Í formála bandarísku stjórnarskrárinnar er markmiðum hennar lýst með þessum orðum: Vér Bandaríkjamenn setjum og samþykkjum þessi grundvallarlög fyrir Bandaríki Ameríku í þeim tilgangi að koma á fullkomnara sambandsríki, stuðla að réttlæti, tryggja landsfriðinn, sjá fyrir sameiginlegum landvörnum, efla almenna velf...

category-iconFornfræði

Hvaða áhrif hafði grísk menning á hina rómversku?

Rómverska skáldið Quintus Horatius Flaccus (65-8 f.Kr.) komst svo að orði að hið hertekna Grikkland hefði fangað ósiðmenntaðan sigurvegarann og fært listirnar inn í Latíumsveit (Hor. Epist. 2.1.156-7). Það má segja að Hóras, eins og skáldið er oft nefnt á íslensku, hafi að vissu leyti hitt naglann á höfuðið því gr...

category-iconStærðfræði

Hver var Björn Gunnlaugsson og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Björn Gunnlaugsson (1788–1876) var merkastur íslenskra stærðfræðinga á nítjándu öld. Björn var sonur Gunnlaugs Magnússonar, síðar bónda á Bergsstöðum á Vatnsnesi, og konu hans, Ólafar Björnsdóttur. Gunnlaugur hafði áunnið sér gott orðspor fyrir hugvitssamlegar uppfinningar og þegið viðurkenningar fyrir þær frá kon...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr dóu út við veðurfarsbreytingar í lok ísaldar?

Samkvæmt tímatali jarðfræðinnar hófst ísöld um allan heim fyrir um 2,6 milljónum ára og henni lauk fyrir um tíu þúsund árum. Ísöld er einnig nefnd pleistósen af jarðfræðingum. Að ísöld lokinni hlýnaði í veðri og úrkoma minnkaði, loftslag varð þá þurrara og í kjölfarið fylgdu breytingar á gróðurfari. Samhliða breyt...

Fleiri niðurstöður