Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1752 svör fundust
Hver er minnsta mælieiningin?
Minnsta mælieiningin er ekki til svo að okkur sé kunnugt, frekar en minnsta stærðin. Flestir vita hvernig við skiptum metranum í sentímetra og millímetra en millímetrinn er þúsundasti partur úr metra. Míkrómetrinn, sem táknaður er með µm, er síðan milljónasti hluti metrans og nanómetrinn, nm, er milljarðasti partu...
Hvað fara margir í gegnum Hvalfjarðargöngin að meðaltali á hverjum degi?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er heitt í Hvalfjarðargöngunum? (Bryndís) Hvalfjarðargöngin voru formlega opnuð laugardaginn 11. júlí 1998. Framkvæmdir hófust í maí 1996 svo göngin voru um tvö ár í smíðum. Kostnaðurinn við þau nam 4630 milljónum króna miðað við verðlag ársins 1996. Á ársgrundvelli fara a...
Er hægt að labba upp á topp á Drangajökli?
Hæsta bunga Drangajökuls kallast Jökulbunga, 925 metra yfir sjávarmáli. Hægt er að velja um nokkrar leiðir upp á jökulinn og að Jökulbungu eins og lesa má um í ferðalýsingum Gísla Hjartarsonar leiðsögumanns á Ísafirði sem finna má á fréttavefnum bb.is. Einn möguleiki er að hefja gönguna í Kaldalóni við Ísafj...
Hvað geta ísbirnir verið lengi í kafi?
Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru ágætis kafarar en kafa þó ekki sérstaklega djúpt. Rannsóknir sem hafa verið gerðar í dýragörðum benda til þess að þeir kafi mest niður á 4,5 metra dýpi, en lítið er þó vitað um hversu djúpt þeir kafa í náttúrunni. Sérfræðingar telja þó að það sé mjög hæpið að þeir fari niður fyri...
Hversu stór hluti landsins hefur farið undir lón við vatnsvirkjanir?
Landsvirkjun á og rekur öll lón og veitur í landinu sem orð er á gerandi. Landið allt er 103.000 km2 og sé flatarmál allra lóna lagt saman nemur það um 0,25% af flatarmáli landsins ef Þórisvatn, sem er þeirra stærst, er allt tekið með í reikninginn. Lón og veitur eru því samtals um 260 km2. Þórisvatn var þó að...
Af hverju vantar nefið á sfinxinn?
Egypski sfinxinn er forn goðsagnavera sem hefur líkama ljóns og mannshaus. Langþekktust er stóra sfinx-styttan sem enn stendur í Giza í Egyptalandi. Styttan er ein stærsta steinstytta í heimi; hún er 57 metra löng, 6 metra breið og 20 metra há. Hausinn er sagður vera gerður eftir mynd egypska faraósins Khaf-Ra. Pí...
Í hvaða hæð frá jörðu er vindhraði mældur?
Öll spurningin hljóðaði svona: Í hvaða hæð frá jörðu er vindhraði mældur? Skiptir máli í hvaða hæð hann er mældur? Vindhraði er að jafnaði mældur í 10 metra hæð yfir jörðu og er það í samræmi við reglur Alþjóðaveðurfræðistofnunar Sameinuðu þjóðanna. Það kostar töluvert að koma vindhraðamæli upp í 10 metra h...
Hvað verða blakkahraun stór og hver er rennslishraði þeirra?
Blakkahraun eru ein helsta byggingareining eldkeila. Þau myndast aðallega í gosum sem framleiða kísilrík íslandít (56-64% SiO2) og kísilrýr dasít (64-67% SiO2). Í stórum dráttum er lögun blakkahrauna og uppbygging svipuð apalhraunum, en þó eru þau að jafnaði mun þykkari. Dæmigerð lengd fyrir blakkahraun er á bi...
Hvaða aðferð notar ættfræðiforrit eins og Íslendingabók við að rekja saman ættir tveggja Íslendinga?
Í langflestum tilfellum er það gert með því að safna saman framættum einstaklinganna tveggja og leita að sameiginlegum forfeðrum í trjánum. Til að útskýra þetta betur getum við gert okkur í hugarlund að hver einstaklingur í gagnagrunni Íslendingabókar hafi sérstakt númer. Einstaklingurinn tengist síðan föður o...
Hvað fer ljósið langt á einni klukkustund?
Á klukkutíma fer ljósið 1.079.252.848.800 metra eða 1.079.252.848,8 kílómetra. En á sekúndu fer það "aðeins" á 299.792.458 metra eða 299.792,458 kílómetra. Heimild: Violence in the Cosmos Á Vísindavefnum má finna mörg svör um ljóshraða, til dæmis Er ljóshraðinn mesti hraði í heimi? og Er hraði ljó...
Hversu há og hversu þung er risafura í samanburði við steypireyði?
Steypireyðurin (Balaenoptera musculus), stærsta dýr jarðar, getur fullvaxin orðið allt að 30 metra löng og vegið 100-190 tonn. Þessi tröllvaxni hvalur er þó hvorki langur né þungur í samanburði við risafuruna (Sequoiadendron giganteum) sem er þyngsta lífvera jarðarinnar. Risafurur geta orðið allt að 95 metrar...
Hvað getur þú sagt mér um otur?
Otrar tilheyra ætt marðardýra (Mustelidea) en það er ein stærsta ætt rándýraættbálksins. Dæmi um önnur marðardýr eru hreysikettir, minkar, greifingjar og skúnkar. Otrar eru í reynd 13 tegundir sem skipt er í fjórar ættkvíslir. Sú tegund sem Evrópumenn kannast helst við er evrópski oturinn eða hinn eiginlegi otur (...
Getið þið sagt mér hvernig dýralíf á Nýja-Sjálandi er?
Dýralíf á Nýja-Sjálandi á sér mjög sérstaka og merkilega sögu því fyrir landnám manna á eyjunum fyrir tæpum 700 árum fundust þar engin landspendýr. Vissulega voru þó sjávarspendýr viðloðandi eyjarnar í þúsundir ára, svo sem selir (Phocidae) og sæljón (Otariidae). Auk þess tilheyra þrjár tegundir leðurblaka (Chirop...
Hvað er loftvog og hvernig er hún notuð?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er barómetermælir og hvernig les maður úr þessum tveim vísum sem er í mælinum og af hverju heitir þetta barómeter? Loftvog er samheiti yfir tæki sem notuð eru til þess að mæla þrýsting loftsins. Neðstu loftlög hvíla undir þeim sem ofar liggja, hin efri þjappa hinum neðri s...
Hvað getið þið sagt mér um tannhvali?
Tannhvalir (Odontoceti) eru annar tveggja undirættbálka núlifandi hvala, en hinn er skíðishvalir (Mysticeti). Til tannhvala teljast tæplega 80 tegundir, en þess ber þó að geta að flokkunarfræðingar eru ekki sammála um nákvæman fjölda tegunda. Tannhvalir eru talsvert útbreiddari en skíðishvalir, en þeir finnast í ö...