Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 190 svör fundust

category-iconFornleifafræði

Hver var Flinders Petrie og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?

Enski fornleifafræðingurinn William Matthew Flinders Petrie var leiðandi í rannsóknum á fornöld Egyptalands og Palestínu í lok 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. en er best þekktur nú á dögum sem frumkvöðull í beitingu vísindalegra vinnubragða við uppgröft og greiningu forngripa. Flinders Petrie fæddist í Kent á...

category-iconJarðvísindi

Hvað farast margir í jarðskjálftum árlega og hvað veldur helst tjóni í skjálftum?

Jörð skelfur þegar bylgjur berast um jarðskorpuna. Slíkar bylgjur myndast í ýmsum hreyfingum í henni af náttúrunnar og manna völdum. Í raun er það þannig, að yfirborð jarðar titrar og hreyfist samfellt allt árið um kring, þótt áhrifin verði aðeins einstaka sinnum svo mikil að fólk finni og tjón hljótist af. Þetta...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er tvítala og hvaða dæmi um greinarmun tvítölu og fleirtölu finnast í nútíma íslensku?

Munurinn á tvítölu og fleirtölu felst í því að í fyrra tilvikinu er átt við tvo en í hinu síðara við fleiri. Þessi munur kom bæði fram í persónufornöfnum og eignarfornöfnum. Aðgreiningin er gamall indóevrópskur arfur sem lotið hefur í lægra haldi í nær öllum málaættunum. Persónufornöfnin við og þið voru no...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til einhver skýring á mismunandi merkingu orðanna herbergi, rúm, sæng og dýna á íslensku annars vegar og hins vegar hinum norrænu málunum?

Orðið herbergi er tökuorð í norrænum málum, sennilega úr miðlágþýsku herberge í merkingunni 'gistihús'. Heimildir um orðið eru einnig til í fornsaxnesku og fornháþýsku heriberga. Í háþýsku er orðið Herberge notað um gististað, t.d. er þýska orðið yfir farfuglaheimili Jugendherberge (Jugend 'æska, æskumenn'). Talið...

category-iconFöstudagssvar

Hver er staðan á þágufallssýki í dag? Stendur yfirvöldum á sama?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver er staðan á þágufallssýki í dag? Stendur yfirvöldum á sama? Verður bráðum jafnrétt að segja "mig langar" og "mér langar"? Önnur spurning um sama efni: Er því mögulegu að vera svo langt leiddum í þágufallssýki að öllu því sem manni mælir sé í þágufalli?Vísindavefurinn ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaðan kemur nafnið geitungur?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða tilgangi þjóna geitungar í vistkerfinu? Lifa geitungar á skordýrum? Ef ekki þá á hverju? Gera þeir garðinum mínum eitthvert gagn? Ekki er vitað fyrir víst hvaðan nafnið geitungur kemur. Jón lærði Guðmundsson lýsir trjágeitungi í riti sínu Stutt undirrétting um Íslands aðsk...

category-iconLandafræði

Hvaðan kemur nafngiftin Bíldudalur?

Nafnið Bíldudalur er ekki til í fornritum en Bíldudalseyri er þekkt úr Grímsstaðannál um atburði árið 1579 (Annálar 1400-1800 III:463-464. Reykjavík 1933). Orðið bílda getur merkt ‘drafna í andliti’ og eins ‘ær með andlitsdröfnu’ og er til sem ærnafn en ekki er líklegt að það hafi gefið dalnum nafnið. Bíld...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða áhrif hafði Jónas Hallgrímsson á íslenska tungu og hvað gerði hann til að vernda hana?

Ekki þarf að fara mörgum orðum um Jónas Hallgrímsson og kveðskap hans. Jónas hefur í hátt á aðra öld verið eitt af ástsælustu skáldum þjóðarinnar. Sést það best af því að á þessu ári keppast menn við að minnast þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu hans og verður honum sýndur margvíslegur sómi. Enn er ekki fari...

category-iconSálfræði

Hver var Jacques Lacan og hvert var framlag hans til fræðanna?

Jacques Lacan (1901-1981) var franskur sálgreinir og geðlæknir. Verk hans hafa haft mikil áhrif á kenningar bæði í félags- og hugvísindum. Lacan, sem oft hefur verið kallaður „hinn franski Freud“, var áhrifamikill í menningarlífi Parísarborgar á síðari hluta 20. aldar og iðulega var þétt setinn bekkurinn á málstof...

category-iconDagatal vísindamanna

Hver er Wolfgang Edelstein og hvað hefur hann lagt af mörkum til menntavísinda og skólamála hér á landi?

Wolfgang Edelstein er fæddur í Freiburg í Þýskalandi 15. júní 1929. Faðir hans, dr. Heinz Edelstein (1902–1959), var tónlistarmaður og stofnandi Barnamúsíkskólans í Reykjavík. Móðir Wolfgangs, Charlotte Teresa Edelstein (1904–1997), var hagfræðingur að mennt. Wolfgang, sem er af gyðingaættum, flúði með fjölskyldu ...

category-iconVísindavefurinn

Svör um jarðvísindi og hagfræði mest lesin árið 2023

Svör um jarðvísindi og hagfræði raða sér í fimm efstu sæti þeirra svara sem birtust árið 2023 og mest voru lesin á Vísindavef HÍ. Að meðaltali heimsækja um sjö þúsund manns Vísindavefinn daglega og fletta þar tæplega níu þúsund síðum. Breiddin í lestri er veruleg og þannig getur fjöldi þeirra svara sem lesin er...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig verður sjálfsmynd faghópa til og hvernig má styrkja hana?

Rannsóknir á faghópum eiga sér langa hefð í félagsfræði og er sjálfsmynd faghópanna þar veigamikill þáttur. Fyrsta skeið faghóparannsókna, sem hófst á fjórða áratugnum, einkenndist af nokkurs konar flokkunar- eða skilgreiningaráráttu. Fræðimenn leituðu að hinum sönnu eiginleikum sem gerðu starfsstétt að faghópi og...

category-iconHugvísindi

Hver var röksemdafærsla Jóns Sigurðssonar fyrir aukinni sjálfstjórn Íslendinga?

Jón Sigurðsson (1811-1879) hafði engin bein tengsl við frönsku byltinguna sem hófst í París árið 1789. Hins vegar er óhætt að fullyrða að hann hafi verið undir hugmyndafræðilegum áhrifum frá byltingunni og því megi tala um óbein tengsl Jóns við hana. Byltingin markaði óneitanlega djúp spor í sögu Vesturlanda, en þ...

category-iconHeimspeki

Hver er Hélène Cixous og hvert er hennar framlag til fræðanna?

Franski rithöfundurinn og fræðikonan Hélène Cixous fæddist í Oran í Alsír árið 1937. Hún ólst upp í fjölþjóðlegu og fjöltyngdu umhverfi þar sem þýska og franska voru talaðar á heimilinu, en arabíska og spænska á götum úti. Fjölskylda hennar í báða leggi voru gyðingar. Móðir hennar flúði nasismann með því að flytja...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju nota Ameríkanar 110 volt? Er það betra en 220 volt?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Af hverju nota Ameríkanar 110 volt? Eru fleiri þjóðir með 110 V og er það betra en 220 V? Er þetta frá því að Edison var uppi? Ástæða þess að í Bandaríkjunum eru notuð 110 volt er fyrst og fremst söguleg. Fyrstu rafalarnir (jafnstraumsrafalar) voru byggðir í sitt hvoru lagi á...

Fleiri niðurstöður