Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 566 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig kveða menn í kútinn?

Orðasambandið að kveða einhvern í kútinn er notað um að sigra einhvern í að kveðast á en einnig um að sigra einhvern í deilu og að þagga eitthvað niður. Merkingin ‛kveðast á’ er líklegast sú upprunalega. Í ritinu Breiðdælu (sjá Ritmálssafn Orðabókar Háskólans) stendur þessi texti:Þá átti sá, er hafði betur, ...

category-iconHugvísindi

Hversu gamalt er máltækið „sá á kvölina sem á völina?“ og hvað þýðir það?

Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um máltækið er úr riti eftir Jón Rúgmann frá miðri 17. öld: kuöl á sá sem völ á. Litlu yngra er dæmi úr málsháttasafni Guðmundar Ólafssonar frá síðari hluta 17. aldar: Sá á Kvölena, sem á Völena. Merking málsháttarins liggur í því að erfitt getur verið að velja milli fólks, hluta...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna segir maður til dæmis "út úr mínum húsum" í fleirtölu? Er einhver regla til um þetta þegar maður á bara eitt hús?

Orðið hús hefur fleiri en eina merkingu. Það er í fyrsta lagi notað um byggingu sem hefur veggi og þak og er það algengasta merking orðsins. Í öðru lagi getur hús merkt 'bær, býli' og nær þá yfir þau hús sem bæ tengjast, til dæmis bæjarhús, útihús, fjárhús, hesthús. Í þriðja lagi getur hús merkt 'heimili' og...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvar getur maður fundið nánari skilgreiningu á E-efnum, til dæmis E 440, E 330, E 104, hvað þau innihalda nákvæmlega?

E-efni eða aukefni eru notuð við framleiðslu matvæla til að hafa áhrif á bragð, lit, geymsluþol og fleira. Aukefnum eru gefin E-númer þegar vísindanefnd Evrópusambandsins (ESB) hefur viðurkennt efnin og ESB sett samræmdar reglur um notkun þeirra. E-merking aukefna er því trygging fyrir því að fjallað hefur verið u...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðatiltækisins „að komast upp með eitthvað”, og af hverju er sagt „komast upp”?

Ekki er ljóst hversu gamalt orðasambandið komast upp með e-ð er í málinu. Það virðist ekki koma fyrir í fornu máli og dæmi Orðabókar Háskólans eru fremur ung. Þó hefur það verið notað alla síðustu öld. Sagnarsambandið koma e-u/e-m upp er þekkt í fornu máli í fleiri en einni merkingu. Það getur til dæmis merkt ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið Hvítserkur?

Fjallið Hvítserkur (Röndólfur). Merking orðsins hvítserkur er ‘hvítur kyrtill (ermalaus eða ermastuttur)’. Hvítserkur sem örnefni er notað um eitthvað sem líkist slíku fati. Þannig heita eftirfarandi náttúrufyrirbæri Hvítserkur: Foss í Fitjaá í Skorradal í Borgarfirði (Annálar 1400-1800. Reykjavík 1940. IV:96...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðanna í mælieiningunni "vika sjávar"?

Vika sjávar er ákveðin lengdarmálseining á sjó sem þekkist allt frá fornu máli. Þessi mælieining var mismunandi á ólíkum tímum. Á 17. og 18. öld samsvaraði til dæmis vika sjávar stundum einni danskri mílu (rúmum 7,4 km). Mælieiningin var oft ónákvæm, 7,5–9 km, um það bil einnar stundar sigling. Á 18. öld var vika ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir nafnið Rangá?

Rangá er nafn á nokkrum ám í landinu: Á sem kemur af Rangárdal í Miðdölum í Dalasýslu og rennur í Hörðudalsá að vestanverðu.Á í landi Ófeigsstaða í Ljósavatnshreppi, Suður-Þingeyjarsýslu, og nýbýli kennt við hana.Á sem rennur úr Sandvatni og niður í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu (Landnámabók), og bær kenndur v...

category-iconHeimspeki

Hvað er gagnrýnin hugsun? - Myndband

Samkvæmt íslenskri orðabók merkir lýsingarorðið „gagnrýninn“ annaðhvort „skarpur í gagnrýni sinni, athugull á allar hliðar máls“ eða „aðfinnslusamur“. Sú merking sem er mest viðeigandi í orðasambandinu „gagnrýnin hugsun“ er að vera „athugull á allar hliðar máls“. Ekkert bendir til að þegar hugsun einhvers er lýst...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir orðið skríll og hvaðan er það komið?

Orðið skríll í merkingunni ‘ruslaralýður, siðlaus múgur’ þekkist í málinu frá því á 17. öld. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:863) virðist það ekki eiga sér neinar beinar samsvaranir í öðrum skyldum málum og uppruninn er því ekki fullljós. Orðið skríll gæti verið tengt sögninni s...

category-iconHugvísindi

Hvað er bjöllusauður?

Bjöllusauður er þýðing á enska orðinu bellwether. Það er sett saman af orðinu bell ‘bjalla’ og wether ‘sauður’. Orðið er gamalt í ensku og er bjöllusauðurinn forystusauður sem oft hefur bjöllu hangandi um hálsinn. Hrútar á bænum Lundi á Fljótsdalshéraði. En orðið hefur einnig aðra merkingu í ensku. Það er nota...

category-iconHugvísindi

Hvað er að vera kauði?

Nafnorðið kauði er oftast notað um mann sem er álappalegur í útliti en þekkist einnig um þann sem er durtur í framkomu og hálfgerður leiðindapési og virðist sú merking eldri. Í safni Orðabókar Háskólans eru elst dæmi um hana frá 17. öld. Sá sem er kauðalegur er ósmekklega og oft hirðuleysislega klæddur og lýsi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið "skvísa" um ungar stelpur og hver er upphafleg merking þess?

Orðið skvísa um unga stúlku hefur verið notað í málinu frá því um miðja 20. öld. Það á rætur sínar að rekja annaðhvort til ensku sagnarinna squeeze ‘kreista’ eða nafnorðsins squeeze ‘faðmlag’. Mörgum finnst leikkonan Keira Knightley mikil skvísa. Orðið er rakið til stríðsáranna og áranna þar á eftir þegar fjö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðatiltækið „að sitja á hakanum“ og hver er upprunaleg merking þess?

Orðasambandið sitja á hakanum merkir að ‛verða út undan, mæta afgangi’. Það þekkist frá 18. öld. Annað svipað frá sama tíma kemur fyrir í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar sem gefin var út 1814. Það er að verða á hakanum sem Björn segir notað um það að fá ysta eða versta sætið. Fleiri afbr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er orðið innviðir gamalt og hvernig hefur merking þess breyst í málinu?

Orðið innviðir heyrist og sést mjög oft um þessar mundir. Þetta er ekki nýtt orð – það kemur fyrir þegar í fornu máli og er þá eingöngu notað í bókstaflegri merkingu um tréverk í skipi, annað en ytra byrði. Síðar er einnig farið að nota orðið um hús – „Kirkjan að ytri súð og innviðum mjög lasleg og ágengileg“ segi...

Fleiri niðurstöður