Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna segir maður til dæmis "út úr mínum húsum" í fleirtölu? Er einhver regla til um þetta þegar maður á bara eitt hús?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Orðið hús hefur fleiri en eina merkingu. Það er í fyrsta lagi notað um byggingu sem hefur veggi og þak og er það algengasta merking orðsins. Í öðru lagi getur hús merkt 'bær, býli' og nær þá yfir þau hús sem bæ tengjast, til dæmis bæjarhús, útihús, fjárhús, hesthús.

Í þriðja lagi getur hús merkt 'heimili' og er þá oftast haft í fleirtölu. Hugsanleg skýring á því er sú að upphaflega hafi verið litið á öll hús á býli sem eina heild þegar eign bóndans og fjölskyldu hans var höfð í huga. Húsin öll, bæjarhús jafnt sem útihús, voru þá hluti af heimili bóndans. Sú málvenja að nota hús í fleirtölu um heimili hefur síðan haldist þótt þjóðfélagsgerðin og um leið húsakostur hafi breyst.

Fleiri merkingar eru auðvitað í hús eins og til dæmis 'hulstur, hylki', gleraugnahús, nálarhús.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

16.5.2000

Spyrjandi

Álfheiður Viðarsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna segir maður til dæmis "út úr mínum húsum" í fleirtölu? Er einhver regla til um þetta þegar maður á bara eitt hús?“ Vísindavefurinn, 16. maí 2000, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=435.

Guðrún Kvaran. (2000, 16. maí). Hvers vegna segir maður til dæmis "út úr mínum húsum" í fleirtölu? Er einhver regla til um þetta þegar maður á bara eitt hús? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=435

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna segir maður til dæmis "út úr mínum húsum" í fleirtölu? Er einhver regla til um þetta þegar maður á bara eitt hús?“ Vísindavefurinn. 16. maí. 2000. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=435>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna segir maður til dæmis "út úr mínum húsum" í fleirtölu? Er einhver regla til um þetta þegar maður á bara eitt hús?

Orðið hús hefur fleiri en eina merkingu. Það er í fyrsta lagi notað um byggingu sem hefur veggi og þak og er það algengasta merking orðsins. Í öðru lagi getur hús merkt 'bær, býli' og nær þá yfir þau hús sem bæ tengjast, til dæmis bæjarhús, útihús, fjárhús, hesthús.

Í þriðja lagi getur hús merkt 'heimili' og er þá oftast haft í fleirtölu. Hugsanleg skýring á því er sú að upphaflega hafi verið litið á öll hús á býli sem eina heild þegar eign bóndans og fjölskyldu hans var höfð í huga. Húsin öll, bæjarhús jafnt sem útihús, voru þá hluti af heimili bóndans. Sú málvenja að nota hús í fleirtölu um heimili hefur síðan haldist þótt þjóðfélagsgerðin og um leið húsakostur hafi breyst.

Fleiri merkingar eru auðvitað í hús eins og til dæmis 'hulstur, hylki', gleraugnahús, nálarhús.

...