Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6959 svör fundust
Hvað gerist þegar maður sprautar nefúða í nefið á sér?
Nefholið er klætt slímhúð. Slímið eða horið gegnir mikilvægu hreinsi- og varnarstarfi og okkur nauðsynlegt. Þegar fólk kvefast sýkist slímhúðin og bólgnar. Þá verður slímmyndun mun meiri en vanalega. Afleiðingin er aukið nefrennsli og stundum nefstífla. Hægt er að lesa meira um nefslím í svari Hannesar Petersen v...
Hvernig öfluðu grameðlur sér fæðu og hvaða dýr veiddu þær?
Þótt fæðuvistfræði löngu útdauðra dýra eins og grameðlunnar (Tyrannosaurus rex) sé ekki þekkt, þykir nokkuð víst að hún hafi verið kjötæta. Lengi vel töldu menn að grameðlan hafi trónað efst á toppi fæðupíramíta risaeðla á krítartímabilinu. Stórkostleg líkamsstærð hennar og risaskoltur ollu því að engin risaeðla g...
Hvernig eiga pólskipti sér stað? Hvað stendur hvert segulskeið lengi?
Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að kynna sér svar sama höfundar við spurningunni Hvað eru pólskipti? en þar er fjallað um hreyfingar innan jarðkjarnans og myndun jarðsegulsviðs. Öðru hvoru virðast hreyfingar innan jarðkjarnans verða of hægfara, of óreglulegar, eða jafnvel of reglulegar, til þess að ...
Hver voru einkenni spænsku veikinnar og hvernig hagaði hún sér?
Almennt um spænsku veikina Spænska veikin er nafn sem festist við heimsfaraldur inflúensu sem hófst árið 1918. Vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar var fréttaflutningur takmarkaður og fréttir af veikinni bárust því misvel. Fyrst var opinberlega talað um slæman faraldur á Spáni, sem ekki tók beinan þátt í fyrri heimss...
Hvað er átt við þegar menn fá sér í tána?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða tá er átt við þegar menn fá sér í tána? Hvaðan kemur þetta orðatiltæki? Að fá sér í tána er ungt orðatiltæki og þekkist fyrst eftir 2000 samkvæmt þeim dæmum sem ég hef fundið. Algengara og eldra er orðasambandið að fá sér í fótinn, fá sér í annan fótinn, fá sér í betri fó...
Hver var Sigurður Fáfnisbani og átti hann sér raunverulega fyrirmynd?
Sigurður Fáfnisbani var ein af sögufrægustu hetjunum á germönsku málsvæði. Í eddukvæðunum er hann sagður fyrri eiginmaður Guðrúnar Gjúkadóttur sem síðan gekk að eiga Atla Húnakonung. Ekki aðeins er fjallað um hann í norrænum eddukvæðum, Völsungasögu og Þiðreks sögu varðveittum í íslenskum handritum 13. og 14. alda...
Hvað var kreppan mikla og hvenær átti hún sér stað?
Á árunum 1929–1939 gekk yfir Vesturlönd dýpsta efnahagskreppa sem um getur á friðartímum. Mesti samdrátturinn var á árunum 1929–1932 og er áætlað að heimsframleiðsla á mann hafi þá dregist saman um 15%. Einna mestur var samdrátturinn í helsta iðnríki heims, Bandaríkjunum, þar sem landsframleiðsla skrapp saman um t...
Hvað er að hafa tögl og hagldir?
Upprunalega spurningin frá Ragnari hljóðaði svona:Nú er oft talað um að hafa töglin og hagldirnar í einhverju. Hvað er að hafa tögl og hagldir? Voru þetta verkfæri og ef svo er hvernig voru þau notuð hér áður fyrr? Kvenkynsorðið högld var notað um horn- eða trélykkju sem reipi var dregið í gegnum þegar baggar v...
Hvað getur gerst ef maður smyr sér ekki nesti í skólann?
Ég reikna með að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvort mikilvægt sé að hafa eitthvað til að borða meðan maður er í skólanum. Þekking okkar, byggð bæði á reynslu og rannsóknum, segir okkur að mataræði skiptir mannveruna mjög miklu hvað heilsu og velferð varðar. Undanfarin ár hafa rannsóknir sýnt að þeim sem haf...
Hvers vegna sér maður einungis andarunga en aldrei dúfuunga á Tjörninni?
Aðeins vissar tegundir fugla og fuglsunga lifa á Tjörninni því dýr eru aðlöguð að vissum svæðum en ekki öðrum. Ganga má að því vísu að hitta fyrir ákveðna tegundir af fuglum í fuglabjörgum eða mólendi svo dæmi séu tekin. Eftir klak fara andarungarnir strax í vötn, ár eða tjarnir eins og til dæmis Tjörnina í Rey...
Er vitað hvers vegna svo kallað déjà vu á sér stað?
Déjà vu er upprunalega franska og merkir bókstaflega 'þegar séð'. Í flestum sálfræðihandbókum er lítið sem ekkert fjallað um fyrirbærið og helst virðist vera byggt á bók Graham Reed, The Psychology of Anomalous Experience: A Cognitive Approach, Hutchinson University Library, London, 1972. Déjà vu nefnist það þe...
Af hverju er Flórída-púman látin fjölga sér með Texas-púmunni?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Af hverju er Flórída-púman látin fjölga sér með Texas-púmunni en ekki með evrópsku púmunni? Flórída-púman (Puma concolor coryi) er ein af 30 deilitegundum púmunnar eða fjallaljónsins. Áður fyrr náði útbreiðsla hennar um gjörvöll suðausturríki Bandaríkjanna og vestur til ...
Hvers vegna breytist röddin í fólki sem andar að sér helíngasi?
Hér er einnig svar við spurningunni: Getur helín skaðað mann ef maður lætur það ofan í sig til skemmtunar? Raddböndin eru tvær aðskildar himnur eða þykkildi í barkakýlinu í hálsinum. Brjósk og vöðvar stjórna því hvort og þá hversu mikil glufa er milli raddbandanna, hver lögun þeirra er og hvort þau eru slök eða s...
Hvers vegna á að velta sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt?
Jónsmessan er kennd við Jóhannes skírara enda eru Jón og Jóhannes aðeins tvö afbrigði sama nafns og hún er sögð fæðingardagur hans. Um þetta má lesa nánar í svarinu Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið? eftir Unnar Árnason. Jónsmessunóttin, aðfaranótt 24. júní, er ein þeirra fjögurra nátta í íslenskri þjóðtrú s...
Sér maður eitthvað sem er alveg svart ef það væri til?
Eins og kemur fram í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningu um skilningarvitin fimm virkar sjónskynið þannig í grófum dráttum að hlutirnir í kringum okkur endurvarpa ljósi sem ljósnæmar frumur í augum okkar nema svo. Litir hlutanna ráðast svo af bylgjulengdum þess ljóss sem þeir endurvarpa og samspili þess...