Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 529 svör fundust

category-iconEfnafræði

Úr hverju eru bjöllurnar í Hallgrímskirkju?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Mig langar að vita úr hverju bjöllurnar í Hallgrímskirkju er búnar til. Eru þær úr járni eða kopar? Kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju eru samtals 32. Þar af eru 3 stórar bjöllur og 29 minni í klukknaspili (e. carillon). Klukkurnar voru framleiddar hjá fyrirtækinu Royal Eijsbo...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er vitað hversu þungan knapa íslenski hesturinn getur borið með góðu móti?

Íslenski hesturinn er fremur smár reiðhestur, að meðaltali um 140 cm á herðakamb og 350 kg. Til samanburðar eru mörg önnur reiðhestakyn gjarnan um 160 cm á herðakamb og um og yfir 500 kg. Þess vegna lítur fullorðið fólk oft út fyrir að vera stórir knapar á íslenskum hestum og hlutfall þunga knapa af þyngd hestsins...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta mörgæsir orðið stórar?

Keisaramörgæsir verða öllum mörgæsum stærstar. Þær geta orðið allt að 120 cm á hæð og vega á bilinu 21-40 kg. Nánar má lesa um þessar mörgæsir í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvað eru til margar keisaramörgæsir? Með því að smella hér má finna fleiri fróðleg svör um mörgæsir á Vísindavefnum....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er stærsta hestakynið í heiminum og hvað var stærsti hesturinn í heiminum stór?

Stærsta hestakynið í heiminum er að öllum líkindum enska dráttarhestakynið, english shire. Englendingar hafa einnig kallað þetta kyn the old english black horse eða the Lincolnshire giant. Talið er að uppruna þessa ræktunarafbrigðis megi rekja allt aftur til þess tíma þegar England var hersetið af Rómverjum fyr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um síbíríska eskimóahunda?

Síbírískir eskimóahundar (e. Siberian husky) eru óvenju harðgerðir vinnuhundar upprunnir frá Síberíu. Þeir eru allstórir og loðnir með sperrt eyru og hringaða rófu. Þetta ræktunarafbrigði er ættað frá Chuchki-þjóðflokknum í norðaustur Síberíu sem notuðu hundana aðallega til að draga sleða. Síbírískir eskimóahundar...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver er þyngd róteindar á yoktó-mælikvarða?

Yoktó er minnsta einingin í alþjóðlega einingakerfinu (SI-kerfinu), einnig kallað metrakerfið (e. metric system), en eitt yoktó er 10-24 af sérhverri SI-grunneiningu. Alþjóðlega einingin fyrir massa er gramm og því er hlutur sem vegur eitt yoktógramm einungis 10-24 gramm. Hlutur sem vegur eitt gramm er þá 1024 yok...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um antilópur?

Antilópur tilheyra ætt Bovidae en innan hennar eru fjölmargar tegundir grasbíta sem hafa mikla útbreiðslu. Antilópur eru ekki sérstakur flokkunarfræðilegur hópur heldur er hugtakið notað um þann fjölbreytta hóp tegunda sem tilheyra Bovidae ættinni en teljast ekki til nautgripa, sauðfés eða geita. Til eru um 90 teg...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr eru svín og hvað verða þau þung?

Orðið svín er almennt heiti yfir tegundir af ættunum (lat. Familia) Suidae og Tayassuidae. Innan þessara tveggja ætta eru 20 tegundir. Svín eru meðalstór klaufdýr (Artiodactyla). Þau eru hausstór, hafa stuttan háls og mjög öflugan skrokk. Þefskyn svína er meðal þess besta sem finnst í náttúrunni, enda styðjast þau...

category-iconOrkumál

Hvað eyða raftækin miklu rafmagni?

Hér er eftirfarandi spurningum svarað: Hvað eyðir prentari miklu rafmagni? (Jóhanna) Hver er kostnaðurinn við að hafa kveikt á tölvu og/eða tölvuskjá miðað við einn sólarhring og núverandi gjaldskrá orkuveita? (Gunnar) Hver er kostnaðurinn við notkun fartölvu miðað við notkun almennrar ljósaperu? (Hafliði) Hva...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna er settur poki í Geysi?

Poki með sandi er settur í rauf sem hoggin var árið 1935 í norðurbarm hversins. Tilgangurinn er að hefta rennslið úr honum og hafa skálina fulla, einkum vegna slysahættu ef hverinn gýs. Ef lítið vatn er í skálinni fara ferðamenn of nálægt gosrásinni. Pokinn er ekki settur í hverinn sjálfan en hins vegar er stundum...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Ef lausnarhraði reikistjörnu er helmingi minni en á jörðinni, erum við þá helmingi léttari þar, eins og til dæmis á Merkúríusi?

Svarið er já, miðað við ákveðnar eðlilegar forsendur sem eru þó ekki settar fram í spurningunni. Við skiljum spurninguna þannig að átt sé við lausnarhraða frá yfirborði plánetu eða reikistjörnu. Slíkur lausnarhraði frá yfirborði hnattar ákvarðast af því að hreyfiorkan dugi til að koma hlutnum út úr þyngdarsviði...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju líkar flóðhestum svona vel að vera í vatni?

Í Afríku lifa tvær tegundir flóðhesta, fljótaflóðhesturinn (Hippopotamus amphibius), stundum kallaður Nílarflóðhesturinn og dvergflóðhesturinn (Choeropsis liberiensis). Sá fyrrnefndi er mun stærri eða allt að 3 tonn að þyngd. Dvergflóðhestar vega aftur á móti aðeins frá 160 til 280 kg. Flóðhestar eru algengir nú á...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er skýringin á króknum á neðri skolti laxa?

Krókurinn sem vex upp úr neðri skolti á karlfiskum laxfiska, hængunum, er merki um karlmennsku þeirra. Krókurinn er notaður til að kyngreina lax en erfitt getur verið að kyngreina smáan nýgenginn lax (1-1,5 kg) því þá er goggurinn lítill. Krókurinn fer stækkandi í hlutfalli við stærð laxins. Þegar haustar og ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað brennir maður mörgum hitaeiningum í svefni?

Þó líkamsstarfsemin sé í lágmarki þegar við sofum er engu að síður ýmislegt í gangi sem krefst orku; við drögum andann, hjartað slær, blóðið rennur, heilinn er virkur, við byltum okkur og svona mætti áfram telja. Víða á Netinu má finna upplýsingar um það hversu mikla orku þarf til þess að framkvæma ákveðið ath...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Finnast krókódílar í ánni Nam Sam í Laos?

Að öllum líkindum finnast ekki lengur krókódílar í ánni Nam Sam í Laos. Áður fyrr var síamskrókódíllinn (Crocodylus siamensis) útbreiddur um mestallt Indókína, frá Búrma í vestri, um Kambódíu, Laos og til Víetnam. Tegundin lifði einnig á Borneó og jafnvel líka á eyjunni Jövu. Síamskrókódíllinn fannst í hvers kyns ...

Fleiri niðurstöður