Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 180 svör fundust
Hvers vegna stíflast nefið þegar maður fær kvef?
Kvef er bráðsmitandi, hvimleiður en meinlaus veirusjúkdómur sem veldur bólgum og óþægindum í öndunarfærum og í sumum tilfellum einnig í afholum nefs, miðeyra og augum. Einkenni kvefs eru nefrennsli og stíflað nef, særindi í hálsi, hósti og hnerri. Stundum getur þreyta, máttleysi og höfuðverkur fylgt kvefi. Ef hiti...
Hvenær var farið að sjóða niður mat og hvenær varð niðursuðudósin til?
Niðursuða er ekki ýkja gömul aðferð til þess að geyma mat. Söltun, reyking og þurrkun á mat eru til að mynda miklu eldri aðferðir. Niðursuða á mat á rætur að rekja til Frakklands undir lok 18. aldar. Á þeim tíma, og í byrjun 19. aldar, áttu Frakkar í ófriði við ýmsa nágranna sína í Evrópu (Napóleonsstríðin). Erfit...
Hvað er sement og hvenær var farið að nota það sem byggingarefni?
Sögu sementsins má rekja allt aftur til þess að menn fundu upp aðferð til þess að búa til kalk. Eins og oft gerist, þá hefur aðferðin til að búa til kalk sennilega verið hrein tilviljun eða slys. Kalksteinn er mjög algengur víða um heim, þótt hann sé ekki til í neinu magni á Íslandi. Kalksteinn myndast aðallega ú...
Hversu lengi gæti sprungugos á Reykjanesi staðið yfir?
Spurningu Páls Jökuls er hér svarað að hluta en hann spurði upprunalega: Hvað eru íslensk eldgos lengi vanalega, bara spá útaf því ég bý hér í Njarðvík? Aðalgosvá á Reykjanesskaga stafar af sprungugosum. Hraun frá þeim þekja um fjórðung af flatarmáli skagans. Lengstu gígaraðirnar eru 10-20 kílómetra langar....
Hvað gerist ef maður hættir að taka lyf við hægum skjaldkirtli?
Skjaldkirtillinn er fiðrildislaga líffæri neðarlega í framanverðum hálsinum. Hann myndar skjaldkirtilshormónið þýroxín sem stjórnar meðal annars efnaskiptum líkamans, vexti og þroska, sem og virkni taugakerfisins, auk þess sem ákveðnar frumur í skjaldkirtlinum mynda hormónið kalsítónín. Meira má lesa um skjaldkirt...
Hvað hefur vísindamaðurinn Haukur Ingi Jónasson rannskað?
Haukur Ingi Jónasson er lektor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og formaður stjórnar MPM-náms skólans. Hann hefur komið að margþættum rannsóknum á sviði stjórnunarfræða og er meðhöfundur sex bóka á íslensku (JPV) og fimm bóka á ensku (Routledge/Taylor and Francis). Haukur hefur meðal annars átt í ranns...
Stækkar Ísland að flatarmáli vegna landreks eða minnkar það vegna sjávarrofs?
Rúmmál Íslands ofansjávar er um 50.000 km3 þar sem flatarmál landsins er 103.000 km2 og meðalhæð Íslands yfir sjó er um 0,5 km. Framleiðsla gosbergs í eldgosum miðað við síðustu 10.000 ár er hins vegar áætluð um 4,3 km3 á öld. Þetta svarar til þess að 43.000 km3 af gosbergi hafi myndast á milljón árum (m.á.), sem ...
Hvað er Parkinsonssjúkdómur?
Parkinsonssjúkdómur er kenndur við enski lækninn James Parkinson sem uppgötvaði hann árið 1817. Sjúkdómurinn einkennist af stífleika í vöðvum, skjálfta og minni hreyfigetu. Við honum er engin lækning en með lyfjagjöf er hægt að halda sjúkdómnum í skefjum í langan tíma. Nú nýlega er með góðum árangri farið að græð...
Geta hagfræðingar reiknað út bestu lausnina á samfélagslegum vandamálum?
Hagfræðingar vinna með tilgátur sem ekki hafa verið afsannaðar. Á grundvelli þessara tilgátna hafa verið sett fram stór og mikil kenningakerfi. Í lok 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. var miklu púðri eytt í að kanna eiginleika hagkerfis sem byggt væri einstaklingum sem leitast við að hámarka velferð sína (e. utili...
Er MSG eða þriðja kryddið virkilega skaðlegt? Hvað getið þið sagt mér um það?
MSG er skammstöfun fyrir monosodium glutamate eða mónónatrín glútamat á íslensku. Efnið er líka kallað þriðja kryddið. Glútamat er ákveðið form efnis (salt) sem nefnist glútamiksýra. Glútamiksýra er ein svonefndra amínósýra. Amínósýrur eru byggingareiningar prótína, en þar eru þær bundnar saman í langar keðjur....
Hvað þýða upphleyptu punktarnir neðst á bjórflöskunum?
Punktar sem finnast á hælnum á bjórflöskum gefa einfaldlega til kynna hvaða mót hefur verið notað við gerð flöskunnar hjá framleiðanda. Hvert mót hefur eigin punktamerkingu til að auðveldara sé að rekja galla á flöskunum. Punktarnir hafa því ekkert með sjálfan bjórinn að gera. 1) Stútur, 2) krag...
Er hægt að beita genalækningum við sjúkdóminn DMD?
Þetta svar er eins konar framhald á svari okkar við spurningunni Er hugsanlegt að nota HIV-veiruna sem genaferju til að breyta erfðaefni sjúklinga með arfgenga sjúkdóma? Eins og þar segir er ein takmörkunin á því að nota lentiveirur sem genaferjur sú að þær geta líkt og retrógenaferjur almennt eingöngu flutt lítil...
Af hverju eru nótur á píanói svartar og hvítar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Af hverju eru nóturnar á píanóinu bara hafðar svartar og hvítar? Og af hverju eru þær þá ekki svartar og hvítar til skiptis?Milli tveggja samliggjandi nótna á píanói, hvort sem þær eru báðar hvítar eða önnur hvít og hin svört, er svokallað hálftónsbil. Hálftónsbil fæst með þ...
Fyrir hverja og hvaða fjármagn gildir sú ákvörðun, þegar Seðlabanki Íslands tekur ákvörðun um vexti?
Seðlabanki Íslands framfylgir stefnu sinni í peningamálum einkum með því að hafa áhrif á vexti á því sem kallað er peningamarkaður. Nú skiptir mestu máli hvaða ávöxtunarkröfu bankinn gerir í svokölluðum endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir, það er banka og sparisjóði. Með endurhverfum viðskiptum er átt við að...
Hvað er átt við með umframbyrði skatta?
Þótt heimasniðnir sauðskinnskór þekkist ekki lengur og handprjón teljist fremur tómstundagaman en heimilisverk er þó enn eitthvert lífsmark með heimilisiðnaði. Ef einhverju er að þakka virðist það helst vera nær óseðjandi þörf velferðarkerfisins fyrir skattheimtu. Tölvunarfræðingurinn eða tannlæknirinn sem hressir...