Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta karlmenn fengið fullnægingu þótt þeir séu ófrjóir?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Ófrjósemi karla hefur ekki áhrif á getu þeirra til að fá fullnægingu. Sem dæmi má nefna að þó karlmaður gangist undir ófrjósemisaðgerð þannig að sæði hans inniheldur ekki lengur sáðfrumur, hefur aðgerðin engin áhrif á getu hans til að stunda kynlíf. Hins vegar þarf karlmaður að fá fullnægingu eða sáðlát til að geta frjóvgað egg konu. Frjósemi er því ekki forsenda fullnægingar en fullnæging sem endar með sáðláti er forsenda frjóvgunar.

Getuleysi er það þegar karlamanni rís ekki hold eðlilega. Hann getur því ekki haft samfarir eða getur ekki viðhaldið þeim nógu lengi til að fá sáðlát. Getuleysi getur komið og farið eða verið viðvarandi ástand. Hættan á getuleysi eykst með aldri. Hún er fjórfalt meiri meðal karla á sjötugsaldri en þeirra sem eru á fimmtugsaldri.

Getuleysi er algengara meðal þeirra sem lifa óheilbrigðu lífi, eins og þeirra sem borða óhollan mat, drekka mikið áfengi og hreyfa sig lítið. Ástæður fyrir getuleysi geta bæði verið líkamlegar, svo sem sykursýki, háþrýstingur og nýrnabilun, og andlegar, til að mynda þunglyndi og streita.

Karlmaður getur fengið fullnægingu þótt í sæði hans séu óeðlilegar eða jafnvel engar sáðfrumur.

Helsta orsök ófrjósemi í körlum er óeðlileg framleiðsla og þroskun sáðfrumna. Annars vegar geta sáðfrumurnar verið óþroskaðar, með óeðlilega lögun, eða hreyfast ekki eðlilega. Hins vegar getur verið að óeðlilega lítið myndist af sáðfrumum eða jafnvel ekki neitt.

Ýmsar ástæður geta verið fyrir ófrjóseminni, til dæmis sýkingar eins og hettusótt eða bólgusjúkdómar, einnig getur brenglun í hormónaseyti, eins og vegna Kallmanns-heilkennis eða truflunar í heiladingli verið orsök. Enn fremur þekkjast ónæmisbrenglanir sem koma fram í myndun mótefna gegn eigin sáðfrumum.

Umhverfis- og lífsstílsþættir geta líka verið sökudólgurinn, til dæmis mikil áfengisneysla eða of hátt hitastig umhverfis eistun. Þar að auki geta erfðasjúkdómar valdið ófrjósemi, einkum í þeim tilfellum þar sem sáðfrumur myndast en eru óeðlilegar, en einnig eru til erfðasjúkdómar sem koma fram í gölluðu leiðarkerfi þannið að sáðfrumurnar komast ekki til skila í leggöng konunnar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

19.5.2008

Síðast uppfært

22.6.2018

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Geta karlmenn fengið fullnægingu þótt þeir séu ófrjóir?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2008, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=29659.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2008, 19. maí). Geta karlmenn fengið fullnægingu þótt þeir séu ófrjóir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=29659

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Geta karlmenn fengið fullnægingu þótt þeir séu ófrjóir?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2008. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=29659>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta karlmenn fengið fullnægingu þótt þeir séu ófrjóir?
Ófrjósemi karla hefur ekki áhrif á getu þeirra til að fá fullnægingu. Sem dæmi má nefna að þó karlmaður gangist undir ófrjósemisaðgerð þannig að sæði hans inniheldur ekki lengur sáðfrumur, hefur aðgerðin engin áhrif á getu hans til að stunda kynlíf. Hins vegar þarf karlmaður að fá fullnægingu eða sáðlát til að geta frjóvgað egg konu. Frjósemi er því ekki forsenda fullnægingar en fullnæging sem endar með sáðláti er forsenda frjóvgunar.

Getuleysi er það þegar karlamanni rís ekki hold eðlilega. Hann getur því ekki haft samfarir eða getur ekki viðhaldið þeim nógu lengi til að fá sáðlát. Getuleysi getur komið og farið eða verið viðvarandi ástand. Hættan á getuleysi eykst með aldri. Hún er fjórfalt meiri meðal karla á sjötugsaldri en þeirra sem eru á fimmtugsaldri.

Getuleysi er algengara meðal þeirra sem lifa óheilbrigðu lífi, eins og þeirra sem borða óhollan mat, drekka mikið áfengi og hreyfa sig lítið. Ástæður fyrir getuleysi geta bæði verið líkamlegar, svo sem sykursýki, háþrýstingur og nýrnabilun, og andlegar, til að mynda þunglyndi og streita.

Karlmaður getur fengið fullnægingu þótt í sæði hans séu óeðlilegar eða jafnvel engar sáðfrumur.

Helsta orsök ófrjósemi í körlum er óeðlileg framleiðsla og þroskun sáðfrumna. Annars vegar geta sáðfrumurnar verið óþroskaðar, með óeðlilega lögun, eða hreyfast ekki eðlilega. Hins vegar getur verið að óeðlilega lítið myndist af sáðfrumum eða jafnvel ekki neitt.

Ýmsar ástæður geta verið fyrir ófrjóseminni, til dæmis sýkingar eins og hettusótt eða bólgusjúkdómar, einnig getur brenglun í hormónaseyti, eins og vegna Kallmanns-heilkennis eða truflunar í heiladingli verið orsök. Enn fremur þekkjast ónæmisbrenglanir sem koma fram í myndun mótefna gegn eigin sáðfrumum.

Umhverfis- og lífsstílsþættir geta líka verið sökudólgurinn, til dæmis mikil áfengisneysla eða of hátt hitastig umhverfis eistun. Þar að auki geta erfðasjúkdómar valdið ófrjósemi, einkum í þeim tilfellum þar sem sáðfrumur myndast en eru óeðlilegar, en einnig eru til erfðasjúkdómar sem koma fram í gölluðu leiðarkerfi þannið að sáðfrumurnar komast ekki til skila í leggöng konunnar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

...