Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Haukur Ingi Jónasson rannskað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Haukur Ingi Jónasson er lektor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og formaður stjórnar MPM-náms skólans. Hann hefur komið að margþættum rannsóknum á sviði stjórnunarfræða og er meðhöfundur sex bóka á íslensku (JPV) og fimm bóka á ensku (Routledge/Taylor and Francis).

Haukur hefur meðal annars átt í rannsóknarsamstarfi við IPMA um þróun verkefnastjórnunarfagsins, starfs- og siðareglur þess, og við CIAT en það er þverfagleg rannsóknar- og menntaveita sem leitar svara við gátum sem snerta tækni og framleiðslu með nýsköpun og sjálfbæra orkunýtingu að leiðarljósi.

Í doktorsnámi sínu við Union Theological Seminary í New York las Haukur sálarfræði, geðsjúkdóma- og geðlæknisfræði, sálgreiningu, analýtíska sálfræði í sögu og samtíð, og hagnýta og kennimannlega guðfræði með sérstakri áherslu á beitingu hennar í klínískri vinnu, við kennslu, í atvinnulífi og í nútíma samfélagi. Samhliða doktorsnámi stundaði Haukur klínísk nám við Harlem Family Institute, Health Care Chaplaincy og Lenox Hill-sjúkrahúsið í New York.

Haukur Ingi Jónasson er lektor við verkfræðideild HR. Hann er hér standandi fyrir miðri mynd.

Í doktorsritgerð sinni In a Land of a Living God, The Healing Imagination and the Icelandic Heritage, setur Haukur fram kenningu sem útskýrir virkni ímyndunaraflsins í mannshuganum. Ímyndunaraflið er skilgreint sem samsetning (e. synthesis) sálræn efnis í nýjar hugmyndir þannig að til verða táknmyndir sem standa fyrir fjarverandi hluti, geðhrif, líkamlega virkni, líkamlegt ástand, minningar, hneigðir, hvatir. Afurðir þessa eru myndir, tákn, órar, draumar, hugmyndir, hugsanir og/eða hugtök. Þá heldur hann því fram að ímyndunaraflið sé frábrugðið órum að því leiti að í stað þess að vera á skjön við veruleikann þá nýtist heilbrigt ímyndunarafl til virkrar aðlögunar að veruleikanum til dæmis í sköpun og nýsköpun ýmiskonar.

Í ritgerðinni er leikið með dæmi úr sögu sállækninga á Íslandi til að útskýra mögulega lækningamöguleika ímyndunaraflsins og því er haldið fram að geðraskanir geta stafað af viðvarandi vanhæfni til nýta virkni ímyndunaraflsins með viðeigandi hætti til aðlögunar.

Á undanförnum árum hafa rannsóknir Hauks einkum beinst að skipulagsheildar- og stjórnunarfræðum, stefnumótun, samskiptafærni og aflfræði hópa, samningatækni, deilu- og áfallastjórnun, sálaraflsfræðilegum kenningum, sálgreiningu og tengslum hennar við nútíma strauma og stefnur innan sál-, tauga- og geðlæknisfræða, æðri hugsun, siðfræði og á hagnýtingu hug- og félagsvísinda í tækni- og verkvísindalegu samhengi. Haukur hefur einnig fjallað um skapandi viðbrögð við áhrifum umhverfisbreytinga á einstaklinga og samfélög.

Haukur hefur tekið að sér ýmis verkefni utan Háskólans í Reykjavík. Hann hefur til dæmis setið í stjórn Verkefnastjórnunarfélags Íslands, Verkfræðistofunnar Tæknivits, Nordica ráðgjöf ehf. og Íslenskrar sálgreiningar. Hann las yfir og veitti ráðgjöf varðandi siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands, var einn af skipuleggjendum Þjóðfundar 2009 og hefur unnið stefnumótun fyrir meðal annars Háskóla Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Hjálparstarf kirkjunnar og sinnt ráðgjöf fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir.

Mynd:
  • Golli.

Útgáfudagur

26.4.2019

Síðast uppfært

28.4.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Haukur Ingi Jónasson rannskað?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2019, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77427.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2019, 26. apríl). Hvað hefur vísindamaðurinn Haukur Ingi Jónasson rannskað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77427

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Haukur Ingi Jónasson rannskað?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2019. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77427>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Haukur Ingi Jónasson rannskað?
Haukur Ingi Jónasson er lektor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og formaður stjórnar MPM-náms skólans. Hann hefur komið að margþættum rannsóknum á sviði stjórnunarfræða og er meðhöfundur sex bóka á íslensku (JPV) og fimm bóka á ensku (Routledge/Taylor and Francis).

Haukur hefur meðal annars átt í rannsóknarsamstarfi við IPMA um þróun verkefnastjórnunarfagsins, starfs- og siðareglur þess, og við CIAT en það er þverfagleg rannsóknar- og menntaveita sem leitar svara við gátum sem snerta tækni og framleiðslu með nýsköpun og sjálfbæra orkunýtingu að leiðarljósi.

Í doktorsnámi sínu við Union Theological Seminary í New York las Haukur sálarfræði, geðsjúkdóma- og geðlæknisfræði, sálgreiningu, analýtíska sálfræði í sögu og samtíð, og hagnýta og kennimannlega guðfræði með sérstakri áherslu á beitingu hennar í klínískri vinnu, við kennslu, í atvinnulífi og í nútíma samfélagi. Samhliða doktorsnámi stundaði Haukur klínísk nám við Harlem Family Institute, Health Care Chaplaincy og Lenox Hill-sjúkrahúsið í New York.

Haukur Ingi Jónasson er lektor við verkfræðideild HR. Hann er hér standandi fyrir miðri mynd.

Í doktorsritgerð sinni In a Land of a Living God, The Healing Imagination and the Icelandic Heritage, setur Haukur fram kenningu sem útskýrir virkni ímyndunaraflsins í mannshuganum. Ímyndunaraflið er skilgreint sem samsetning (e. synthesis) sálræn efnis í nýjar hugmyndir þannig að til verða táknmyndir sem standa fyrir fjarverandi hluti, geðhrif, líkamlega virkni, líkamlegt ástand, minningar, hneigðir, hvatir. Afurðir þessa eru myndir, tákn, órar, draumar, hugmyndir, hugsanir og/eða hugtök. Þá heldur hann því fram að ímyndunaraflið sé frábrugðið órum að því leiti að í stað þess að vera á skjön við veruleikann þá nýtist heilbrigt ímyndunarafl til virkrar aðlögunar að veruleikanum til dæmis í sköpun og nýsköpun ýmiskonar.

Í ritgerðinni er leikið með dæmi úr sögu sállækninga á Íslandi til að útskýra mögulega lækningamöguleika ímyndunaraflsins og því er haldið fram að geðraskanir geta stafað af viðvarandi vanhæfni til nýta virkni ímyndunaraflsins með viðeigandi hætti til aðlögunar.

Á undanförnum árum hafa rannsóknir Hauks einkum beinst að skipulagsheildar- og stjórnunarfræðum, stefnumótun, samskiptafærni og aflfræði hópa, samningatækni, deilu- og áfallastjórnun, sálaraflsfræðilegum kenningum, sálgreiningu og tengslum hennar við nútíma strauma og stefnur innan sál-, tauga- og geðlæknisfræða, æðri hugsun, siðfræði og á hagnýtingu hug- og félagsvísinda í tækni- og verkvísindalegu samhengi. Haukur hefur einnig fjallað um skapandi viðbrögð við áhrifum umhverfisbreytinga á einstaklinga og samfélög.

Haukur hefur tekið að sér ýmis verkefni utan Háskólans í Reykjavík. Hann hefur til dæmis setið í stjórn Verkefnastjórnunarfélags Íslands, Verkfræðistofunnar Tæknivits, Nordica ráðgjöf ehf. og Íslenskrar sálgreiningar. Hann las yfir og veitti ráðgjöf varðandi siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands, var einn af skipuleggjendum Þjóðfundar 2009 og hefur unnið stefnumótun fyrir meðal annars Háskóla Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Hjálparstarf kirkjunnar og sinnt ráðgjöf fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir.

Mynd:
  • Golli.

...