Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2518 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort er Ísland nær norðurpólnum eða meginlandi Evrópu?

Í stuttu máli þá er töluvert lengra til norðurpólsins frá Íslandi heldur en til Evrópu. Það eru fleiri en ein leið til þess að finna fjarlægðina á milli tveggja staða. Á Netinu eru til dæmis síður þar sem hægt er að setja inn lengdar- og breiddargráður þeirra staða sem finna á fjarlægðina á milli og fá vegalen...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar lifa svampdýr? Hvað éta þau?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hvar lifa svampdýr? Hvað éta þau? (Jóna Lind)Hvað eru svampdýr, hver er tilgangur þeirra, hvaða þætti í vistkerfinu sinna þau, hvar lifa þau? (Elín Pálmadóttir) Fyrstu náttúrufræðingarnir sem skoðuðu svampdýr álitu að hér væri um plöntur að ræða vegna þess hversu greinóttir ...

category-iconLögfræði

Má flytja apa til Íslands? Ef svo er, hvar sækir maður um leyfi?

Um innflutning á dýrum gilda lög nr. 54/1990. Í 1. gr. er skilgreining á orðinu dýr en hún er svo hljóðandi:Dýr: Öll lifandi landdýr, bæði hryggdýr, hryggleysingjar og lagardýr sem lifa að hluta eða öllu leyti í fersku vatni.Svo stendur í 2. gr. þessara laga skýrum stöfum:Óheimilt er að flytja til landsins hvers k...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Af hverju sogar svartholið til sín?

Svarthol verða til þegar kjarnar stjarna falla saman undan eigin þunga. Allur massi stjörnunnar er þá samankominn á örlitlu svæði. Í kringum þetta svæði er þyngdarsviðið svo öflugt að ekkert sleppur þaðan, ekki einu sinni ljós. Þyngdarsvið svarthola er svo gífurlegt að það sýgur allt efni í sig sem fer of nálæg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig get ég búið til sólarrafhlöðu og hvað þarf í hana?

Ljósspennurafhlöð sem gerð voru úr hreinum kísli voru aflgjafar gerfitungla á sjötta áratug 20. aldar. Ljósspennurafhlað er í raun sólknúin rafhlaða þar sem eina eldsneytið er ljósið sem drífur hana. Ljósspennurafhlað er gert úr hálfleiðandi efni sem í hefur verið myndað pn-skeyti, sem hefur mikið flatarmál. Þetta...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið "fuð" samanber örnefnin Gunnufuð, Mangafuð og Fjósafuð á Goðalandi?

Orðið fuð merkir ‚kvensköp‘ en í þessum örnefnum er merkingin ‚(kletta)gjögur‘ (Ásgeir Blöndal Magnússon, 214). Þórður Tómasson í Skógum kallar Gunnufuð og Mangafuð bergskoru (Þórsmörk, 61). Á vef Útisvistar er að finna leiðarlýsingu inn á Goðaland. Þar segir: Hvannárgil skiptist innar í Norðurgil og Suður...

category-iconLandafræði

Er Selfoss til?

Hér er væntanlega ekki verið að spyrja um þéttbýliskjarnann Selfoss því varla efast nokkur um tilvist hans, heldur frekar hvort á landinu sé eitthvert vatnsfall sem ber þetta heiti. Svarið við þeirri spurningu, og öðrum sem snúa að því hvort tiltekin örnefni eru til og hvar þau er þá að finna, má nálgast með þv...

category-iconVísindi almennt

Af hverju er talað um græna herbergið í Evróvisjón?

Löng hefð er fyrir því á Englandi og í sumum öðrum enskumælandi löndum að kalla rýmið sem leikarar sitja stundum í og spjalla saman áður en þeir fara inn á svið græna herbergið (e. green room). Á meginlandi Evrópu ganga sams konar herbergi yfirleitt undir öðrum nöfnum. Í Frakklandi kallast þau foyer des artistes, ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir örnefnið Kleppur og hvar er Kleppsvík?

Örnefnið Kleppur er frekar fátítt. Merking orðsins er ,köggull' eða ,klepri' en sem örnefni merkir það ,klöpp'. Í nýnorsku getur klepp merkt ,smáklettur'. Líklegt er að kleppurinn sem Kleppur í Reykjavík er kenndur við, hafi verið svonefnt Skaft (Kleppsskaft), klettahöfðinn norðan við Kleppsspítalann, sem nú er sk...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Er það satt sem Express.co.uk segir að svarthol sé að koma til jarðar?

Spurningin í heild sinni var svona: Ég er að stressa mig útaf Express.co.uk sem segir að svarthol sé að koma til jarðar en stjúpmamma mín segir að þau hagi sér ekki þannig, er það satt? Stjúpmamma þín hefur alveg rétt fyrir sér. Engar líkur eru á því að svarthol komi og gleypi jörðina nokkurn tímann. Raunar...

category-iconLandafræði

Hvernig er hægt að finna lengdar- og breiddargráðu staða?

Það hefur lengi tíðkast að gefa upp staðsetningu á yfirborði jarðar með því að nota bauganet sem eins konar ímyndað hnitakerfi lagt yfir jarðarkúluna. Í þessu kerfi myndar miðbaugur hring sem skiptir jörðinni í tvo jafn stóra hluta, norðurhvel og suðurhvel. Samhliða miðbaug eru 90 breiddarbaugar til norðurs og 90...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir að þegja þunnu hljóði og hvaðan er þetta orðatiltæki komið?

Orðasambandið að þegja þunnu hljóði merkir 'segja ekki neitt en vera þó ósáttur með eitthvað'. Það er mjög gamalt í málinu og kemur m.a. fram í þessu erindi Hávamála: Inn vari gestur, er til verðar kemur, þunnu hljóði þegir, eyrum hlýðir, en augum skoðar; svá nýsisk fróðra hverr fyrir. (Inn = hinn; verður =...

category-iconLandafræði

Hvort er kaldara á suður- eða norðurpólnum?

Hér er einnig svar við spurningunum: Hvað getur frost orðið mikið á norður- og suðurpólnum?Hversu mikið var mesta frost sem mælst hefur í heiminum? Suðurskautslandið er um 14,2 milljónir ferkílómetra að flatarmáli og telst fimmta stærsta heimsálfan. Það er að mestu leyti þakið ísskildi og er þykkt hans að me...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju stækka og minnka augasteinarnir?

Það sem lítur út fyrir að vera lítill svartur stein í miðju augnanna er í raun alls ekki stein, heldur sjáaldur sem er op. Augasteinninn er inni í augnknettinum sjálfum og er glær, hörð kúla, sem sagt alvöru “steinn”. Hann er augnlinsan og sjáaldrið er ljósopið sem hleypir ljósi inn í augað á sjónuna aftast í augn...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað er flóðbið og hafnartími?

Upphaflega spurningin var sem hér segir:Fékk Casio úr sem sýnir sjávarföll með grafi. Þarf að setja inn "lunitidal interval" fyrir Reykjavík í klukkustundum og mínútum. Flóðbið er sá tími sem líður frá því að tungl er í hágöngu í suðri þar til háflóð er á viðkomandi stað. Þessi tími breytist verulega yfir árið auk...

Fleiri niðurstöður