Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 186 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar fiskar eru bláfiskar?

Bláfiskar (Coelacanth) eru hópur holdugga, skyldir lungnafiskum og öðrum fiskum sem taldir eru hafa dáið út á devon-tímabili (416-359,2 milljón ár) jarðsögunnar. Áður en lifandi eintak fannst í Indlandshafi nærri ströndum Suður-Afríku árið 1938 töldu náttúrufræðingar að bláfiskurinn hefði dáið út seint á krítartím...

category-iconHagfræði

Er Ísland sjálfbært ef landið lokast vegna stríðs eða heimsfaraldurs?

Öll spurningin hljóðaði svona: Gæti Ísland og íslenska þjóðin verið sjálfbær ef landið myndi lokast eða það þyrfti að loka landinu til lengri tíma? hvort sem það yrði vegna stríðs eða heimsfaraldrar. Ólíklegt er að styrjöld eða heimsfaraldur krefðust algjörrar lokunar landsins. Í styrjöld sem takmarkaðist v...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar?

Fram til 1220 voru tvær tegundir konungasagna mest áberandi. Annars vegar voru ágripskenndar sögur þar sem sagt var frá mörgum norskum konungum. Hins vegar voru sögur einstakra konunga sem þóttu hafa sérstakt sögulegt vægi: Ólafs helga, Ólafs Tryggvasonar og Sverris. Upp úr 1220 verða til stórvaxin sagnarit þar se...

category-iconUmhverfismál

Hvað getið þið sagt mér um Staðardagskrá 21?

Staðardagskrá 21 (e. Local Agenda 21) er áætlun sem öllum sveitarstjórnum heimsins er ætlað að gera í samræmi við ályktun Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, í Rio de Janeiro 1992. Sem alþjóðleg ályktun er hún ekki þjóðréttarlega bindandi, eins og ef um staðfestan alþjóðlegan sáttmála væri að r...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvar endar alheimurinn og hvað er hann stór?

Stutta svarið er að þetta vitum við ekki til hlítar þó að við getum sagt ýmislegt um það. Kannski munum við aldrei geta skorið endanlega úr því hvort alheimurinn er endanlegur, óendanlegur eða endalaus. ------- Stærð og endimörk alheimsins hafa lengi vafist fyrir manninum. Það er þó ekki fyrr en á síðustu ár...

category-iconSálfræði

Af hverju er svona mikill munur á útliti og persónuleika fólks?

Hægt er að skilja þessa spurningu þannig að lesandi vilji vita hvers vegna tiltekið útlit og persónuleiki fari ekki saman. Hér verður aftur á móti gert ráð fyrir að spurt sé um hvers vegna munur sé á milli manna í útliti og persónueinkennum, það er af hverju það eru ekki allir eins. Spurningin um hvað ráði því ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um grænvængja-arann (Ara chloroptera) og blágula arann (Ara aracuna)?

Grænvængja-arinn (Ara chloroptera) Grænvængja-arinn, sem einnig er nefndur rauðgræni arinn, er sú tegund sem í hugum flestra er hinn dæmigerði páfagaukur, enda afar vinsæl og útbreidd gæludýr. Hann er stærstur og algengastur af stóru páfagaukunum í hinni tegundaauðugu ættkvísl ara (Ara). Kjörlendi grænvængja-...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um svifíkorna?

Í reynd teljast 43 tegundir til ættbálks (e. tribe) svokallaðra svifíkorna sem á fræðimáli nefnist Pteromyini og heyrir undir ætt íkorna (Sciuridae). Samkvæmt heimildum eru svifíkornar flokkaðir niður í 15 ættkvíslir (e. genus). Tegundaríkust þessara ættkvísla er ættkvísl pokasvifíkorna (Petaurista) en til henn...

category-iconHagfræði

Í hverju felst munurinn á verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum á lánum?

Munurinn á milli verðtryggðra og óverðtryggðra vaxta á lánum endurspeglar undir eðlilegum kringumstæðum ýmsa þætti en þar vega væntingar um verðbólgu mestu. Söguleg verðbólga skiptir almennt ekki máli nema að því marki sem hún mótar væntingar um verðbólgu í framtíð. Ýmsar aðrar væntingar skipta líka máli, sérstakl...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hefur tilvist sérstæðu verið staðfest í stjarnvísindum?

Enska orðið singularity hefur verið þýtt sem 'sérstæða' eða 'sérgildi' á íslensku. Þetta hugtak kemur upp í þyngdarfræði Einsteins þar sem jöfnur almennu afstæðiskenningarinnar eru ólínulegar og hafa lausnir þar sem sveigja tímarúmsins og orkuþéttleiki efnisins stefna á óendanlegt einhvers staðar í tímarúminu. ...

category-iconUmhverfismál

Hve stórar virkjanir þyrftum við til að keyra bílaflotann okkar þegar bensínið er orðið of dýrt?

Bílum á Íslandi hefur fjölgað mikið síðustu áratugi og í árslok 2000 var fjöldi þeirra um 180.000. Þar af voru fólksbílar 89%, sendibílar tæplega 7% og vöruflutningabílar rúmlega 4%. Þá voru fólksbílar 561 á hverja þúsund íbúa sem er með því mesta sem þekkist í heiminum. Í Bandaríkjunum eru þó hlutfallslega fleiri...

category-iconUmhverfismál

Hvað getið þið sagt mér um tilbúinn áburð?

Frá öndverðu hefur mönnum verið ljóst að plöntur nærast öðruvísi en dýr. Aristóteles (384-322 f. Kr.) velti þessu fyrir sér eins og flestu öðru og komst að þeirri (rökréttu) niðurstöðu að plöntur nærðust á jarðvegi. Kenningin var prófuð á 16. öld af Belganum Jan Baptista van Helmont (1580-1644). Hann plantaði p...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er uppruni nashyrninga?

Nashyrningar (Rhinocerotidae) tilheyra ættbálki staktæðra hófdýra (Perissodactyla) ásamt hestum (Equidae) og tapírum (Tapiridae). Áður voru ættirnar mun fleiri og má því segja að þessi forni ættbálkur spendýra megi muna fífil sinn fegri. Steingervingasaga nashyrninga er sæmilega vel þekkt og því hafa vísindame...

category-iconHagfræði

Hvað er fjármálalæsi?

Fjármálalæsi felur í sér getu til að greina valkosti í fjármálum, fjalla um peninga án vandkvæða, gera áætlanir til framtíðar og bregðast skynsamlega við breyttum forsendum ákvarðana í fjármálum, þar með talið í efnahagsumhverfinu. Fjármálalæsi byggist á þekkingu, viðhorfum og hegðun og snýst um að geta tekið uppl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Sigurður Nordal og hvert var hans framlag til íslenskra fræða?

Hver kynslóð er að vísu nýtt lauf á stofninum, hver kynslóð reisir að einhverju leyti nýtt hús á eldra grunni. En giftusamlegt jafnvægi er í því fólgið að vera í senn lauf á stofninum og færa honum meira gróðrarmagn, – að reisa hús sitt á bjargi, en ekki á sandi, og úr ósviknum efniviði, sem kemur framtíðinni að n...

Fleiri niðurstöður