Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1245 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til tígrisdýr sem eru minni en ljón?

Minnstu tígrisdýrin (Panthera tigris) tilheyra deilitegundum sem lifa á eyjum Indónesíu. Af þessum deilitegundum er Súmötru-tígurinn sú eina sem er enn við lýði. Um 1970 dó Jövu-tígrisdýrið (Panthera tigris sondaica) út og Balí-tígrisdýrið (Panthera tigris balica) varð útdautt árið 1937. Súmötru-tígrisdýrið ve...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig veiða tígrisdýr? Getið þið sýnt mér mynd af tígrisdýri á veiðum?

Tígrisdýr (Panthera tigris) veiða úr launsátri líkt og flest önnur kattardýr. Tígurinn reynir að læðast sem næst bráðinni og þegar hann er í fárra metra fjarlægð frá henni, tekur hann á sprett, stekkur á bráðina og reynir að ná tökum á hálsi hennar með vígtönnunum til að bíta í sundur hálsliðina. Tígrisdýr að el...

category-iconMannfræði

Hvaða dýr veiddi neanderdalsmaðurinn?

Neanderdalsmenn veiddu sér hreindýr og önnur hjartardýr til matar, loðfíla, birni og nashyrninga, auk þess að borða sitthvað úr jurtaríkinu og annað sem til féll. Sú tegund manna sem kallast venjulega Homo neanderthalensis var uppi á árabilinu frá því fyrir um það bil 120.000 árum og þar til fyrir um 28.000...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr étur mest?

Það dýr sem talið er að innbyrði mesta fæðu er steypireyðurin (Balaenoptera musculus). Steypireyðurin er stærsta dýr jarðarinnar og geta þessir hvalir orðið rúmir 30 metrar á lengd og vegið allt að 180 tonn. Hún étur dýrasvif sem eru örlitlar krabbaflær sem fljóta um í efstu lögum sjávarins. Talið er að f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr sér best?

Ef við skilgreinum bestu sjónina út frá næmni sjónarinnar, þá má sennilega telja fráneygustu dýr jarðar vera ránfugla (falconiformes), enda er algengt að ránfuglar í fæðuleit fljúgi hátt til að geta leitað eftir bráð á sem stærstu svæði. Gullörninn (Aquila chrysaetos) er einn slíkra fugla. Gullernir lifa meðal ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr sefur mest?

Fjölmargar dýrategundir eru í svefnástandi stóran hluta ársins sökum óhagstæðra aðstæðna í umhverfinu, svo sem fæðuskorts, kulda eða þurrkar. Bjarndýr eru að öllum líkindum kunnasta dæmið um dýr sem leggjast í langan dvala. Algengt er að bjarndýr safni fituforða seint á sumrin og dæmi eru um að brúnbirnir geti...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr heyrir best?

Rannsóknir hafa sýnt að fjölmargar tegundir af leðurblökum þurfi á gríðarlega næmri heyrn að halda við bergmálsmiðun sem þær beita til að staðsetja hluti kringum sig, næstum því í stað sjónar. Tegundir af ættum vampíra (Desmodontidea) og ávaxtablakna (Pteropodidae) geta greint hljóð með tíðni upp í 120-210 kHz. Þa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig dýr eru sæapar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvernig dýr eru sæapar eða "seamonkeys" og hvar lifa þau? Dýr það sem á ensku nefnist Sea-Monkey mætti kannski kalla sæapa á íslensku. Um er að ræða ræktað afbrigði af saltkefa (Artemia salina), en það er smávaxið krabbadýr af ættbálki tálknfætlna (Branchiopoda) og ættkvísl s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margar fuglategundir í útrýmingarhættu hér á landi?

Árið 2018 gaf Náttúrufræðistofnun Íslands út válista fyrir íslenskar fuglategundir og byggir það á leiðbeiningum Alþjóða náttúruverndarsamtakanna, IUCN (International Union for Conservation of Nature and Natural Resources). Alls var 91 tegund metin og er 41 þeirra á válista, það er í hættu á að hverfa úr íslenskri...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margir kondórar í heiminum?

Tvær tegundir kondóra eru þekktar í heiminum, þær er að finna í Suður- og Norður-Ameríku. Um er að ræða kaliforníukondórinn (Gymnogyps californianus) og andeskondórinn (Vultur gryphus) en hann er sérlega stór, með 3,5 metra vænghaf og 12 kg að þyngd. Báðar þessar tegundir eru í mikilli útrýmingarhættu. Kaliforn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru rauðíkornar í útrýmingarhættu og ef svo er, af hverju?

Rauðíkorni eða evrópski rauðíkorninn (Sciurus vulgaris) er tiltölulega algengur í skóglendi um gjörvalla Evrópu og langt austur til Síberíu. Útbreiðsla þessarar tegundar hefur þó breyst talsvert á síðustu hundrað árum og þrátt fyrir að vera enn algengir í Mið-Evrópu eru rauðíkornar á hröðu undanhaldi á Bretlandsey...

category-iconFélagsvísindi almennt

Getið þið sagt mér allt um Kína, helst sem fyrst?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Getið þið sagt mér allt um Kína? Landfræðilega, um íbúa, menningu, sögu og fjármál?Svarið við þessari spurningu er eiginlega einfalt nei. Við getum ekki sagt þér allt um Kína, en hægt er að stikla á stóru um landafræði, íbúa, menningu, sögu og efnahag Kína. Menningarsvæ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um rauðpöndur?

Rauðpandan (Ailurus fulgens) sem einnig er kölluð litla panda er smávaxin tegund af ætt rauðpanda (Ailuridae). Hún hefur einnig stundum verið kölluð kattbjörn þar sem hún minnir um margt á kött bæði í útliti og atferli. Hún var áður flokkuð til ættar hálfbjarna, en náttúrufræðingar töldu lengi vel að rauðpandan og...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er vitað hvaða dýr var forfaðir hlébarða?

Líkt og á við um fjölmargar aðrar tegundir katta er hlébarðinn (Panthera pardus) tiltölulega ung tegund. Talið er að fyrir rúmlega átta milljón árum hafi orðið klofningur milli tegunda sem síðan þróuðust í tvær meginlínur stórkatta, annars vegar ættkvíslina Neofelix og hins vegar ættkvíslina Panthera. Núlifand...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur þú lýst fyrir mér hvar sækýr búa og hvernig þær afla sér fæðu?

Þrjár tegundir sækúa eru til. Þær tilheyra allar sömu ættkvíslinni sem heitir Trichechus á latínu. Tegundirnar þrjár lifa í þremur heimsálfum. Tegundin Trichecus inunguis (e. Amazon manatee) lifir í Amasonfljóti og Orinoco-fljótunum og er í mikilli útrýmingarhættu. Önnur tegund, Trichechus manatus (e. Caribbean ma...

Fleiri niðurstöður