Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 167 svör fundust
Er búið að leysa einhver af verkefnum Hilberts í stærðfræði?
David Hilbert (1862-1943) var þýskur stærðfræðingur sem meðal annars lagði mikið af mörkum til rúmfræði og fellagreiningar. Hann er frægastur fyrir ávarp sitt á alþjóðlegum fundi stærðfræðinga í París um aldamótin 1900, þar sem hann setti fram lista af 23 stærðfræðilegum verkefnum sem honum þótti mikilvægt að leys...
Hvernig og hvenær varð íslenski þjóðsöngurinn til?
Spurning Jóns Björns hljómaði svona: Mig langar til þess að forvitnast um allt er tengist íslenska þjóðsöngnum. Getið þið komið því á framfæri t.d. undir leitarorðunum, þjóðsöngur og íslenski þjóðsöngurinn? Þjóðsöngur er kvæði með lagi, flutt við hátíðleg tækifæri sem eins konar tákn um þjóðarvitund. Þjóðsöngv...
Hvað er hýdroxíklórókín og gagnast það við COVID-19?
Hýdroxíklórókín er gamalt lyf sem er á markaði á Íslandi undir nafninu Plaquenil. Farið var að nota lyfið við malaríu upp úr 1950. Enn eldra náskylt lyf er klórókín sem kom á markað upp úr 1930 og er ekki á markaði hér. Þessi tvö lyf hafa svipaðar verkanir og eru, auk þess að gagnast við sumum tegundum malaríu, no...
Hvað eru póstmódernískar bókmenntir?
Hugtakið póstmódernískar bókmenntir hefur verið notað til að lýsa textum sem bregðast við síðnútímanum og hinu póstmóderna ástandi; í þeim er heildræn merking og leitin að henni gefin upp á bátinn eða tekin sérstaklega til umfjöllunar. Póstmódernísk verk birta samkvæmt slíkum viðmiðum ekki bara brotakenndan heim, ...
Hvernig „verkar“ afstæðiskenning Einsteins? Hvernig getur hún útskýrt betur hvað er að gerast í alheiminum?
Fyrst bendum við lesendum á að kynna sér ýmis önnur svör sem þegar hafa birst hér á Vísindavefnum um afstæðiskenninguna og efni sem tengist henni. Þessi svör má kalla fram með því að setja orðið 'afstæðiskenning' inn í leitarvél okkar. Afstæðiskenning Einsteins er yfirleitt sett fram í tvennu lagi eins og hann ...
Hver eru merkustu rit Jóns lærða?
Um Jón lærða er fjallað í tveimur öðrum svörum eftir sama höfund:Hver var Jón lærði Guðmundsson?Hvernig var ævi Jóns lærða Guðmundssonar?Fremst í fyrrnefnda svarinu er sagt frá notkun heimilda og á sú athugasemd einnig við um þetta svar. Sumarið 1637 fór Jón til Austurlands og dvaldist þar til æviloka 1658, e...
Hverjir voru helstu landnámsmenn Íslands og hvaðan komu þeir?
Fornleifar sýna að Ísland var fyrst byggt fólki á síðari hluta 9. aldar og á 10. öld. Víðs vegar um nánast alla þá hluta landsins sem töldust byggilegir á síðari öldum skildi fólk eftir sig byggingar og annað jarðrask á þessu tímabili. Nokkur ólík ráð eru til að tímasetja fornleifarnar, en nýtilegast til þess er s...
Hver var Peter Hallberg og hvert var framlag hans til norrænna fræða og nútímabókmennta?
Árið 1974 voru fimm einstaklingar útnefndir heiðursdoktorar við Háskóla Íslands af Heimspekideild. Þetta voru annars vegar tveir af fremstu skáldum þjóðarinnar, þeir Þórbergur Þórðarson og Gunnar Gunnarsson, og hins vegar þrír merkir bókmenntafræðingar, þeir Jón Helgason, Einar Ól. Sveinsson og Peter Hallberg. Sá ...
Hvernig var sólmyrkvi notaður til að sýna fram á kenningar Einsteins?
Þann 6. nóvember 1919 var haldinn fundur sem átti eftir að hafa mikla þýðingu fyrir Albert Einstein og viðtökurnar á kenningum hans. Að fundinum stóðu tvö félög, Konunglega breska vísindafélagið (the Royal Society) og Konunglega breska stjarnfræðifélagið (the Royal Astronomical Society). Fundarstjóri var forseti V...
Hvenær kom fyrsta teiknimyndasagan út? Hver var tilgangur hennar og um hvað var hún?
Ef nefna á einhvern einn mann væri það Svisslendingurinn Rodolphe Töpffer (1799-1846). Hann er upphafsmaður andhetjuhefðarinnar innan myndasagna en hans sögur fjölluðu gjarnan um árangurslitla og hlægilega baráttu vonlausra manna við samfélag og náttúru. (Sjá nánar neðar í svari.) Uppruni listforma er yfirleitt...
Er nokkur fastastjarna nálægt okkur sem hefur möguleika á að verða sprengistjarna?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Er nokkur fastastjarna, sem hefur möguleika á að verða sprengistjarna svo nálægt okkur að slík sprenging myndi hafa áhrif sólkerfi okkar?Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Er það satt sem ég var að heyra um sólstjörnuna Betelgás í stjörnumerkinu Óríon að hún spring...
Hvernig gátu stærðfræðingar fornaldar eins og Pýþagóras og fleiri reiknað og fundið allar formúlurnar sínar?
Í stuttu máli má segja að formúlurnar hafi sjaldnast verið uppgötvaðar af einum manni heldur hafi vitneskjan þróast árum og öldum saman þar til hún fékk þá einföldu og fáguðu mynd sem birtist í nútíma stærðfræðibókum. Um miðja þúsöldina fyrir Krists burð hófst blómaskeið stærðfræði á grískumælandi menningarsvæ...
Ná auglýsingar frekar til fólks ef frægt fólk leikur í þeim?
Samkvæmt Levine (2006) hafa meðmæli ánægðra viðskiptavina í auglýsingum tíðkast um langt skeið. Telur hann að þannig verði auglýsingarnar trúverðugri; viðtakandi (sá sem verður auglýsingarinnar var) sér að óhætt er að nota vöruna þar sem aðrir hafa gert slíkt hið sama og líkað vel. Ýmis dæmi eru svo um að þekk...
Getið þið sagt mér allt um hrúðurkarla?
Hrúðurkarlar eru öllum fjöruförum að góðu kunnir enda með mest áberandi dýrum í fjörum hérlendis. Það sem öllum er kannski ekki ljóst er að hrúðurkarlar eru krabbadýr (Crustacea) líkt og til dæmis krabbar, humrar, rækjur og margfætlur. Hrúðurkarlar eru flokkaðir innan hóps skelskúfa (Cirripedia) og eru sennile...
Hver var Robert Boyle og hvert var hans framlag til vísindanna?
Robert Boyle (1627-1691) var írskur eðlis- og efnafræðingur. Hann er oft kallaður frumkvöðull nútíma efnafræði og er þekktastur fyrir að hafa sett fram lögmál um vensl þrýstings og rúmmáls fyrir gas. Áhugi Boyles lá víðar og má til dæmis nefna að eftir hann liggja fjölmörg rit á sviði heimspeki, læknisfræði og trú...