Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4878 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Hvað þýðir passía?

Íslenska orðið passía er myndað af latneska orðinu passio sem þýðir þjáning (sbr. passion á ensku, dönsku og þýsku). Passio Christi, þjáning Krists, er heiti þeirra hluta guðspjallanna er greina frá þjáningu Krists. Í textum frá 16. öld kemur orðið passía fyrir sem heiti á þjáningar- eða píslarsögu Jesú Krists. Þá...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um sverðfiska?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað getið þið sagt mér um sverðfiska? Til hvers nota þeir skoltinn (sverðið)? Sverðfiskur (Xiphias gladius) er all sérstakur fiskur og auðþekktur á langri trjónu, sem gengur fram úr hausnum. Trjóna þessi er efri skolturinn sem teygist svona langt fram. Sverðfiskur er annars ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er einhver þjóðtrú tengd skógarþrestinum?

Íslensk þjóðtrú er fáorð um skógarþröstinn. Þó vilja sumir meina að af atferli hans megi lesa veðurspár. Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) nefnir til dæmis í grein sinni, "Hættir fugla", í tímaritinu Dýravinurinn árið 1907, að komi skógarþrestir heim að bæjum í sól og blíðu, hvort sem er að hausti eða vori, þyki s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eru kyrkislöngur flokkaðar?

Í dýrafræðinni er ekki til sérstakur flokkunarhópur fyrir kyrkislöngur, heldur vísar heitið til slangna sem kremja og kreista bráð sína til dauða frekar en að bíta hana og lama með eitri. Stærstu slöngur heims eru kyrkislöngur og þær eru jafnframt meðal þyngstu skriðdýra á eftir krókódílum og stærstu skjaldbökum. ...

category-iconLögfræði

Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?

Það er rétt að Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu. Ísland er hins vegar aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, eða EES-samningnum. EES-samningurinn er samningur á milli annars vegar Evrópusambandsins og aðildarríkja þess, og hins vegar þriggja aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA); Ísla...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar lifa sæskjaldbökur?

Á íslensku virðist orðið sæskjaldbaka bæði notað sem heiti á skjaldbökuættinni Cheloniidae og í víðari merkingu sem samheiti yfir þær skjaldbökuættir sem lifa í sjó og kallast á ensku sea turtles. Í þessu svari er orðið notað í víðari merkingunni. Til sæskjaldbaka teljast sjö tegundir, sex þeirra eru innan ætt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta hagamýs?

Hér er einnig svarað spurningunni:Éta mýs ost? Hagamýs lifa villtar í náttúru Íslands og éta það sem þær finna og ætilegt er í nágrenni við bústaði sína (holur í jarðvegi eða glufum). Hagamýs safna forða í holur sínar og ganga í hann yfir vetrarmánuðina þegar lítið er um annað æti. Þetta eru gjarnan ber sortulyng...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju er bókum yfirleitt raðað samkvæmt nafni höfundar en ekki bókar?

Fyrirspurnin um hvers vegna bókum sé yfirleitt raðað samkvæmt nafni höfundar en ekki bókar kemur frá ungum lesanda sem greinilega hefur ræktað með sér bókfræðilegan áhuga og veltir vöngum yfir tilverunni. Þótt fyrirspurnin sjálf kunni að virðast einföld er þó ekki hægt að svara henni með einni setningu. Til þe...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Helgi Björnsson rannsakað?

Helgi Björnsson (f. 1942) nam jarðeðlisfræði við Oslóarháskóla og var þar prófessor um tíu ára skeið. Við þann skóla varði hann doktorsritgerð sína: Hydrology of Ice Caps in Volcanic Regions. Hér heima starfaði hann við Raunvísindastofnun Háskólans þar sem hann er nú vísindamaður á eftirlaunum. Helgi hefur unn...

category-iconHeimspeki

Á að sprengja óléttu konuna í loft upp til þess að bjarga fleiri mannslífum?

Spurningin í heild sinni hljómaði svona: Siðfræðispurning - Ólétt kona er með hópi fólks í hellaskoðun. Hún gengur fremst. Á leiðinni út úr hellinum festist hún í hellismunnanum. Hellirinn fyllist af sjó á flóði og allir í honum (nema ólétta konan) munu drukkna. Höfuð hennar er fyrir utan hellinn. Einn úr hópnum ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver var Magnus Olsen og hvert var framlag hans til norrænna fræða?

Magnus Bernhard Olsen var fæddur 28. nóvember 1878 í Arendal á Austur-Ögðum í Noregi, sonur kaupmanns þar og eiginkonu hans. Magnús ólst upp í Arendal, tók stúdentspróf 1896 og lagði síðan stund á fílólógíu (málfræði og bókmenntir) við háskólann í Kristíaníu (nú Ósló) og las latínu, grísku, þýsku og norsku. Hann l...

category-iconVísindi almennt

Hvað er talið að olíubirgðir jarðar endist lengi?

Sérfræðingar eru ekki á eitt sáttir um svar við þessari spurningu. Flestir telja þó að olían í jörðinni endurnýist ekki og að sennilegast sé að olían endist ekki nema út þessa öld. Samtök olíuframleiðsluríkja OPEC (Organisation of Petroleum Exporting Countries) hafa áætlað að olían í aðildarlöndum þess munu endas...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig koma konur fyrir í íslenskum þjóðsögum og ævintýrum?

Íslenskar þjóðsögur og ævintýri tilheyra aldagamalli munnlegri sagnahefð sem einkum má rekja til kvenna. Það voru þær sem sögðu sögurnar sem karlmenn síðan söfnuðu og skráðu. Þannig segir Guðbrandur Vigfússon í formála að Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum að þótt konur hafi ekki skrifað eins margar bækur og kar...

category-iconNæringarfræði

Eru mjólkurvörur nauðsynlegar fyrir mannfólkið, þegar önnur spendýr hætta að neyta þeirra um leið og þau hætta á spena?

Þessari spurningu er hægt að svara neitandi, það er að vörur unnar úr mjólk annarra spendýra eru ekki nauðsynlegar fyrir mannfólkið. Reyndar er það svo að um 70% mannkyns þolir illa mjólk á fullorðinsaldri, er með svokallað mjólkursykuróþol. Slíkt fólk borðar þar af leiðandi lítið eða ekkert af mjólkurvörum þegar ...

category-iconLögfræði

Er guðlast bannað með lögum?

Ekki er að finna ákvæði í almennum lögum settum af Alþingi sem beinlínis bannar guðlast í orðsins fyllstu merkingu. Hins vegar eru ákvæði í 125. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem lýsir þá athöfn refsiverða sem í daglegu tali kallast guðlast:Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða...

Fleiri niðurstöður